Fréttir

Nýsköpunarlandið Ísland

Viðburður dagsins kemur frá Helgu Valfells, framkvæmdastjóra Crowberry Capital. Hún mun varpa upp spurningunni: "Hvernig búum við til alþjóðleg tæknifyrirtæki frá Íslandi". Endilega kíkið við á Miklagarði og takið þátt í framtíðinni með okkur. En á tækniöld getur allt gerst. Fyrirlesarinn var að koma frá útlöndum í gær en síminn hélt sig áfram við annað tímabelti. Það varð til þess að viðburður dagsins féll því miður niður og þykir fyrirlesaranum það mjög leitt og biðst innilegrar afsökunar á því. Kannski getum við sagt að þarna minnti tæknin á sig og hvers hún er megnug.

Bollakökur

Otkóberlotan er í fullum gangi og viðburður dagsins var í höndum handritshöfundanna Birkis Blæs og Jónasar Margeirs þar sem þeir leiddu okkur í sannleikann um það hvernig ein setning verður að sjónvarpsþætti. Meðan sumir framleiða sjónvarpsþætti eru aðrir að baka og nemendur í hússtjórn fengu að spreyta sig á bollakökugerð þar sem hugmyndaflugið fékk að njóta sín í skreytingum með kremi og sykurmassa. Hver veit nema einhvern tímann verði gerð sjónvarpsþáttaröð um bollakökugerð í MH.

Viðburðir á sal

Annar dagur í Októberlotu er runninn upp. Fyrsti tíminn byrjar 8:30 skv. stundaskrá þriðjudags kl. 8:10 og tíminn eftir hádegi byrjar 12:40, skv. stundaskrá þriðjudags kl. 14:15. Klukkan 8:10 hófst stærðfræðikeppni framhaldsskólanna á sal, þar sem ca. 20 nemendur spreyta sig og klukkan 11:15 kemur Kári Hólmar Ragnarsson lögfræðingur og verður með fyrirlestur um hvort að ár þurfi stjórnarskrárbundin réttindi.

Októberlota

Fyrsti dagur í Októberlotu fer af stað með göngu frá MH kl. 9:00 undir stjórn íþróttakennara skólans. Kl. 12:40 hefst fyrsta kennslustund dagsins og þá er kennt skv. stundatöflu mánudags, langi tíminn sem ætti að hefjast kl. 14:15 en hefst í dag kl. 12:40. Ef einhver er í vafa um það hvert hann á að fara þá ættu allar upplýsingar að vera á Innu og svo er einnig hægt að kíkja við á skrifstofunni og fá aðstoð.

Bleikur dagur í MH

Á heimasíðu átaksins fyrir bleikan október stendur: "Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í bleikum október. Þennan dag hvetjum við landsmenn til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu." Í dag er bleikur dagur í MH

Haustferð IB-nema / Annual IB Student Trip

Dagana 4.-5. október fóru IB-nemar í árlega haustferð og að þessu sinni var farið á Þingborg í Árnessýslu. Ferðin er hugsuð sem hópefli en tæplega 60 nemendur fóru í ferðina. Þess má geta að á haustönn stunda 90 nemendur nám á IB-braut skólans. During 4th to 5th of October the IB-students went on an annual fall trip and this time they went to Þingborg in Árnessýsla. The trip is a team building effort, with almost 60 students participating. During fall semester, 90 students are registered in the IB-program.

Valvika 7. - 11. október / Course selections

Valvika hófst í dag mánudaginn 7. október. Þá eiga nemendur MH að velja hvaða áfanga þeir vilja taka á næstu önn. Nánari upplýsingar má finna undir hnappnum Valvika og þar sést einnig hvaða áfangar eru í boði fyrir næstu önn. Miðannarmat birtist líka í dag fyrir nemendur fædda 2003 og seinna. Til að nálgast það er farið í Innu undir Námið og einkunnir.

Aðalfundur foreldrafélags MH

Foreldrafélag MH verður með aðalfundinn sinn miðvikudaginn 2. október og vonum við að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta. Á fundinum verður farið yfir starfsemi foreldrafélags MH, Pálmar Ragnarsson verður með fyrirlestur um jákvæð samskipti og verða veitingar í boði félagsins. Hægt er að skrá sig á viðburðinn á síðu félagsins.

Íþróttir og útivist

Nemendur í fjallgönguáfanganum LÍKA2CG01 fara í nokkrar göngur á hverri önn. Þessi mynd fangar augnablikið þegar veðrið er upp á sitt besta og göngugarparnir njóta góðs af.

Rafhleðslustöðvar - til að hlaða rafbíla

Við í MH höfum fengið rafhleðslustöðvar fyrir framan skólann okkar í samstarfi við Ísorku. Þar gefst rafbílaeigendum tækifæri á að hlaða bílana sína. Uppsetning hleðslustöðvanna er liður í því að fylgja eftir umhverfisstefnu skólans og hvetja til umhverfisvænni samgangna. Margir MH-ingar, bæði nemendur og starfsfólk, keyra um á rafbílum og við gleðjumst yfir því að þeir geta núna hlaðið bílana sína. Við viljum ítreka það að stæðin eru einungis ætluð til þess að hlaða bílana, ekki geyma þá.