06.03.2017
Íslandsmótið
í kata í karate fór fram í íþróttahúsi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Nýr
Íslandsmeistari var krýndur í karlaflokki á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í
kata en það er MH-ingurinn Aron Anh Ky Huynh úr ÍR. Vel gert Aron!
27.02.2017
Vel gert Birgitta Björg, Guðmundur og Gunnar.
27.02.2017
Okkur er ánægja að
tilkynna að sigurvegari í ræðukeppni English Speaking Union á Íslandi þetta
árið er Melkorka Gunborg Briansdóttir, nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Aðrir keppendur úr MH voru Jasmín Kristjánsdóttir, Marín Rós Eyjólfsdóttir,
Nökkvi Kristjánsson, and Þórhildur Elísabet Þórsdóttir. Nemendur
okkar stóðu sig mjög vel í keppninni í ár, en þrír komust í
lokaúrslit. Við óskum þeim öllum til hamingju með þennan góða árangur og
Melkorku allra heilla í alþjóðlegu kepninni sem fram fer í London í maí. Til hamingju Melkorka og vel gert Þórhildur og Marín.
We are
proud to announce that the winner of the 2017 ESU National Public Speaking Competition
is our MH student Melkorka Gunborg Briansdóttir. Congratulations
to Jasmín Kristjánsdóttir, Marín Rós Eyjólfsdóttir, Nökkvi
Kristjánsson, and Þórhildur Elísabet Þórsdóttir for their hard work
and exemplary performance. This was an excellent year for MH as three of
our students made it to the finals. We wish Melkorka the best of luck at
the International Competition which is to be held in London in May.
Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér:More detailed information about the competition here:https://www.esuiceland.com/
27.02.2017
Bara svona af því við erum á mikilli ferð þessa dagana má minna á sigur MH í Boxinu fyrir áramót en þátturinn um keppnina var sýndur í sjónvarpinu í gærkvöldi. Í sigurliði MH-inga voru þau Magdalena Guðrún Bryndísardóttir,
Jessý Jónsdóttir, Ásmundur Jóhannsson, Unnar Ingi Sæmundarson
og Ívar Dór Orrason. Auk aðal verðlaunanna fékk lið MH tvenn önnur
verðlaun. Guðný Guðmundsdóttir eðlisfræðikennari var umsjónarmaður liðsins hér í MH. Vel gert öll sömul!Vinningsliðið ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni SI og Ara Kristni Jónssyni, rektor HR. Mynd og frétt af ru.is
26.02.2017
Mikil jafnfallin fönn er á bílastæðum skólans og nú liggur fyrir að ekki
næst að ryðja stæðin í tæka tíð fyrir skóla á morgun mánudaginn 27. febrúar.Bílastæðin eru algerlega ófær nema stærstu jeppum og eru hlutaðeigandi því
beðin um að haga ferðum sínum til skólans á morgun með tilliti til þessara
aðstæðna, þ.e. að ekki er unnt að leggja bifreiðum við skólann. Þrátt fyrir
þetta er veðurspá hagstæð og stefnt að eðlilegu skólahaldi.
22.02.2017
Lagningardagar verða hér í MH 22., 23. og 24. febrúar. Þá fellur niður hefðbundin kennsla og ýmsir skemmtilegir viðburðir
verða, s.s. fyrirlestrar, námskeið og skapandi starf. Dagskrá/timetable
Facebook
Open days on February 22nd, 23rd and 24th with
lectures, workshops, music, dance, drawing, drama and more. Attendance
is mandatory during these days.
Mætingarskylda er á þessum dögum. Búinn hefur verið til nýr áfangi,
LAGN1AF00...
A new course LAGN1AF00 will be added to every students curriculum
and timetable...
13.02.2017
Menntaskólinn við Hamrahlíð var starfsvettvangur Örnólfs í
nær þrjá áratugi. Hann var ráðinn að skólanum á öðru starfsári hans, haustið
1967, og varð þar með fyrsti kennari náttúrufræða í MH og sjálfkjörinn
forystumaður skólans á því sviði. Örnólfur tók við embætti rektors sumarið 1980
og gegndi því til ársloka 1995. Í skólanum er hans minnst sem rektors, kennara,
rithöfundar og fræðaþular. Hann var nemendum og samferðafólki
eftirminnilegur sem afbragðskennari og viskubrunnur á sviði náttúrufræði og
fjölmargra annarra áhugamála. Af hálfu skólans er að leiðarlokum þakkað fyrir allt það góða sem Örnólfur fékk áorkað. Hann
auðgaði skólann og þá sem fengu að starfa við hlið hans.
07.02.2017
Vakin er athygli á fésbókarsíðu skólans en þar er að finna ýmsan fróðleik og upplýsingar.Gott getur verið að fylgjast með þessari síðu.
02.02.2017
Í dag og á morgun taka 130 nemendur skólans þátt í Háskólahermi HÍ. Myndbandið hér fyrir neðan gefur smá innsýn í viðfangsefni þeirra þessa tvo daga. Við vonum að þau hafi bæði gagn og gaman af.