Fréttir

Búið að opna fyrir einkunnir í Innu!

Nemendur geta séð niðurstöður  prófa  í Innu og staðfest val fyrir næstu önn. Allir nemendur verða að staðfesta val fyrir kl. 12:30 þann 20. desember. Dagsskrá 20. desember: Viðtalstími valkennara vegna breytinga á vali eru kl. 9-10. Prófasýning kl. 10-11. Seinni viðtalstími LÍL101 kennara og valkennara  11:15-12:30 P-umsóknum skilað á skrifstofu fyrir kl. 12:00.

Prófatímabil 1. til 14. desember

Þessa dagana eru próf í dagskólanum. Próftöfluna sjá nemendur í Innu en einnig er hægt að sjá ýmsar upplýsingar varðandi prófreglur, prófstjórn og yfirlitstöflu prófa með því að velja flipann Námið hér að ofan og smella svo á Próf í lista til vinstri. Við minnum nemendur og alla sem eiga erindi til okkar að ganga hljóðlega um á prófatíma svo nemendur í prófum nái að uppskera sem mest.

Umsóknir um nám í dagskóla á vorönn 2011 / Applications for Spring Term 2011

Svör við umsóknum hafa verið birt á Menntagátt. Bréf verða send út í vikunni. Answers have been posted on Menntagátt. Letters will be sent out this week.

Dimissjón

Í morgun buðu dimitantar kennurum í morgunverð á Matgarði og kl. 11:10 kveðja þau skólann með skemmtun á Miklagarði. Gangi ykkur vel í síðustu prófatörninni dimitantar!

Skráning í stöðupróf er hafin

Stöðupróf á vegum menntamálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð 29.nóv. til 1. des. Nánari upplýsingar má finna undir Stöðupróf í valmynd hér til vinstri.

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar

Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu. Nemendur mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef: Tvö próf eru á sama tíma Þrjú próf eru á sama degi Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi. Ekki er leyft að breyta próftöflu vegna ferðalaga! Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir föstudaginn 8. nóvember. Guðmundur Arnlaugsson prófstjóri, gud@mh.is

Valvika er hafin - nú þarf að velja fyrir næstu önn!

Val fyrir vorönn 2011 hefur verið opnað. Valið stendur til 27. október.  Áfangar/upplýsingar fyrir valið og áfangaframboð hefur verið sett á hér á heimasíðuna. Hér er upprifjun á því hvernig þetta er gert í Innu. Allir sem verða í dagskóla á næstu önn eiga að velja í Innu. Látt þú ekki þitt eftir standa!

Skráning í stöðupróf er hafin

Nú er hægt að skrá sig í stöðupróf sem haldin verða um mánaðamótin nóvember/desember. Nánari upplýsingar í stikunni hér til vinstri.

„Batinn hefst með kennurum“

Í dag er alþjóðadagur kennara. Hann er haldinn hátíðlegur til að vekja athygli á mikilvægi menntunar og skólagöngu. - Hrósaðu kennurunum þínum eða gleddu þá með öðrum hætti. :-)  

Haustfrí/Autumn break 15. - 18. okt.

Föstudaginn 15. okt. og mánudaginn 18. okt. er haustfrí í MH. Þá er löng helgi og nemendur, kennarar og annað starfsfólk endurhlaða  batteríin og takast að því loknu endurnærð á við seinni hluta annarinnar.