Fréttir

Glíma í lífstíl og heilsu

Nemendur í áfanganum lífstíll og heilsa fengum skemmtilega heimsókn í gær. Þá mættu tvær hressar stúlkur frá Glímusambandi Íslands og kynntu þjóðaríþrótt Íslendinga, glímuna, fyrir nemendum.

Bókasafnsdagurinn

Bókasafnið í MH er hlýlegur staður sem tekur vel á móti öllum þeim sem þangað leita. Í dag býður Ásdís upp á bækur og með því og er um að gera að fara á safnið og kanna hvað er í boði.

Hallgrímur gefur tóninn.

Á útskrift vor 2019 gáfu 40 ára stúdentar skólanum nokkrar myndir. Þær hafa nú fengið pláss á veggjum skólans. Hér gefur Hallgrímur Helgason tóninn í morgunsárið sem á kannski vel við daginn eftir velheppnað nýnemaball og örlítil þreyta er í nemendum. Það er kjörið tækifæri fyrir foreldra og forráðamenn að skoða myndirnar á foreldrakynningunni í kvöld sem hefst kl. 19:30

MH-peysur

Nemendafélagið hefur látið hanna nýjar peysur með myndskreytingum eftir Kristínu Trang sem er nemandi í skólanum. Fyrsti skammtur seldist upp strax en fleiri peysur eru væntanlegar á næstu vikum.

Samningur um Norðurkjallara

Stjórn nemendafélagsins skrifaði undir samning í dag þar sem þau fá afnota af Norðurkjallaranum alla önnina. Öll stjórn nemendafélagsins vottar undirskriftina og stendur saman um góðan Norðurkjallara

Kynningarfundur - Introductory evening

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn fimmtudaginn 5. september kl. 19:30. Gestum gefst tækifæri til að kynnast starfsemi MH og hitta starfsfólk. Umsjónarkennarar munu funda með foreldrum / forráðamönnum og fara yfir starfið sem er framundan í vetur. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð mun flytja tónlist undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar. Introductory evening for parents /guardians will be hosted 5th. of September at 19:30. Even though the addresses in the first part of the evening are in Icelandic it is our belief that conversations with the IB administrator and parents of other IB students are of value both to you and our staff. Parents / Guardians will have the opportunity to meet teachers, administrators, and staff and learn about MH and its services. The Hamrahlíð School Choir will sing under the direction of Hreiðar Ingi Þorsteinsson.

Nýnemaferð

Nýnemaferð MH var farin í dag. Fyrir ferðina gaf Steinn Jóhannsson rektor MH, forseta nemendafélagsins Sunnu Tryggvadóttur góð ráð og óskaði hópnum góðrar ferðar.

Fyrsti skóladagurinn

NFMH tók á móti nýnemum kl. 8:00 í dag í íþróttasal skólans. Skólinn verður svo settur kl 9:00 og kennsla hefst 9:10 skv. stundaskrá.

Velkomin í MH

Allir sem eru að hefja nám í MH í fyrsta skipti eru boðnir velkomnir á skólasetningu kl. 13:00, mánudaginn 19. ágúst. Eftir hana fara nýnemar í stofur og hitta lífsleiknikennarana sína. Eldri nemar sem eru að koma úr öðrum skólum en eru að byrja í MH núna í haust, eiga líka að mæta. All new students in MH are invited to MH at 13:00 on the 19th of August.

Töflubreytingar

Töflubreytingum í gegnum Innu hefur verið hætt. Afgreiðsla allra umsókna verður kláruð um helgina. Ef einhverjir eiga enn eftir að fá lausn á töflumálum þá geta þeir hitt námstjóra eða áfangastjóra fyrstu skóladagana.