04.04.2017
Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú
aðgengileg á Innu.Nemendur mega sækja um að hliðra próftöflu
sinni ef:
Tvö próf eru á sama tíma
Þrjú próf eru á sama degi
Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort
próf, eru á sama degi.
Ekki er leyft að breyta próftöflu vegna
ferðalaga!
Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta
sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir föstudaginn 7. apríl.
30.03.2017
Fimmtudaginn 30. mars verða um 140 nemendur og 4 kennarar í ÍSLE3CC05 á ferð um slóðir Njálu.
24.03.2017
Sextánda almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í
framhaldskólum landsins miðvikudaginn 1. mars. Alls tóku 123 nemendur þátt, úr
9 skólum. Sigurvegari 16. Almennu landskeppninnar er Sigurður Guðni Gunnarsson,
nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð, en hann hlaut 82,5 stig af 100
mögulegum. Meðalstigafjöldi keppenda var 36,5 stig. 14 efstu keppendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni
sem haldin verður við Háskóla Íslands helgina 25.-26. mars næstkomandi. Þar verða fimm fulltrúar MH þau Sigurður Guðni Gunnarsson, Alec Elías Sigurðarson, Guðrún Diljá Ketilsdóttir, Emil Agnar Sumarliðason og Guðrún Þorkelsdóttir. Vel gert öll sömul!
21.03.2017
Forinnritun 10. - bekkinga fyrir haustið 2017 er frá 6. mars til 10. aprílInnritunin fer fram á Menntagátt. Hér eru tenglar í upplýsingar um námsbrautir, inntökuskilyrði og úrvinnslu og viðmiðunarreglur MH. Með góðu skipulagi og dugnaði geta nemendur lokið náminu á 3 árum!
20.03.2017
Grunnskólanemendur eru hvattir til þess að mæta á opna húsið 23. mars en það verður frá kl. 17:00 til 18:30 hér í MH.
10.03.2017
Allir nemendur sem ætla að stunda nám í skólanum á haustönn 2017 verða að velja áfanga fyrir næstu
önn. Valið er bindandi og stendur frá 6.-10 mars. Þess vegna ættu allir að fara að huga að valinu, fara á heimasíðu skólans
undir: upplýsingar um val áfangar og leiðbeiningar
fyrir val til að glöggva sig á framgangi valsins. Einnig eru á heimasíðunni sérstakar leiðbeiningar fyrir þá sem eru að
velja í fyrsta skipti undir: Ábendingar um námsval eftir fyrstu önn. Hér er svo tengill í próftöflur næsta vetrar.
Áfangar í boði á haustönn 2017 og hér eru leiðbeiningar um innslátt á vali.
It is high time to select courses for the autmn term 2017
Starting March 6th you can enter the courses of your choice for next term. The last day to select is Friday March 10th. Áfangaframboð /available courses for the next term. Guide to course selection in IB. Nemendur
verða skráðir í hóp hjá sérstökum valkennara í P-áfanga sem
heitir VAL1001. Þessi áfangi ásamt hópnúmeri og nafni valkennara,
birtist með rauðu letri fyrir ofan stundatöfluna ykkar í Innu.
Þessi tiltekni valkennari verður ykkur innan handar við að velja ásamt
því að sjá til þess að þið ljúkið að
velja á réttum tíma. Sláið sjálf inn valið ykkar. Þegar þið hafið
slegið inn valið sendið þá
póst til valkennarans og skrifið bæði nafn og kennitölu þannig að
valkennarinn viti hverjir hafi lokið við að slá inn
valið. Auk þess verða námstjórar, náms- og starfsráðgjafar og áfangastjóri til
viðtals fyrir alla nemendur um valið.
08.03.2017
Í erindi Bóasar Valdórssonar, sálfræðings við Menntaskólann í
Hamrahlíð, á fundi samtakanna Náum áttum um einmanaleika og
sjálfskaðandi hegðun ungs fólks kom m.a. fram að nemendur í framhaldsskóla eru duglegir við að nýta sér sálfræðiþjónustu sem er í boði innan skólans. Þeir eru almennt opnir með að tjá sig um vandamálin sem þeir standa frammi fyrir og gera kröfu um að vera hamingjusamir. Hins vegar eru þeir undir miklu álagi og áreitið er mikið. Ítarlegri frásögn má lesa í þessari frétt á mbl.is.
06.03.2017
Íslandsmótið
í kata í karate fór fram í íþróttahúsi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Nýr
Íslandsmeistari var krýndur í karlaflokki á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í
kata en það er MH-ingurinn Aron Anh Ky Huynh úr ÍR. Vel gert Aron!