Dreymi þig ljósið
01.11.2021
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og nýstofnaður kór útskrifaðra menntaskólanema flutti kórverk í Háteigskirkju síðastliðinn sunnudag. Kórstjórinn Hreiðar Ingi Þorsteinsson leiddi kórana og getur hann verið stoltur af sínu fólki og flutningi þeirra á verkum tónskáldanna. Flumflutt voru verkin "Fimm mislangar Míníatúrur" og verkið "Kvöldljóð". Miðað við fallegu tónana sem ómuðu í kirkjunni er framtíð tónlistar mjög björt á Íslandi.