20.10.2014
Dagana 16. til 20. október fara nemendur og stafsmenn skólans í haustfrí. Skólinn er lokaður þessa daga.
Skrifstofan verður opnuð aftur þriðjudaginn 21. október kl. 8:30.
14.10.2014
Lárus H. Bjarnason rektor skrifar:
Nú er komið að leiðarlokum öldungadeildar Menntaskólans við Hamrahlíð. Ákveðið hefur verið að leggja deildina niður um
áramótin 2014 – 2015. Ástæðurnar eru annars vegar sífellt þverrandi aðsókn og hins vegar nýleg ákvörðun
yfirvalda í tengslum við fjárlagagerð næsta árs um að leggja af fjárveitingar til þeirra sem leggja stund á nám til
stúdentsprófs og hafa náð 25 ára aldri. Með þessu er rekstrargrundvöllur kvöldnámsins í MH algerlega brostinn og skólanum er
nauðugur einn kostur að hætta þeirri starfsemi. Stjórnendum MH þykir miður gangvart núverandi nemendum deildarinnar að þurfa að tilkynna
þetta með svo knöppum fyrirvara. Ekki er útilokað að unnt verði að greiða úr málum sumra með því að bjóða
þeim setu í einstaka áföngum dagskólans á komandi vorönn.
14.10.2014
Nú eiga allir nemendur sem hyggja á áframhaldandi skólavist í dagskóla á vorönn 2015 að hafa lokið vali.
10.10.2014
Vali fyrir vorönn 2015 lýkur í dag mánudaginn 13. október. Þeir sem ekki eru búnir að velja verða að
gera það strax í dag!
13.10.2014
Nú er komið að vali áfanga fyrir vorið 2015
Valið hefst í dag þann 6. október og á að vera lokið þann 10. október. Leiðbeiningar um framgang
valsins og áfangaframboð hefur nú þegar verið sett á heimasíðu MH.
It is high time to select courses for the spring term 2015
Starting today October 6th you can enter the courses of your choice for next term. The last day to select is Wednesday October 10th. Instructionsand áfangaframboð /available
courses for the next term are now to be seen on our homepage.
02.10.2014
Aðalfundur foreldraráðsins verður fimmtudaginn 2. október í stofu 11 kl. 20-21:30. Á dagskrá eru venjuleg
aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar og kosning stjórnar. Fræðsluerindi er frá Páli Ólafssyni félagsráðgjafa og
sérfræðingi hjá Barnaverndarstofu, sem fjallar um samskipti foreldra og ungmenna.
Allir foreldrar nemenda í MH er velkomnir.
19.09.2014
Hjólum í skólann árið 2014 stóð frá 12. – 16. september. Alls tóku 19 framhaldsskólar þátt í ár, en
það er tveimur fleiri skólum en árið 2013. Þátttakendur voru alls 1.236 og hjólaðir voru 12.528 km eða 9,36 hringir í kringum
Ísland.
Menntaskólinn við Hamrahlíð vann gullverðlaun í flokki skóla með yfir 1000 nemendur og starfsmenn.
Vel gert MH-ingar!
17.09.2014
Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin 17. september kl. 16:00 í Menntaskólanum
við Hamrahlíð í eftirtöldum tungumálum:
Stöðupróf í albönsku, filipísku (tagalog), finnsku, hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, lettnesku, litháísku,
portúgölsku, pólsku, rússnesku, svahílí og víetnömsku.
Tengill í (link to) rafræna skráningu í stöðupróf - online
registration
Placement tests (for Secondary School credit) in the following languages will be held on September 17th at 4 pm.
Placement tests in Albanian, Chinese, Croatian, Dutch, Filipino (tagalog), Finnish, Japanese, Latvian, Lithuanian, Portugese, Polish, Russian, Swahili and Vietnamese .
01.09.2014
Síðastliðinn föstudag lögðu um 200 nýnemar Menntaskólans við Hamrahlíð upp í ferð
á Stokkseyri. Áður en farið var af höfuðborgarsvæðinu gróðursettu nýnemarnir birkiplöntur í landnemareit MH í
Heiðmörk.
Dagskráin á Stokkseyri var í höndum nemendastjórnar MH og var það mál manna að hún hefði skilað góðu
verki. Með í för voru einnig fjórir kennarar þau Stefán Á. Guðmundsson, Halldóra Björt Ewen, Guðmundur
Arnlaugsson og Harpa Hafsteinsdóttir.
Ferðin tókst vel og nemendur skólans voru sjálfum sér og skólanum til sóma.