15.09.2017
Næstkomandi mánudag er boðið upp á Gleðihlaup/-göngu, 5 km, vegna aukatíma í líkamsrækt 18. sept.
Mæting er við Perluna kl: 9:00 og eru þátttakendur minntir á að taka með góða skó, drykk og nasl.
Nemendur eru hvattir til að fjölmenna og byrja sérlega septemberviku af krafti með góðri hreyfingu.
12.09.2017
Dagana 18. til 22. september verður horfið frá hefðbundnu skipulagi stundatöflu og munu tvöfaldir tímar lengjast, þ.e. morguntímar teygjast til 12:00 og síðdegistímar verða frá 12:30-16:00. Nemendur þurfa að mæta í þá stofu sem skráð er í stundatöflu í tvöfalda tímanum.
Sérleg septembervika er hugsuð til að brjóta upp skólastarfið og munu margir nemendahópar vera á faraldsfæti, t.d. í vettvangsferðum eða í tilraunum sem ekki gefst tími til í hefðbundinni stundatöflu.
29.08.2017
Nemendur eru hvattir til að kynna sér vel almanak haustannar. Þar er að finna mikilvægar dagsetningar viðburða í skólastarfinu sem og upplýsingar um skráningarfresti og próftímabil.
29.08.2017
Lokafrestur til að staðfesta P-áfanga hjá kennara er föstudaginn 1. september.
15.08.2017
Nemendur og starfsfólk er boðið velkomið á haustönn 2017.
Nýnemar mæta á kynningafund á sal (Mikligarður) fimmtudaginn 17. ágúst kl. 13:00
Skólasetning er kl. 8:30 föstudaginn 18. ágúst og hefst kennsla í kjölfarið samkvæmt stundatöflu.
Beiðnir um töflubreytingar er hægt að senda inn (tafla@mh.is) til kl. 12:00 miðvikudagsinn 16. ágúst.
Lokadagur til að segja sig úr áfanga án falls er 25. ágúst og frestur til að staðfesta P-áfanga hjá kennara er 31. ágúst.
Nemendur eru hvattir til að kynna sér vel almanak haustannar sem er aðgengilegt á heimasíðu skólans.
10.08.2017
Stundatöflur haustannar 2017 (see English below)
Stundatöflur nemenda opnast föstudaginn 11. ágúst. Nýir greiðslulistar eru keyrðir inn að morgni dags virka daga og opnast stundatöflur í kjölfarið. Nýnemar geta nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar hér.
Þeir sem telja sig þurfa töflubreytingu eiga að sækja um sem allra fyrst. Breyttar töflur birtast í Innu eftir því sem þær vinnast. Fyrstir koma fyrstir fá! Ef tafla á að vera tilbúin fyrir fyrsta kennsludag þarf breytingabeiðni að berast eigi síðar en kl. 12:00 miðvikudaginn 16. ágúst. Stokkakerfi stundatöflu MH má sjá hér.
Smellið hér til þess að fá eyðublað og sendið það síðan í viðhengi á netfangið tafla@mh.is
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 18. ágúst að lokinni skólasetningu á sal kl. 8:30.
Námsgagnalisti/bókalisti er aðgengilegur í Innu.
Timetables for Fall 2017
Students who have paid their tuition fee can check their timetable on Inna August 11th. If necessary apply for changes to your class timetable as soon as possible and before noon on August 16th.
Click here to get the sheet that you need to fill out if you apply for changes to your class timetable, fill it out and send it as an attachment to tafla@mh.is
Teaching will start on Friday August 18th after a short welcoming from the headmaster. The booklist/námsgagnalisti is accessible in Inna.
25.06.2017
Skrifstofa skólans er opin frá 8:30-15:30 (lokað 12:00-12:30). Stundatöflur nemenda opnast kl. 16:00 föstudaginn 11. ágúst.
30.05.2017
Innritun 10. - bekkinga fyrir haustið 2017 er frá 4. mars til 9. júní. Með góðu skipulagi og dugnaði geta nemendur lokið náminu á 3 árum!
Innritun eldri nemenda (fæddir 2000 eða fyrr) sem ætla að skipta um skóla hefst mánudaginn 3. apríl og lýkur miðvikudaginn 31. maí.
Innritunin allra fer fram á Menntagátt. Hér eru tenglar í upplýsingar um námsbrautir, inntökuskilyrði og úrvinnslu og viðmiðunarreglur MH.
29.05.2017
Brautskráðir hafa verið 152 nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð!
Til hamingju öll sömul!
29.05.2017
Kórarnir í Hamrahlíð, Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð,
kalla á vorið með tvennum tónleikum í hátíðarsal skólans á uppstigningardegi 25 maí.
Þetta er hið árlega VORVÍTAMÍN kóranna, hátíð fyrir alla fjölskylduna með söng,
hljóðfæraleik og ýmsum skemmtiatriðum og uppákomum. Það verður líf og fjör
allan daginn, leikhorn fyrir börn, vísindastofa, hljóðfærastofa og kaffiveitingar.
Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14 og síðari kl. 16 og eru þeir með ólíkum efnisskrám.
Kórarnir hafa valið mörg lög á efnisskrá sem gestir verða hvattir til að taka undir
og fagna sumri.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.