Fréttir

Vorvítamín Hamrahlíðarkóranna mánudaginn 24. maí.

Annan í hvítasunnu, mánudaginn 24. maí, halda Hamrahlíðarkórarnir sumarskemmtun í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð undir heitinu Vorvítamín. Að liðnum vetri og loknum prófum fagna kórfélagar sumrinu með söng og gleði.Kórfélagar, sem eru um 120 talsins, halda tvenna tónleika með ólíkum efnisskrám. Þeir fyrri hefjast kl. 14 en hinir seinni kl. 15.45. Það verður opið hús allan eftirmiðdaginn og boðið verður upp á ýmsar uppákomur.Leikjahorn verður fyrir börn, tilraunastofa, kennsla í salsa og margt fleira. Ekkert kostar inn en seldar verða veitingar í hléi milli tónleika. Ágóði af sölu veitinga rennur í ferðasjóð Hamrahlíðarkóranna. Í apríl var Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í tónleikaferð í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Hélt kórinn 7 tónleikaá ýmsum stöðum og söng auk þess við messu. Hamrahlíðarkórarnir komu fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í mars síðastliðnum og fluttu verkið "Daphnis et Chloé" eftir Ravel en tónleikarnir voru hluti hátíðarhalda í tilefni af 60 ára afmæli hljómsveitarinnar.  

Nýtt fyrirkomulag á staðfestingu vals.

English translation 1. Miðvikudaginn 19. maí verða einkunnir aðgengilegar í Innu kl. 18:00. Þá geta nemendur staðfest val sitt ef þeir þurfa ekki að gera neinar breytingar. Öllum nemendum er skylt að staðfesta val sitt fyrir næstu önn ætli þeir sér að stunda nám í skólanum þá. Fylgist með á heimasíðu MH.2. Ef nemendur þurfa ekki að gera neinar breytingar á vali sínu þá staðfesta þeir valið. Það er gert með því að smella á „Staðfesta val" í Innu. Sjá nánari leiðbeiningar hér!3. Ef nemendur þurfa að breyta valinu þá koma þeir í viðtal til kennara hér í MH.4. Fyrri viðtalstíminn verður fimmtudaginn 20. maí frá klukkan 12:00 til 14:30 og sá seinni föstudaginn 21. maí frá klukkan 11:00 til 12:00. Þá verður lokað fyrir valið.5. Nemendur skili P umsóknum á skrifstofu fyrir klukkan 14:30 þann 20. maí.6. Nemendur sem hófu nám haustið 2009 og þeir sem hófu nám á vorönn 2010 komi til umsjónarkennara sinna. Eldri nemendur koma til þeirra kennara sem verða til viðtals.7. Fimmtudaginn 20. maí verður prófasýning frá klukkan 15:00 til 17:00.8. Prófasýning í Öldungadeild verður sama dag frá klukkan 16:00 til 17:00.Nánari upplýsingar er að finna í Áföngum, upplýsingariti hér á heimasíðu skólans. Ef breyta þarf vali þá er listi yfir þá áfanga sem verða í boði í haust aðgengilegur hér á heimasíðunni. 

Glæsilegur árangur í stærðfræði

Ragnheiður Guðbrandsdóttir náði góðum árangri í lokakeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanna og í Norrænu stærðfræðikeppninni.  Í kjölfarið var hún valin í Ólympíulið Íslands í stærðfræði sem fer til Kasakstan í sumar. 

Prófatímabil 3. til 17. maí

Þessa dagana eru próf í dagskólanum. Próftöfluna sjá nemendur í Innu en einnig er hægt að sjá ýmsar upplýsingar varðandi prófreglur, prófstjórn og yfirlitstöflu prófa með því að velja flipann Námið hér að ofan og smella svo á Próf í lista til vinstri. Við minnum nemendur og alla sem eiga erindi til okkar að ganga hljóðlega um á prófatíma svo nemendur í prófum nái að uppskera sem mest. 

Glæsilegur árangur í efnafræði!

Tveir nemendur skólans, þeir Árni Johnsen og Helgi Björnsson, hafa verið valdir í fjögurra manna lið fyrir ólympíuleika í efnafræði sem haldnir verða í Japan í sumar, en þetta er í annað sinn sem Helgi tekur þátt í þessum leikum.Að undangenginni landskeppni í efnafræði sem haldin var í vetur kepptu 13 nemendur til úrslita, þar af 5 úr MH. Í þeim hópi voru auk Árna og Helga þau Kristján Hólm Grétarsson, Magnús Pálsson og Unnur Lilja Úlfarsdóttir. Við óskum þeim öllum til hamingju með frábæran árangur.

Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta fer fram á Miklagarði, hátíðarsal skólans laugardaginn 29. maí. Athöfnin hefst kl. 14:00 og lýkur um kl. 16:00. Að lokinni útskrift er sameiginleg myndataka stúdenta.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í tónleikaferð í Borgarfirði 17. - 19. apríl

Laugardaginn 17. apríl heldur kórinn tónleika í Reykholtskirkju  kl. 16. Sunnudaginn 18. apríl syngur kórinn við messu í Borgarneskirkju kl. 14 og um kvöldið verða almennir tónleikar í Hriflu, sal Háskólans á Bifröst kl. 20.Mánudaginn 19. apríl heldur kórinn ferna skólatónleika, í Varmalandi (fyrir nemendur Varmalandsskóla og nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar að Kleppjárnsreykjum), tvenna tónleika í Mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi (fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar og nemendur Grunnskólans í Borgarnesi) og í Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi. Um kvöldið heldur kórinn tónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Efnisskrá...

Innritun nýnema í MH fyrir haustið 2010

Nemendur fæddir 1994 eða síðar og eru að ljúka námi úr 10. bekk grunnskóla sækja um 12.-16. apríl 2010 og geta endurskoðað val sitt 7.-11. júní 2010. Innritun eldri umsækjenda fæddra 1993 eða fyrr fór fram 20. apríl - 31. maí 2010. Svör til þeirra hafa verið birt á Menntagátt og bréf eru í pósti.Allar umsóknir eru rafrænar og sótt er um á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins menntagatt.is. Upplýsingar um inntökuskilyrði og viðmiðunarreglur MH má finna á þessari síðu ofarlega til vinstri.

Góður árangur MH í þýskuþraut

Af þeim 90 nemendum sem tóku þátt á öllu landinu komust 6 úr MH í verðlaunasæti, en 20 efstu hljóta verðlaun.   Í tveimur efstu sætunum urðu MH-ingarnir Sigtryggur Hauksson í fyrsta sæti og Margrét Snæfríður Jónsdóttir í öðru sæti.  Þau Sigtryggur og Margrét fá í verðlaun fjögurra vikna dvöl í Þýskalandi nú í sumar. Til hamingju! 

Sumardagurinn fyrsti

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!Sumardaginn fyrsta er frí í skólanum. Ef sumar og vetur frjósa saman veit það á gott sumar.