MH-ingar fá styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands
01.09.2020
Fimm MH-ingar fengu styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands en styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn 31. ágúst sl. Styrkþegar að þessu sinni voru Anna Magnúsdóttir Eirúnardóttir, Berglind Erna Tryggvadóttir, Margrét Björk Daðadóttir, Nanna Kristjánsdóttir og Sóley Halldórsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með styrkinn.
Myndir frá athöfninni má sjá á facebooksíðu MH.