Fréttir

Á slóðum Njálu

Í dag eru tæplega 200 nemendur og 4 kennarar í ÍSL303 á ferð um slóðir Njálu.

Kærar þakkir fyrir komuna!

Foreldrar og forráðamenn nýnema fjölmenntu á kynningarkvöld hér í MH síðastliðið fimmtudagskvöld. Eftir að hafa hlýtt á ávörp Lárusar H. Bjarnasonar rektors og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur formanns foreldraráðs fengu gestir að njóta söngs Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð. Svo var farið í kennslustofur með umsjónarkennurum, fræðst um kerfið hér í MH og skipst á skoðunum. Að öllu þessu loknu var sameinast í kafffi og kökum á Miðgarði. Hlaðborðið sem kórinn bauð upp á (gegn vægu gjaldi) var eins og í almennilegri fermingarveislu og með góðgæti á diski og kaffi í bolla urðu umræður fjörugar og skemmtilegar. Kærar þakkir til allra sem komu og gerðu kvöldið fræðandi og skemmtilegt.

Helmingur nemenda ferðast í skólann með strætó

Samkvæmt vefkönnun hér á heimasíðu skólans ferðast tæpur helmingur nemenda í skólann með strætó, um fimmtungur kemur gangandi eða hjólandi og þriðjungur nýtir einkabílinn.  

Góður árangur MH nemenda í efna og eðlisfræði

Nemendur MH stóðu sig frábærlega í úrslitum í alþjóðlegu ólympíukeppnunum í efnafræði og eðlisfræði sem haldin voru í sumar.  Keppnin í efnafræði var haldin í Japan og þar náði Árni Johnsen bronssæti.  Keppnin í eðlisfræði var haldin í Króatíu og þar náði Sigtryggur Hauksson bronssæti.    Við óskum þeim til hamingju með frábæran árangur.  

Mæting nýnema kl. 13 - New students at 1 pm

Föstudaginn 20. ágúst kl. 13:00 allir nýnemar boðaðir í skólann á fund með rektor, stjórnendum, námsráðgjöfum og kennurum. Friday August 20st at 1 pm: A meeting will be held for new students together with the principal, administrators  school counselors and teachers.

Upphaf annar - Beginning of school

Stundatöflur þeirra sem greitt hafa skólagjöld eru aðgengilegar í Innu. Fylgist með hér á heimasíðunni.  Students who have paid their tuition fees are able to see their schedules on Inna. Further information will be available on this homepage.

Sumarlokun skrifstofu / Summer Closure

Skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá 28. júní til og með 9. ágúst. Hafið það gott í sumar! The General Office is closed for summer holidays. The office will reopen August 10. Have a great summer!

Innritun nýnema í MH fyrir haustið 2010

Innritunarfresti nemenda fæddir 1994 eða síðar og eru að ljúka námi úr 10. bekk grunnskóla lauk 11. júní. Svör hafa verða birt á Menntagátt.Innritun eldri umsækjenda fæddra 1993 eða fyrr fór fram 20. apríl - 31. maí 2010. Svör til þeirra hafa verið birt á Menntagátt og bréf verið send í pósti.

Innritun í Öldungadeildina/kvöldskólann

Innritun í Öldungadeildina fyrir næstu haustönn er hafin. Smellið hér til að innrita ykkur.

Til hamingju stúdentar

Laugardaginn 29. maí voru 174 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Dúx skólans þetta vorið var Iris Edda Nowenstein Mathey stúdent af málabraut og semidúx var Árni Johnsen stúdent af náttúrufræðibraut. Alls sjö nemendur luku stúdentsnámi með ágætiseinkunn. Flestum einingum lauk Guðný Ósk Sveinbjörnsdóttir stúdent af félagsfræðabraut með 189 einingar.