Fréttir

Breyttar skólasóknarreglur

Gerðar hafa verið breytingar á skólasóknarreglum og viljum við að þið kynnið ykkur þær sem fyrst hér á heimasíðunni. Aðalbreytingin er að eftir fyrsta dag veikinda verða fjarvistir frádregnar og einnig verður meiri eftirfylgni með lágmarksmætingu í einstaka áfanga. Hér má sjá nánar um breyttar reglur.

Stundatöflur vorannar 2020

Stundatöflur vorannar 2020 (see English below) Stundatöflur nemenda eru núna sýnilegar í Innu. Nýir greiðslulistar eru keyrðir inn að morgni dags virka daga og opnast stundatöflur í kjölfarið. Nýnemar vorannar geta sótt um töflubreytingar hjá námstjórum eftir kynningarfundinn 6. janúar. Aðrir nemendur sem telja sig þurfa töflubreytingu eiga að sækja um sem allra fyrst í gegnum Innu - leiðbeiningar um það eru í Innu undir Aðstoð . Breyttar töflur birtast í Innu eftir því sem þær vinnast. Ef töflubreytingu er hafnað þá er það oftast vegna þess að hópar eru fullir. Ekki er hægt að sækja um P-áfanga í töflubreytingum. Þeir sem hafa sótt um P-áfanga ættu að fá þá inn í byrjun næstu viku. Hægt er að senda inn beiðni um töflubreytingar til og með sunnudeginum 5. janúar. Eftir það þarf að fara til námstjóra eða áfangastjóra til að breyta töflum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 7. janúar kl. 9:10. Námsgagnalisti/bókalisti er aðgengilegur í Innu. Timetables for Spring 2020 Students who have paid their tuition fees can check their timetable on Inna. If necessary apply for changes to your class timetable as soon as possible.