Fréttir

Dreymi þig ljósið

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og nýstofnaður kór útskrifaðra menntaskólanema flutti kórverk í Háteigskirkju síðastliðinn sunnudag. Kórstjórinn Hreiðar Ingi Þorsteinsson leiddi kórana og getur hann verið stoltur af sínu fólki og flutningi þeirra á verkum tónskáldanna. Flumflutt voru verkin "Fimm mislangar Míníatúrur" og verkið "Kvöldljóð". Miðað við fallegu tónana sem ómuðu í kirkjunni er framtíð tónlistar mjög björt á Íslandi.

Skolvaskur

Nú hefur verið sett upp aðstaða til að skola einnota og margnota ílát. Aðstaðan er á Matgarði við annan innganginn að salernunum. Skolvaskurinn er til að geta skolað margnota ílát eða til að skola einnota ílát áður en þau eru sett í flokkunartunnu. Við skolvaskinn er sigti til að auðvelda það að sigta vökva frá matarleifum og setja svo matarleifarnar í lífrænan úrgang. Þetta er enn eitt skrefið í átt að betri flokkun sem við erum að stíga með þátttöku í grænum skrefum.