Fréttir

Til hamingju Hildur Hjörvar

Laugardaginn 19. febrúar fór fram á ensku ræðukeppni ungmenna á aldrinum 16-20 ára. Að keppninni stóðu ESU, The English-Speaking Union of Iceland, í samvinnu við sendiráð enskumælandi landa á Íslandi og FEKÍ, félag enskukennara á Íslandi. Keppnin var mjög jöfn en að endingu urðu dómarar sammála um að veita sameiginleg fyrstu og önnur verðlaun sem féllu í skaut Hildar Hjörvar MH og Sigríðar Maríu Egilsdóttur VÍ. Hildur og Sigríður fara til Lundúna í maí og keppa þar við jafnaldra sína víðsvegar að úr heiminum að lokinni nokkurra daga þjálfunar og menningardvöl.

Til hamingju Ásgeir Valfells

Nemendur frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og Menntaskólanum í Reykjavík báru sigur úr býtum í HR áskoruninni sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í tengslum við Háskóladaginn. Á heimasíðu HR segir m.a. um keppnina „Áskorunin í ár fólst í því að hanna og smíða gosþjón sem notar a.m.k. 20 aðgerðir (með svokölluðum dómínóáhrifum) til þess að hella gosi úr flösku á tilsettum tíma. Keppnin reynir verulega á tæknilegt innsæi, hugmyndaflug og úrræðasemi“

Opið hús fyrir grunnskólanemendur fyrirhugað 24. mars

Opið hús fyrir 10-bekkinga og aðstandendur þeirra verður í Menntaskólanum við Hamrahlíð fimmtudaginn 24. mars frá kl. 17-19. Nánari upplýsinga að vænta þegar nær dregur.  

Töflubreytingum lýkur í dag 5. jan.

Þeir sem telja sig þurfa töflubreytingu eiga að sækja um fyrir kl. 15:00. Breyttar töflur birtast í Innu. If necessary apply for changes to your timetable before 3 o´clock today.

Innritun í öldungadeildina á vorönn 2011 er hafin

Innritun í öldungadeildina/kvöldskólann fyrir vorönn 2011 er hafin. Smellið hér til að innrita ykkur.

Opnunartími um jól og áramót

Skrifstofa skólans verður opin 22., 28. og 29. desember frá 10:00 til 14:00. Á nýju ári verður skrifstofan opnuð kl. 8:30 þann 4. janúar og kennsla hefst kl. 8:45 þann 5. janúar. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár!

Brautskráning stúdenta/Graduation

Brautskráning stúdenta verður þriðjudaginn 21. desember kl. 16:00. Gera má ráð fyrir að athöfnin taki tvær klst. og að henni lokinni er sameiginleg myndataka stúdenta. The graduation ceremony will be held on Tuesday the 21st at 4 o´clock. It will last for approximately two hours and at the end of it a group picture will be taken of all the graduates.

Kertasníkir vinsælastur jólasveina!

Samkvæmt netkönnun hér á síðunni reyndist Kertasníkir vinsælastur jólasveina en fast á hæla honum fylgdi Stúfur.

Stúdentsefni - munið æfinguna í kvöld kl. 18:00.

Skyldumæting!

Búið að opna fyrir einkunnir í Innu!

Nemendur geta séð niðurstöður  prófa  í Innu og staðfest val fyrir næstu önn. Allir nemendur verða að staðfesta val fyrir kl. 12:30 þann 20. desember. Dagsskrá 20. desember: Viðtalstími valkennara vegna breytinga á vali eru kl. 9-10. Prófasýning kl. 10-11. Seinni viðtalstími LÍL101 kennara og valkennara  11:15-12:30 P-umsóknum skilað á skrifstofu fyrir kl. 12:00.