Fréttir

Páskaleyfi skrifstofu lokið

Skrifstofan er opin í dag frá 8:30 til 15:30. Kennsla hefst á morgun miðvikudag skv. stundaskrá.

Páskaleyfi

Í páskaleyfi nemenda verður skrifstofan opin milli kl. 10 og 14 á mánudag og þriðjudag í dymbilviku en þriðjudaginn 6. apríl verður hefðbundinn opnunartími. 

Fyrsti kennsludagur eftir páskafrí

Hamrahlíðarkórarnir og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Á fimmtudagskvöldið kemur, þann 25. mars, taka Hamrahlíðarkórarnir þátt í flutningi á  Dafnis og Klói eftir Maurice Ravel með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður Eva Ollikainen og kórunum stjórnar Þorgerður Ingólfsdóttir.En eins og segir á heimasíðu SÍ eru nærri þrjátíu ár síðan kór úr Menntaskólanum við Hamrahlíð tók þátt í fyrsta heildarflutningi á Dafnis og Klói á Íslandi, með SÍ undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat.

Fjögur hundruð þúsund frá MH ingum til BUGL

Á heimasíðu Landsspítala háskólasjúkrahúss er sagt frá afhendingu 401.981 króna til BUGL en peningarnir voru afrakstur góðgerðarviku sem stjórn NFM stóð fyrir í nóvember. Margir lögðu hönd á plóg, nemendur, kennarar og annað starfsfólk. Við erum  mjög stolt af okkar fólki og vonum að BUGL njóti vel.Hér má lesa fréttina og skoða mynd af ahendingunni.

Landskeppni í eðlisfræði

Um helgina fór fram úrslitahrinan í Landskeppninni í eðlisfræði.  Nemandi við skólann, Sigtryggur Hauksson, náði þar glæsilegum árangri og varð í öðru sæti.  Við óskum Sigtryggi til hamingju með árangurinn. 

Próftafla dagskóla aðgengileg í Innu

Próftafla nemenda fyrir vorönn 2010 er nú aðgengileg í Innu. Hægt er að sjá próftöfluna með því að fara í Innu og smella á Próftafla  á lista vinstra megin.  Athugið að próftaflan verður einungis aðgengileg í Innu. Umsóknir nemenda um breytingar á próftöflu þeirra þurfa að berast Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (gud@mh.is) fyrir föstudaginn 9. apríl.  Skilyrði vegna breytinga á próftöflu...

Valviku er lokið

Nú er valviku lokið. Þeir sem hafa spurningar vegna valsins geta áfram sent fyrirspurn á val@mh.is eða hitt Kristínu áfangastjóra á skrifstofutíma (mánudaga og fimmtudaga eða fyrir hádegi á  miðvikudögum) og í sérstökum viðtalstímum sem auglýstir eru á skólaskjá MH.

Valvika 1. mars til 7. mars

Valið hefst mánudaginn 1. mars og því lýkur sunnudaginn 7. mars. Umsjónarfundur vegna valsins verður haldinn miðvikudaginn 3. mars klukkan 11:10. Upplýsingar um áfangaframboð fyrir haustönn 2010.Áfangar, leiðbeiningar um framkvæmd á vali. 

Opið hús fyrir grunnskólanema 18. mars kl. 17:30 - 20:00

Fimmtudaginn 18. mars verður opið hús í MH  frá kl. 17:30-20:00 fyrir grunnskólanema og foreldra þeirra. Upplýsingar um umsókn um skólavist, inntökuskilyrði námsbrauta og viðmiðunarreglur MH við inntöku nýnema má finna í valstikunni hér efst til vinstri. Meira um opna húsið...