Fréttir

Þjálfun í forritun

Háskólinn í Reykjavík hefur ákveðið að flauta til þjálfunarbúða á laugardaginn kemur 22. febrúar kl. 11 fyrir þá sem vilja kynnast þeim verkefnum sem farið verður í sjálfri Forritunarkeppni framhaldsskólanna. Byrjendur jafnt sem lengra komnir eru hvattir til að mæta og fá allri þjálfun við sitt hæfi. Mikilvægt er að þátttakendur komi með eigin tölvur með sér, aðgangur ókeypis. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á scs_office@ru.is. Sjá einnig á www.facebook.com/ForritunarkeppniFramhaldsskolanna.

Dagskrá á lagningardögum

Smellið hér til að sjá dagskrá á Lagningardögum!

LAGN1AF00 Lagningardagar/Open days 19., 20. og 21. febrúar

Mætingarskylda á Lagningardögum. Búinn hefur verið til nýr áfangi, LAGN1AF00, og hann settur í námsferil og töflu hjá öllum nemendum dagskóla. Áfanginn birtist sem 5 kennslustundir í stundatöflu og honum fylgja því 5 mætingarstig, eða ef svo ber undir 5 fjarvistarstig. Til þess að fá 5 mætingarstig og S þarf hver nemandi að skila danskorti með 20 punktum, eða fullu húsi stiga, og hér gildir reglan allt eða ekkert. Eins og undanfarin ár skila nemendur danskortum á skrifstofuna þar sem gengið verður frá mætingaskráningu. Nemendur hafa frest til miðvikudagsins 26. febrúar til þess að skila inn danskortinu. A new course LAGN1AF00 has been added to every student’s curriculum and timetable. This course has five lessons that only appear during the 3 days of Lagningardagar. They carry with them 5 attendance points that the students have to fulfill by attending the equivalent of 20 Lagningardagar points. This means that all students start with 20 attendance points that they have to make up for during Lagningardagar. This they do by attending some of the events and getting the Lagningardagar-card stamped. Here the rule is all or nothing. You have to finish 20 Lagningardagar points to get the 5 attendance points in Inna. Then the card is returned to the office by Wednesday February 26th.

Áhugavert viðtal við Ásdísi Þ. og Sigurkarl í Íslandi í dag

Í gærkvöldi, miðvikudaginn 11. febrúar,  var áhugavert viðtal við Ásdísi þórólfsdóttur spænskukennara og Sigurkarl Stefánsson líffræðikennara MH í Íslandi í dag. Gefin er góð innsýn í starf kennarans. Upplýsandi og skemmtilegt viðtal sérstaklega nú á þessum umbrotatímum. Hér er hægt að nálgast viðtalið.

Hugmyndasamkeppni meðal framhaldsskólanema

Snilldarlausnir Marel hófust síðastliðin föstudag og er kynningarmyndband keppninnar komið í loftið sjá hér. Hugmyndasamkeppnin gengur út á það að framhaldsskólanemar finna einföldum hlut aukið virði með nýju notagildi. Þetta árið er flaska hlutur ársins. Notagildið eiga nemendur að taka upp á myndband og senda í keppnina. Allar frekari upplýsingar má finna á http://www.snilldarlausnir.is/ eða hjá Stefan Christian Otte efnafræðikennara. Skilafrestur er mánudaginn 3.mars.    Vegleg verðlaun eru í boði.

Framkvæmdir hafnar við hjólaskýli

Loksins eru hafnar framkvæmdir hér vestan við húsið þar sem reist verður hjólaskýli fyrir 60 hjól duglegra Hamrahlíðinga. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki síðar í þessum mánuði.

Aldrei of varlega farið í hálkunni

Óformleg könnun hér á heimasíðunni gefur til kynna að margir hafi dottið í hálkunni undanfarið. Munum því að það er aldrei of varlega farið þegar veður er svona umhleypingasamt.

Stúdentsefni eru minnt á að tilkynna útskrift

Allir, í dagskóla eða öldungi, sem hyggja á útskrift í vor eru minntir á að tilkynna útskrift sem fyrst til áfangastjóra eða konrektors. Skráningu til útskriftar lýkur 27. janúar.

Fræðslufundur fyrir foreldra framhaldsskólanema 23. jan kl. 20:00

Fræðslufundur undir yfirskriftinni Fikt í framhaldsskólum verður í hátíðarsal MH kl. 20:00 fimmtudagskvöldið 23. janúar. Fundurinn er haldinn af Heimili og skóla, landssamtökum foreldra, í samstarfi við Menntaskólann við Hamrahlíð, Flensborg, SAFT og Foreldrahús. Smellið hér til þess að sjá dagskrá fundarins. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Foreldrar eru hvattir til þess að mæta.

Umsóknarfresti vegna P-áfanga lokið

Nú er umsóknarfrestur vegna P áfanga á enda og þeir sem hafa fengið P heimild verða að hafa samband við kennara sinn sem allra fyrst. Ef það er ekki gert getur heimildin fallið niður eftir 22. janúar.