Valvika í MH
03.10.2017
Dagana 9.-13. október velja nemendur áfanga fyrir næstu önn. Samkvæmt hefðinni er framboð áfanga fjölbreytt en mikilvægt er að nemendur kynni sér vel undanfarareglur einstakra áfanga. Á forsíðu heimasíðu skólans er að finna nánari upplýsingar og leiðbeiningar undir Valvika haust 2017.