Fréttir

Brautskráning 18. desember kl. 13:00

Brautskráning er laugardaginn 18. desember kl. 13:00. Að þessu sinni verða brautskráðir 97 nemendur af fjórum námsbrautum. Dagskráin er eftirfarandi: Ávarp rektors Kórsöngur Ræða konrektors Kórsöngur Afhending skírteina. Fjöldasöngur Gaudeamus Verðlaunaafhending Ávarp nýstúdenta Söngur nýstúdenta Kveðja rektors Fjöldasöngur: Heims um ból Vefslóðin er inn á streymi af athöfninni er https://livestream.com/accounts/5108236/events/10003587

Staðfestingardagur

Staðfestingardagur er á morgun miðvikudaginn 15. desember og munu einkunnir birtast í Innu eftir kl. 16:00 í dag, 14. desember. Upplýsingar um staðfestingardag og prófsýningu má finna hér á heimasíðunni. Áfangaframboð næstu annar má einnig finna á heimasíðunni. Allir nemendur haustannar sem ætla að stunda nám á vorönn þurfa að staðfesta valið sitt í innu fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 15. desember.

Síðasti prófdagur

Í dag var síðasti prófdagur skv. próftöflu og einungis nokkur sjúkrapróf eftir. Nemendur sem eiga eftir að koma í sjúkrapróf hafa fengið póst um það hvaða dag og klukkan hvað þeir eiga að mæta í prófin. Á miðvikudaginn er svo staðfestingardagur þar sem nemendur staðfesta val sitt fyrir komandi vorönn.

Sögulegur dagur

Veikindi á prófdegi

Ef nemendur eru veikir á prófdegi þá þarf að tilkynna það í gegnum Innu fyrir kl. 14 á prófdegi. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni Námið, próf, sjúkrapróf.

Fyrsta próf

Fyrsti prófdagur er í dag og eru það próf í þýsku og þjóðhagfræði sem ríða á vaðið. Nemendur eru hvattir til að lesa vel póst frá prófstjóra um hvar allar upplýsingar er að finna. Prófsalir opna korter fyrir próf og nemendur eiga að fara beint á þann stað sem þeirra próf er og fá sér sæti. Hringt verður þegar próf hefst og þegar prófi lýkur, en við viljum benda á að það heyrist ekki mjög hátt í skólabjöllunni þessi jólin.

Síðasti kennsludagurinn

Í dag var síðasti kennsludagur haustannar 2021 í MH. Á mánudaginn hefst prófatörn sem mun standa yfir í tvær vikur. Við vonum að öllum gangi sem best í prófunum og hér má lesa nánar um fyrirkomulagið í pósti sem prófstjóri sendi út í dag.

Klapp - strætó app

Þessa dagana er Strætó að innleiða KLAPP, nýtt greiðslukerfi Strætó. Í kjölfarið munu allar greiðsluleiðir Strætó breytast hjá nemendum. Til þess að nemendur 18 ára og eldri geti keypt kort á afslætti þurfa þeir að gefa staðfest leyfi í Innu fyrir því að veita Strætó upplýsingar um virkt nám við skólann. Í kjölfarið geta nemendur farið á Klappid.is, skráð sig á „Mínar síður“ og auðkennt sig rafrænt til að fá upp afsláttarvörurnar sem þeir eiga rétt á. Ef nemendur samþykkja ekki að veita Strætó upplýsingar um virkt nám koma ekki upp afsláttarvörur á „Mínum síðum“. Nemendur sem eru 17 ára og yngri þurfa ekki að gefa staðfest leyfi um skólavist þar sem þeir falla undir ungmenni og greiða samkvæmt því í Strætó. Hér má lesa frekari upplýsingar fyrir nemendur hvernig þeir kaupa kort í gegnum KLAPP. Þessar upplýsingar eru einnig komnar í Innu undir Aðstoð - Nemendur. Allir í strætó!

Nýjar sóttvarnarreglur

Eins og heilbrigðisráðherra gaf út í dag eru sóttvarnarreglur enn og aftur hertar. Kennsla verður áfram hefðbundin en stóra breytingin er 50 manna fjöldatakmarkanir sem gilda út kennslutímabilið. Nánar má lesa um breyttar reglur hér á heimasíðunni og vonum við að allir taki þessu vel, hugsi vel um eigin sóttvarnir og forðist hópamyndanir. Við getum þetta saman.

Samkeppni um vegglistaverk