Fréttir

Velkomin í MH

Allir sem eru að hefja nám í MH í fyrsta skipti eru boðnir velkomnir á skólasetningu kl. 13:00, mánudaginn 19. ágúst. Eftir hana fara nýnemar í stofur og hitta lífsleiknikennarana sína. Eldri nemar sem eru að koma úr öðrum skólum en eru að byrja í MH núna í haust, eiga líka að mæta. All new students in MH are invited to MH at 13:00 on the 19th of August.

Töflubreytingar

Töflubreytingum í gegnum Innu hefur verið hætt. Afgreiðsla allra umsókna verður kláruð um helgina. Ef einhverjir eiga enn eftir að fá lausn á töflumálum þá geta þeir hitt námstjóra eða áfangastjóra fyrstu skóladagana.

Töflubreytingar - Nýnemar

Nýnemar sem telja sig þurfa töflubreytingu þurfa að koma til námstjóra til að láta breyta töflunni sinni. Námstjórar eru við milli 10 og 14 í dag og morgun föstudag og eftir nýnemakynninguna á mánudaginn. Aðrir nemendur sækja um á Innu.

Stundatöflur haustannar 2019 (see English below)

Stundatöflur nemenda eru núna sýnilegar í Innu. Athugið að þið þurfið að nota rafræn skilríki eða íslykil til að komast inn á Innu. Ekki er lengur hægt að nota kennitölu og lykilorð. Til að sjá töfluna þarf að fletta fram í næstu viku. Nýir greiðslulistar eru keyrðir inn að morgni dags virka daga og opnast stundatöflur í kjölfarið. Nýnemar geta sótt um töflubreytingar hjá námstjórum eftir kynningarfundinn 19.ágúst. Aðrir nemendur sem telja sig þurfa töflubreytingu eiga að sækja um sem allra fyrst í gegnum Innu. Breyttar töflur birtast í Innu eftir því sem þær vinnast. Hægt er að biðja um töflubreytingar í gegnum Innu til og með föstudeginum 16. ágúst. Eftir það þarf að fara til námstjóra eða áfangastjóra. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 20. ágúst eftir skólasetningu sem verður á sal kl. 9:00. Námsgagnalisti/bókalisti er aðgengilegur í Innu. Timetables for Fall 2019 Students who have paid their tuition fee can check their timetable on Inna. If necessary apply for changes to your class timetable as soon as possible and before August 16th. If you are an IB student all your changes have to go through Soffía Sveinsdóttir. Teaching will start on Tuesday, August 20th after a short welcoming from the headmaster that starts at 9:00. The booklist/námsgagnalisti is accessible in Inna.

Lokun skrifstofu

Skrifstofa skólans verður lokuð í dag frá kl. 14:00 vegna jarðarfarar Sigurgeirs Jónssonar efnafræðikennara. Sigurgeir kenndi við skólann í 44 ár og lét af störfum vorið 2018. Hans verður sárt saknað.

Innskráning í Innu.

Frá og með 1. júlí verður ekki hægt skrá sig inn með lykilorði í Innu. Innskráning fer núna eingöngu fram með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Þetta er til að auka öryggi við innskráningu. From now on students can not use their kennitala to log into Inna, you have to use íslykill or your phone.

Opnunartími skrifstofu í byrjun ágúst

Dagana 7.-9. ágúst er skrifstofa skólans opin 9.00-15:00. Frá og með 12. ágúst verður hefðbundinn opnunartími, þ.e. frá 8:30-15:30.

Velkomin í MH

Við viljum bjóða nýja nemendur velkomna í skólann. Skólasetning fyrir ykkur verður mánudaginn 19. ágúst kl. 13:00 og nánari upplýsingar hafa borist ykkur með netpósti. Sjáumst í haust.

Skemmtileg heimsókn

Fulltrúar 10 ára útaskriftarárgangs frá MH komu í dag færandi hendi og gáfu skólanum peningagjöf í formi styrkjar í Beneventum sjóð skólans.

Innritun í gangi

Á föstudaginn var síðasti dagur fyrir "eldri" nemendur að sækja um skólavist í MH. Innritun er í fullum gangi og gaman að sjá hversu flottur hópur eldri nemenda sækir um. Á föstudaginn er síðasti dagur fyrir nemendur, sem eru að ljúka 10. bekk í vor, að sækja um skólavist fyrir haustið. Við bíðum spennt eftir að skoða umsóknirnar.