Fréttir

MH-ingar í rafrænni stærðfræðikeppni

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema er árlegur viðburður og fór forkeppni hennar fram rafrænt 13. október síðastliðinn. Á neðra stigi kepptu þeir sem hófu nám við framhaldsskóla í haust, en aðrir kepptu á efra stigi. Þeim sem hafna efst í forkeppninni, 20 á neðra stigi og 25 á efra stigi, er boðið að taka þátt í úrslitakeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem fer fram í mars. Á neðra stigi kepptu 32 nemendur og af þeim voru tveir úr MH og hafnaði Helga Valborg Guðmundsdóttir í 15. sæti. Á efra stigi kepptu 76 nemendur og af þeim voru 19 úr MH. Efstir voru: Oliver Sanchez í 5. sæti, Bragi Þorvaldsson í 12.-13. sæti, Hálfdán Ingi Gunnarsson í 15. sæti, Flosi Thomas Lyons í 20. – 22. sæti, Matthildur Dís Sigurjónsdóttir og Andrés Nói Arnarsson lentu í 23.-25. sæti. Óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn. Nánar má lesa um keppnina hér.

Skólastarf á tímum hertra sóttvarnarreglna

Nýlega voru gefnar út hertar sóttvarnarreglur og í ljósi þeirra verður kennsla áfram með sama hætti og síðustu vikur, þ.e. kennt gegnum rafrænt kennsluumhverfi skólans. Núverandi reglur gilda til og með 17. nóvember og komi til breytinga á kennslufyrirkomulagi þá verða upplýsingar settar á heimasíðuna, facebook og sendar á nemendur.

MH Fyrirmyndarstofnun

Í starfsmannakönnuninni Stofnun ársins varð MH í fimmta sæti á meðal ríkisstofnana með fleiri en 50 starfsmenn og hlýtur titilinn Fyrirmyndarstofnun. Meðaltal skólans var 4,33 sem er það sama og þær stofnanir sem lentu í þriðja og fjórða sæti en úrslitum réðu aukastafirnir. Í flokknum ánægja og stolt kom MH best út allra stórra stofnana með 4,66 í einkunn og einnig í flokknum sjálfstæði í starfi þar sem einkunnin var 4,63. Til hamingju MH.

Vika 9 (19. - 23.október)

Kennsla í viku 9 (19. - 23.október) verður áfram í rafrænu umhverfi eins og í viku 7 og 8. Við minnum á haustfrí sem verður föstudaginn 23. október og mánudaginn 26. október.

Vika 8 (12. - 16. október)

Kennsla í viku 8 verður með sama hætti og í viku 7.

Valvika, miðannarmat og frí á föstudaginn

Valvika hófst í dag og eru allar upplýsingar undir hnappnum Valvika á heimasíðunni. Valinu þarf að vera lokið fyrir miðnætti 12. október. Miðannarmat birtist í dag hjá nemendum sem eru fæddir 2004 eða seinna. Það er sýnilegt undir Námið og einkunnir og hafa foreldrar/aðstandendur þeirra fengið tölvupóst með leiðbeiningar um hvernig lesa á úr því. Föstudaginn 9.október verður frí frá kennslu og vonum við að þið nýtið daginn vel í það sem hentar ykkur best. Gangi ykkur sem best við námið og vonandi fáum við að hitta ykkur öll sem fyrst aftur. kv Helga Dear students Selection week started today and all information is under the button Valvika on the website. This has to be completed before the end of Monday the 12th of October. The midterm evaluation was published this morning and is in Inna under Study and Grades. Your parents/ guardians have received some instructions about it by email. On Friday the 9th of October there will be a break from teaching and we hope you enjoy the day off. We wish you the best and hope to see you all again very soon. regards Helga

Breytt fyrirkomulag kennslu 5.-9. október / Changed teaching arrangement from 5th to 9th of October

Upplýsingar um breytt fyrirkomulag kennslu 5.-9. október eru undir COVID hnappnum á heimasíðunni. Nemendur eru hvattir til að kynna sér vel allar upplýsingar. Information about changed teaching arrangement from 5th to 9th of October can be found under the COVID button at MH homepage. Students are encouraged to read well all information.

Hertar sóttvarnarráðstafanir / Stricter measures regarding COVID-19

Sóttvarnarlæknir hefur lagt fram nýjar tillögur um hertar aðgerðir vegna aukinna fjölda COVID-19 smita. Á þessu stigi er ekki ljóst hvaða áhrif þær hafa á skólastarfið í MH og er beðið eftir nánari upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum. Nánari upplýsingar verða birtar eftir 18:00 þann 4. október. The Chief Epidemiologist has submitted new proposals for stricter measures due to the increased number of COVID-19 infections in Iceland. At this stage, it is not clear what effect they will have on school but further information from the authorities will be available October 4th. Further information will be published after 18:00 the same day.

Valvika 5. - 9. október / Course selections

Valvika þetta haustið er hafin. Þá eiga nemendur MH að velja hvaða áfanga þeir vilja taka á næstu önn. Nánari upplýsingar má finna undir hnappnum Valvika og þar sést einnig hvaða áfangar eru í boði fyrir næstu önn. Þar er listi yfir alla áfanga sem eru í boð fyrir vorönnina og hvaða undanfara þarf til að komast í þá. Einnig er kynning frá deildum skólans á flestum valáföngum næstu annar. Miðannarmat verður birt 5. október fyrir nemendur fædda 2004 og seinna. Til að nálgast það er farið í Innu undir Námið og einkunnir.

Valtími 2. október

Föstudaginn 2. október kl. 14:15 verður valtími þar sem nemendur hitta umsjónarkennarann sinn í fyrirfram auglýstum stofum og fá aðstoð við valið fyrir vorönn 2021. Við viljum hvetja alla nemendur sem ekki eru í lífsleikni og þurfa aðstoð, að mæta í valtímann og fá aðstoð við valið. Val fyrir vorönn 2021 hefst formlega mánudaginn 5. október og stendur út vikuna. Allir sem ætla að halda áfram að stunda nám í MH verða að velja sér áfanga fyrir næstu önn. Framboð áfanga vorannar 2021 mótast af því sem nemendur velja þannig að það skiptir miklu máli að hver og einn nemandi gangi frá sínu vali í valvikunni og velji rétt miðað við sína braut og sitt nám. Nýnemar ganga frá sínu vali í lífsleiknitímum. Áfangaframboð ásamt leiðbeiningum um framgang valsins verður komið á heimasíðu skólans áður en valið hefst. Valinu þarf að vera lokið fyrir miðnætti mánudaginn 12. október. ATH það er ekki skyldumæting í valtímann, hann er fyrir nemendur sem þurfa aðstoð við valið. Listi yfir stofur sem valkennarar eru í er hér.