Fréttir

Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta fer fram á Miklagarði, hátíðarsal skólans laugardaginn 29. maí. Athöfnin hefst kl. 14:00 og lýkur um kl. 16:00. Að lokinni útskrift er sameiginleg myndataka stúdenta.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í tónleikaferð í Borgarfirði 17. - 19. apríl

Laugardaginn 17. apríl heldur kórinn tónleika í Reykholtskirkju  kl. 16. Sunnudaginn 18. apríl syngur kórinn við messu í Borgarneskirkju kl. 14 og um kvöldið verða almennir tónleikar í Hriflu, sal Háskólans á Bifröst kl. 20.Mánudaginn 19. apríl heldur kórinn ferna skólatónleika, í Varmalandi (fyrir nemendur Varmalandsskóla og nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar að Kleppjárnsreykjum), tvenna tónleika í Mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi (fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar og nemendur Grunnskólans í Borgarnesi) og í Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi. Um kvöldið heldur kórinn tónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Efnisskrá...

Innritun nýnema í MH fyrir haustið 2010

Nemendur fæddir 1994 eða síðar og eru að ljúka námi úr 10. bekk grunnskóla sækja um 12.-16. apríl 2010 og geta endurskoðað val sitt 7.-11. júní 2010. Innritun eldri umsækjenda fæddra 1993 eða fyrr fór fram 20. apríl - 31. maí 2010. Svör til þeirra hafa verið birt á Menntagátt og bréf eru í pósti.Allar umsóknir eru rafrænar og sótt er um á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins menntagatt.is. Upplýsingar um inntökuskilyrði og viðmiðunarreglur MH má finna á þessari síðu ofarlega til vinstri.

Góður árangur MH í þýskuþraut

Af þeim 90 nemendum sem tóku þátt á öllu landinu komust 6 úr MH í verðlaunasæti, en 20 efstu hljóta verðlaun.   Í tveimur efstu sætunum urðu MH-ingarnir Sigtryggur Hauksson í fyrsta sæti og Margrét Snæfríður Jónsdóttir í öðru sæti.  Þau Sigtryggur og Margrét fá í verðlaun fjögurra vikna dvöl í Þýskalandi nú í sumar. Til hamingju! 

Sumardagurinn fyrsti

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!Sumardaginn fyrsta er frí í skólanum. Ef sumar og vetur frjósa saman veit það á gott sumar.

Páskaleyfi skrifstofu lokið

Skrifstofan er opin í dag frá 8:30 til 15:30. Kennsla hefst á morgun miðvikudag skv. stundaskrá.

Páskaleyfi

Í páskaleyfi nemenda verður skrifstofan opin milli kl. 10 og 14 á mánudag og þriðjudag í dymbilviku en þriðjudaginn 6. apríl verður hefðbundinn opnunartími. 

Fyrsti kennsludagur eftir páskafrí

Hamrahlíðarkórarnir og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Á fimmtudagskvöldið kemur, þann 25. mars, taka Hamrahlíðarkórarnir þátt í flutningi á  Dafnis og Klói eftir Maurice Ravel með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður Eva Ollikainen og kórunum stjórnar Þorgerður Ingólfsdóttir.En eins og segir á heimasíðu SÍ eru nærri þrjátíu ár síðan kór úr Menntaskólanum við Hamrahlíð tók þátt í fyrsta heildarflutningi á Dafnis og Klói á Íslandi, með SÍ undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat.

Fjögur hundruð þúsund frá MH ingum til BUGL

Á heimasíðu Landsspítala háskólasjúkrahúss er sagt frá afhendingu 401.981 króna til BUGL en peningarnir voru afrakstur góðgerðarviku sem stjórn NFM stóð fyrir í nóvember. Margir lögðu hönd á plóg, nemendur, kennarar og annað starfsfólk. Við erum  mjög stolt af okkar fólki og vonum að BUGL njóti vel.Hér má lesa fréttina og skoða mynd af ahendingunni.