18.03.2020
Kennslustundir eru öðruvísi þessa dagana í MH. Nemendur mæta við tölvuna heima hjá sér og sinna náminu þar og margir kennarar velja að mæta í kennslustofuna sína og sinna kennslunni þaðan. Námsráðgjafar eru til taks fyrir nemendur sem þurfa aðstoð við námið og sendu póst í dag á nemendur. Við reynum að halda utanum alla pósta sem fara út frá öðrum en kennurum og munu þeir sjást á heimasíðunni undir COVID-19 hnappnum. Gangi ykkur sem best og ekki hika við að hafa samband við skólann/kennara ef spurningar vakna.
16.03.2020
Nám nemenda fer fram í gengum Innu (Inna er þessa stundina að kvarta yfir álagi og erfitt er að komast inn en það mun leysast). Kennarar eru að vinna í því að setja upp skipulag fyrir kennsluna og munu setja allar upplýsingar inn á Innu. Nemendur þurfa að bíða þolinmóðir eftir því og viljum við biðja nemendur um spara það fyrst um sinn að senda tölvupósta á kennara, svo kennarar drukkni ekki í póstum. Skilaboðin til ykkar munu koma í gegnum Innu. Núna þurfa allir að fylgist vel með á Innu, mæta í tíma skv. stundaskrá og tímaskipulagi sem kennarinn hefur gefið (eða mun gefa) og umfram allt að taka lífinu með ró.
___________________________________
Students - please be patient and the teacher will contact you through Inna.
14.03.2020
Ef einhver þarf að nálgast gögn í skápnum sínum þá er hægt að koma upp í skóla, hringja í númer sem er á hurðinni og þá mun einhver koma og aðstoða.
13.03.2020
Eins og flestir vita er búið að setja á samkomubann frá og með mánudeginum 16. mars. Skólinn er því lokaður fyrir nemendum og skólahald með óhefðbundnum hætti. Námið fer fram í gegnum Innu og eiga nemendur að vera tilbúnir skv. sinni stundaskrá eins og kom fram í pósti frá rektor. Ef það eru einhverjar spurningar þá þarf bara að senda okkur tölvupóst. Gangi ykkur sem best.
12.03.2020
Okkur veitir ekki af að segja frá góðum fréttum líka. Allir nemendur / kennarar í MH sem voru í umræddum tíma föstudaginn 6. mars og voru sendir heim í sóttkví og fóru í stroku fyrir Covid-19, hafa komið út í lagi. Við vildum bara deila því með ykkur.
11.03.2020
Allir nemendum fengu bréf frá Almannavörnum og setjum við það hér inn fyrir þá sem ekki eru á póstlista. Til að lesa bréfið þarf að smella á fréttina.
11.03.2020
Árstíðabundin flensa er að ganga og kvefpestar, auk COVID19 veirunnar. Við viljum hvetja nemendur til að vera heima ef þeir eru veikir og hafa samband við heilsugæsluna sína ef þeir finna flensueinkennin sem lýst er á vef Landlæknis. Veikindatilkynningar fara fram í gegnum Innu bæði fyrir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára og fyrir nemendur sem eru orðnir 18 ára. Við hvetjum ykkur til að hugsa fyrst og fremst um heilsuna og ekki koma veik í skólann, hver svo sem veikindin eru. Við munum færa inn veikindi smá saman eftir því sem okkur tekst að komast í verkefnið og enginn þarf að hafa áhyggjur af því að veikindi þessa daga verði ekki skrá, ef þið hafið skráð þau í INNU.
11.03.2020
Þegar nemendur verða 18 ára þá lokast á aðgang aðstandenda í Innu. Þessa dagana, þegar mikið er um upplýsingar bæði í Innu og í gegnum tölvupóst, þá getur verið hjálplegt að veita foreldrum aðgang. Til að gera það fer nemandinn í Ég í Innu og þar er valið Aðstandendur og smellt á blýantinn. Myndir af þessu eru sýndar í Innu nemenda undir aðstoð/Nemendur. Þar með komast aðstandendur með sínum rafrænu skilríkjum inn í Innu og eru einnig komnir á póstlista.
11.03.2020
Það er mikilvægt að hugsa aðeins um hvernig óvissan þessa dagana í kringum COVID-19 hefur á okkar andlegu líðan og hvernig við getum brugðist við með uppbyggilegum hætti.