Fréttir

Nemendur MH taka þátt í Háskólahermi HÍ 2. og 3. febrúar

Í dag og á morgun taka 130 nemendur skólans þátt í Háskólahermi HÍ. Myndbandið hér fyrir neðan gefur smá innsýn í viðfangsefni þeirra þessa tvo daga.  Við vonum að þau hafi bæði gagn og gaman af.

Fræðslufyrirlestur á vegum foreldraráðs MH og Kvennó 1. feb. kl. 19:30 í Kvennaskólanum

Skólafundur NFMH

Skólafundur nemendafélagsins verður á sal mánudaginn 30. janúar og stendur frá 11:35 - 12:35. Kennsla fellur niður á meðan.

Loka dagur til þess að tilkynna útskrift til konrektors eða áfangastjóra

Föstudagurinn 20. janúar er loka dagur til þess að tilkynna útskrift til konrektors eða áfangastjóra.

Háskólahermir HÍ - skráning hefst kl. 10:00!

Nemendur (fæddir 1998 og 1999) munið að skrá ykkur í Háskólahermi HÍ þegar skráning hefst kl. 10:00. Fyrstir koma fyrstir fá!

Loka dagur til þess að staðfesta P-áfanga hjá kennara

Þriðjudagurinn 17. janúar er loka dagur til þess að staðfesta samþykkta P-áfanga hjá kennara.

Háskólahermir HÍ - kynning fyrir árganga 1998 og 1999 í MH

Háskóli Íslands mun standa fyrir tilraunaverkefninu Háskólahermi í annað sinn dagana 2. og 3. febrúar 2017. Háskólahermir er námskynning fyrir framhaldsskólanemendur og felur í stuttu mál í sér að framhaldsskólanemar fá tækifæri til þess að setjast á skólabekk í Háskóla Íslands og sækja fjölbreytt námskeið af hinum fimm fræðasviðum skólans. Meiri upplýsingar má finna hér.Nemendum MH sem fædd eru 1998 eða 1999 gefst tækifæri til þess að sækja um þátttöku í þetta sinn og verður kynning á sal kl. 12:25 fimmtudaginn 12. janúar.

Fyrsti kennsludagur vorannar/Teaching starts

Fyrsti kennsludagur vorannar 2017 verður fimmtudaginn 5. janúar. Upplýsingar munu koma á heimasíðu milli jóla og nýárs. Teaching will start on January 5th. Look here on the homepage for information regarding timetables later during the holidays.

Skrifstofa opnuð að loknu jólaleyfi - Office opened after the holidays

Fundur nýnema og rektors kl. 14:00/New students meet the Principal

Fundur nýnema og rektors  kl. 14:00 í stofu 11 miðvikudaginn 4. janúar.New students meet the Principal at 2 pm on january 4th in room 11.