11.12.2019
Margir af nemendum MH stunda afreksíþróttir svo eftir er tekið. Freyja Stígsdóttir nemandi á opinni braut var valinn karatekona ársins af Karatesambandi Íslands. Freyja hefur náð eftirtektarverðum árangri heima sem erlendis og unnið fjölda titla. Þess má geta að karatemaður ársins heitir Aron Anh og hann er einnig MH-ingur sem útskrifaðist 2018. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og nafnbótina.
11.12.2019
Í dag, 11. desember verða próf haldin skv. áætlun. Nemendur eru hvattir til að mæta tímanlega.
Exams are according to plan today.
09.12.2019
Nemendum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins er bent á að tilkynna forföll Í Innu ef þörf þykir.
Vinsamlegast tilgreinið búsetu og áfangaheiti í athugasemd.
Sjúkraprófum í íslensku, sem áttu að vera kl. 15:00 þennan dag, er frestað fram til fimmtudagsins 12.12. kl. 11:00.
Próf þriðjudaginn 10. desember kl. 9:00, 11:00 og 13:00 eru ráðgerð á óbreyttum tíma, en staðan verður endurmetin í upphafi dags (10. des.).
02.12.2019
Nemendur í valgreininni munnleg tjáning heimsóttu eldri borgara í Bólstaðarhlíð 43 nú í síðustu kennsluvikunni og fluttu ljóðadagskrá. Nemendurnir fluttu ljóðin utan að, af miklu öryggi, og fengu glimrandi viðtökur hjá áheyrendunum. Ljóðin voru klassískar perlur eða frumsamin ljóð eftir nemendurna sjálfa. Þetta er þriðja árið í röð sem tjáningarhópur fer með ljóðdagskrá í Bólstaðarhlíð. Að dagskrá lokinni fengu nemendur smákökur, kaffi og mandarínur.
02.12.2019
Fyrsti prófdagurinn er runninn upp. Miðgarður er tilbúinn og vonandi allir MH-ingar líka. Gangi ykkur vel í prófunum.
02.12.2019
Í tilefni af hinni árlegu viku bragð- og lyktarskyns í Frakklandi fengu nemendur í frönsku þrjá gesti frá Franska sendiráðinu og Alliance Française sem kynntu sjö fæðutegundir og þrjú krydd. Renaud, Jean-François og Florent hvöttu nemendur til að tengja saman ólíkar fæðutegundir til að galdra fram nýtt og gott bragð.
29.11.2019
Í dag er síðasti kennsludagur fyrir jól og líka allra síðasti kennsludagur þeirra sem eru að fara að útskrifast. Af því tilefni buðu útskriftarefnin nemendum og starfsfólki skólans upp á skemmtun á sal. Takk fyrir okkur og gangi ykkur vel í prófunum.
28.11.2019
Í dag var jólapeysudagurinn og margir klæddu sig upp í tilefni dagsins. Sumir þóttu taka sig betur út en aðrir og hlutu verðlaun fyrir.
15.11.2019
Í framhaldi af söngstund á sal kom fulltrúi frá Landvernd og afhenti skólanum fána til að staðfesta að skólinn sé grænfánaskóli. Forseti nemendafélagsins ásamt umhverfisnefnd skólans tóku stolt á móti fánanum fyrir hönd MH.