Fréttir

Frábær árangur í úrslitum efnafræðikeppninnar 2023

Nýlega fóru fram úrslit í efnafræðikeppninni 2023 og átti MH tvo þátttakendur sem urðu í fjórum efstu sætunum. Jón Hilmir Haraldsson varð í öðru sæti og Jón Halldór Gunnarsson varð í fjórða sæti. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn en þess má geta að fjórum stigahæstu keppendunum er boðin þátttaka í íslenska landsliðinu og þeir sem þiggja sæti munu taka þátt í 55. Alþjóðlegu ólympíukeppninni (IChO) sem haldin verður í Zürich í Sviss 16.-25. júlí og í 6. Norrænu efnafræðikeppninni sem verður haldin í Danmörku dagana fyrir IChO.