Fréttir

Haustferð IB-nema / Annual IB Student Trip

Dagana 4.-5. október fóru IB-nemar í árlega haustferð og að þessu sinni var farið á Þingborg í Árnessýslu. Ferðin er hugsuð sem hópefli en tæplega 60 nemendur fóru í ferðina. Þess má geta að á haustönn stunda 90 nemendur nám á IB-braut skólans. During 4th to 5th of October the IB-students went on an annual fall trip and this time they went to Þingborg in Árnessýsla. The trip is a team building effort, with almost 60 students participating. During fall semester, 90 students are registered in the IB-program.

Valvika 7. - 11. október / Course selections

Valvika hófst í dag mánudaginn 7. október. Þá eiga nemendur MH að velja hvaða áfanga þeir vilja taka á næstu önn. Nánari upplýsingar má finna undir hnappnum Valvika og þar sést einnig hvaða áfangar eru í boði fyrir næstu önn. Miðannarmat birtist líka í dag fyrir nemendur fædda 2003 og seinna. Til að nálgast það er farið í Innu undir Námið og einkunnir.