Fréttir

Veikindatilkynningar á prófatíma - Sickness during exams

Veikindi á prófdegi verður að tilkynna samdægurs, fyrir kl. 14:00, í gegnum Innu. Nauðsynlegt er að tilgreina áfangann í athugasemd. If you are sick on the exam day you have to report it in Inna before 14 pm of the day of the exam.

Dimission

Í dag er dimission og munu útskriftarnemendur skemmta okkur hinum á sal. Góða skemmtun.

Gleðilegt sumar

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng inn sumarið undir stjórn Hreiðars Inga. Eftir tónleikana var boðið upp á veitingar. Takk fyrir okkur.

Vorvítamín sumardaginn fyrsta í Menntaskólanum við Hamrahlíð

Sumardagurinn fyrsti - fögnum sumri. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar heldur sína árlegu vortónleika - Vorvítamín 25. apríl, kl. 14:00, í sal Menntaskólans við Hamrahlíð. Aðgangur er ókeypis og verða veitingar til sölu eftir tónleikana.

Skrifstofa skólans verður lokuð í páskafríinu - Gleðilega páska

Skrifstofa skólans verður lokuð í dymbilvikunni vegna páskaleyfis frá og með mánudeginum 15. apríl til kl. 8:30 þriðjudaginn 23. apríl. Kennsla hefst svo aftur miðvikudaginn 24. apríl. On Monday, April 15th the school office will be closed for Easter until 8:30 am on Tuesday, April 23rd. Teaching will start again on Wednesday, April 24th.

Frumkvöðlar í Smáralind

Það voru 4 hópar úr MH sem mættu á Vörumessu í Smáralind um helgina með hugmyndir sínar. Í lok vikunnar skila þau svo viðskiptaáætlun og dómnefnd fer yfir og metur. Hugmyndir þeirra voru: Hávamál; Hákarlabitar í litlum krukkum. Barnabók; Íslenskir málshættir og orðatiltæki útskýrð á skemmtilegan hátt og fallega myndskreytt. Sopi; Heilsuskot sem inniheldur söl, kollagen, engifer og bætiefni. Bolir; Með mynd eftir þau sjálf til styrktar flóttamönnum. Alveg ótrúlega metnaðarfullir krakkar með mikið hugmyndaflug.

Ræðukeppni - á japönsku

Tæplega 30 nemendur í japönsku í MH tóku þátt í ræðukeppni á Miklagarði í dag. Þau sýndu mikla hæfileika í meðferð tungumálsins þar sem ræðukeppnin fór auðvitað fram á japönsku. Það var ekki fyrir hvern sem var að skilja hvað þarna var sagt en ræðurnar hljómuðu vel og vöktu kátínu viðstaddra. ありがとう

Tómas Ingi Hrólfsson sigrar í efnafræðikeppni framhaldsskólanna

Nýlega fór fram úrslitakeppni framhaldsskólanna í efnafræði og voru MH-ingar á meðal þátttakenda. Tómas Ingi Hrólfsson sigraði og er árangur hans athyglisverður þar sem hann sigraði fyrr í vetur í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Annar MH-ingur, Jón Klausen, náði mjög góðum árangri og varð í 12. sæti. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Sérúrræði í prófum

Nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda í prófunum í vor eiga að hafa samband við náms- og starfsráðgjafana fyrir 9. apríl.

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar

Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu. Nemendur sem uppfylla skilyrði skólans fyrir próftöflubreytingum geta sent umsókn um breytingu á próftöflu á heimasíðu skólans fyrir föstudaginn 12. apríl. Einnig er hægt að senda Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra tölvupóst á netfangið profstjori@mh.is