02.05.2011
Þessa dagana eru próf í dagskólanum. Próftöfluna sjá nemendur í Innu en einnig er hægt að sjá ýmsar upplýsingar
varðandi prófreglur, prófstjórn og yfirlitstöflu prófa með því að velja flipann Námið hér að ofan og smella
svo á Próf í lista til vinstri.
Við minnum nemendur og alla sem eiga erindi til okkar að ganga hljóðlega um á prófatíma svo nemendur í prófum nái að uppskera sem
mest.
29.04.2011
Föstudaginn 29. apríl kveðja dimitantar kennara og aðra starfsmenn skólans. Fyrst bjóða þau öllum í morgunmat á Matgarði kl. 7:30 og
síðan kveðja þau með athöfn á sal kl. 11:10 - 12:10.
27.04.2011
Farið verður til Þingvalla, með tilheyrandi sögu- og náttúruskoðun og heimsókn í Írafossvirkjun, í dag, 27. apríl kl.
12:10. Mætið með nesti, í góðum skóm og í skjólgóðum fötum.
15.04.2011
Föstudagurinn 15. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páska. Í dymbilviku verður skrifstofa skólans opin milli 10:00 og 14:00 á
mánudegi og þriðjudegi. Eftir páska verður skrifstofan opnuð kl. 8:30 þriðjudaginn 26. apríl. Kennsla hefst aftur að loknu
páskaleyfi miðvikudaginn 27. apríl kl. 8:10.
15.04.2011
IB nemendur stóðu fyrir styrktartónleikum og basar í Smáralind þann 9. apríl. Tónleikarnir voru skipulagðir í samstarfi við
Rauða kross Íslands og báru yfirskriftina “Sýnum Japan samstöðu”. Alls söfnuðust 150.000 krónur sem renna til fórnarlamba
hamfaranna í Japan.
30.03.2011
Sendiráð Japans, í samvinnu við Menntaskólann við Hamrahlíð og Fjölbrautaskólann við Ármúla, mun standa fyrir japanskri
ræðukeppni fyrir framhaldsskólanema. Keppnin verður haldin þann 28. apríl, 2011, milli kl.08:10-09:45 og fer fram í Miklagarði,
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Upplýsingar um keppnisform og skráningu...
29.03.2011
Árangurinn í forritunarkeppninni hefði varla getað orðið betri fyrir okkar skóla miðað við það sem var lagt af stað
með. Liðið /* Forritun */ sem var skipað þeim Ragnheiði Guðbrandsdóttur og Sigtryggi Haukssyni úr MH og Garðari Smára
Vilhjálmssyni úr FSu varð í 1. sæti Delta keppninnar. Liðið "The # ones" skipað Bjarti Thorlacius, Arnari Vilhjálmi Arnarssyni úr MH og
Sölva Má Benediktssyni úr FSu varð í 2. sæti Delta keppninnar.
28.03.2011
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður á tónleikaferðalagi um Vesturland og Strandir dagana 26. - 28. mars. Kórinn heldur tónleika
í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal laugardaginn 26. mars kl. 17. Sunnudaginn 27. mars syngur kórinn við messu kl. 14 í
Reykhólakirkju og um kvöldið kl. 20 verða almennir tónleikar í Hólmavíkurkirkju. Mánudaginn 28. mars heldur kórinn tvenna
skólatónleika, fyrir Grunnskólann á Hólmavík. og í Auðarskóla. Um kvöldið verða almennir tónleikar kórsins
í Stykkishólmskirkju kl. 20. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana.
Á efnisskrá kórsins...
26.03.2011
Hér var líf og fjör á opnu húsi fimmtudaginn 24. mars þegar skólinn fylltist af grunnskólanemendum og forráðamönnum
þeirra. Við þeim tók vaskur hópur kennara, náms- og starfsráðgjafa, nemenda, sérkennara, túlks, hjúkrunarfræðings og
stjórnenda. Kórinn sá um bragðgóðar veitingar og fallegan söng og kokkurinn um kaffið. Úr varð hin skemmtilegasta blanda góðra
gesta og heimafólks.
Kærar þakkir fyrir komuna!