Fréttir

Miðannarmat í Innu

Lagningardagar tókust mjög vel og þökkum við öllum sem lögðu hönd á plóg. Sérstaklega viljum við þakka lagningardagaráði fyrir alla þá vinnu sem þau lögðu í þetta - takk öll fyrir skemmtilega daga. Í dag opnaði miðannarmat í Innu sem gefið er nemendum fæddum 2006 eða seinna. Upplýsingar um miðannarmatið má lesa í pósti til aðstandenda og hér á heimasíðunni.

Lagningardagar

Í dag er fyrsti í lagningardögum. Nemendur eru mættir í hús til að taka þátt í dagskrá dagsins þar sem ýmislegt er í boði. Kórinn er með veitingasölu og fer ágóðinn af þeirri sölu í ferðasjóð kórsins. Kórinn stefnir á vorferð út á land í lok apríl og er því um að gera að styrkja þau til fararinnar.

Dagskrá lagningardaga er tilbúin

Hægt er að skoða alla dagskrá lagningardaga frá síðu lagningardaga, eða með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan. Endilega kynnið ykkur dagskrána og njótið þess að vera saman í skólanum án þess að þurfa að mæta í tíma. 

Lagningardagar 2023

Lagningardagar 2023 verða 16. og 17. febrúar. Þessa daga liggur hefðbundin kennsla niðri og nemendum stendur til boða skemmtileg og metnaðarfull dagskrá sem lagningardagaráð hefur lagt mikla vinnu í að skipuleggja. Dagskráin mun birtast á heimasíðu NFMH um leið og hún er tilbúin. Lagningardagar 2023 will be held on February 16th and February 17th. On these days instead of traditional teaching, students will be able to enjoy an entertaining and ambitious program which Lagnó has put a lot of effort into organizing. The agenda will be published on NFMH homepage, as soon as it is ready.

Seinkun vegna veðurs - Teaching will start at 10:15

Vegna slæmrar veðurspár á morgun 7. febrúar og viðvarana frá Veðurstofu Íslands höfum við ákveðið að hefja kennslu kl. 10:15. Skólinn mun opna kl. 9:00. Farið varlega í skólann og sjáumst öll hress í MH.

Hafragrauturinn

Alla morgna, nema mánudagsmorgna, er boðið upp á hafragraut í MH. Grauturinn rennur vel ofan í nemendur og starfsfólk sem einnig fær sér graut. Með grautnum er boðið upp á kanil, salt og ýmiss konar útálát eftir smekk hvers og eins.

Umsóknartímabil á fjölnámsbraut

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á fjölnámsbraut fyrir haustið 2023 og eru áhugasamir nemendur hvattir til að skoða hvað brautin hefur upp á að bjóða.

Hjúkrunarfræðingurinn

Hjúkrunarfræðingur skólans veturinn 2022-2023 er Sigríður Elísabet Árnadóttir (Sigga Beta). Nemendur geta ýmist komið við eða pantað tíma með því að senda póst á netfangið: sigridur.elisabet.arnadottir@heilsugaeslan.is. Sigga Beta er við á skólatíma á mánudögum og er staðsett við hliðina á netstjórum á fyrstu hæðinni (stofa merkt Gimlé).

Lið MH í Gettu betur komið í aðra umferð

Lið MH í Gettu betur er komið í aðra umferð eftir að hafa sigrað lið Menntaskólans á Ísafirði með 20 stigum gegn 15. Liðið skipa Auður Ísold Kjerúlf, Flóki Dagsson og Valgerður Birna Magnúsdóttir. Í annarri umferð mætir liðið Fjölbrautaskóla Suðurlands og fer viðureignin fram miðvikudaginn 18. janúar. Við óskum þeim til hamingju með sigurinn og góðs gengis í næstu viðureign.

Gleðilega vorönn 2023

Fyrsti kennsludagurinn á nýrri önn byrjar á morgun fimmtudaginn 5. janúar kl. 9:00, með skólasetningu á sal. Rektor mun taka á móti nemendum og segja nokkur orð og eftir það fara allir til kennslustofu skv. stundatöflunni sem er í Innu.