Fréttir

Upphaf annar - Beginning of school

Föstudaginn 14. ágúst kl. 15:00 stundatöflur þeirra sem greitt hafa skólagjöld aðgengilegar í Innu. Nánari upplýsingar hér á síðunni samdægurs. Friday August 14th : Students who have paid their tuition fees will be able to see their schedules on Inna. Further information will be available on this homepage.  Föstudaginn 21. ágúst kl. 15:00 allir nýnemar boðaðir í skólann á fund með rektor, stjórnendum, námsráðgjöfum og umsjónarkennurum. Friday August 21st at 3 pm: A meeting will be held for new students together with the principal, administrators, school counselors and homeroom teachers.  Mánudaginn 24. ágúst kl. 8:30 skólasetning og kennsla hefst að henni lokinni. Monday August 24th: School opening ceremony will start at 8:30. Teaching will start immediately afterwards. 

STÖÐUPRÓF HAUSTIÐ 2009

Stöðupróf á vegum menntamálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð 12. til 14. ágúst.Rafræn skráning í stöðupróf fer fram hér á heimasíðu skólans /exam/. Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200 frá og með 11. ágúst. Sýna þarf persónuskilríki með mynd í prófinu. Prófgjald, kr. 3500 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis prófdag, nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt.Í Aðalnámskrá framhaldsskóla er tekið fram að þessi próf séu ætluð þeim sem búa yfir þekkingu og reynslu sem ekki hefur verið aflað með hefðbundnum hætti í skóla. Að gefnu tilefni skal tekið fram að fyrir liggur álit menntamálaráðuneytisins um að stöðupróf skuli ekki nota sem upptektarpróf fyrir nemendur sem fallið hafa á annar- eða bekkjarprófi.

Brautskráning stúdenta

Föstudaginn 21. desember kl. 16 fór fram brautskráning stúdenta í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð.Brautskráðir voru 95 stúdentar, 65 konur og 30 karlar. Dúx að þessu sinni var Elva Dögg Brynjarsdóttir af náttúrufræðibraut með meðaleinkunn 9.6 og 163 einingar á 3½ ári.

Gleðileg Jól

Yfir hátíðirnar verður skrifstofa skólans opin sem hér segir:Fimmtudaginn 27. desember og föstudaginn 28. desember frá kl. 10 - 14.Gleðileg Jól.

Kennsla vorannar hefst

Skólasetning verður klukkan 8:30 mánudaginn 7. janúar og kennsla hefst að henni lokinni. Lesið ritið Áfangar í upphafi annar.

Útskrift

Útskrift verður föstudaginn 21. desember kl 16:00. Reikna má með að útskriftin taki u.þ.b. 2 tíma. Kvöldið áður (20. des.) er æfing stúdentsefna kl. 18:00 á sal. Mikilvægt er að öll stúdentsefni mæti. 

Staðfestingardagur

Nemendur geta séð einkunnir sínar í Innu að kvöldi 17. desember, daginn fyrir staðfestingardag Dagskrá staðfestingardags: Kl. 12:30 Afhending einkunna og staðfesting á vali í dagskóla. Listi yfir umsjónarkennara og stofur hangir á töflu við stofu 34.Kl. 14:00 – 15:00 Prófasýning dagskóla.Kl. 16:30 – 17:30 Afhending einkunna og prófasýning í öldungadeild. Allir nemendur dagskóla sem ætla að stunda nám á vorönn eiga að mæta á staðfestingardegi til þess að fá einkunnablað, skoða próf og staðfesta val sitt. Upplýsingar um staðfestingardag (tímasetningar og fleira) eru í ritinuÁfangar á staðfestingardegi .

Dimissjon

Í morgun buðu stúdentsefni starfsfólki skólans í glæsilegan morgunverð á Matgarði. Þau kvöddu síðan skólann með skemmtun á sal um hádegisbilið og leggja nú í próflestur.Nokkrar myndir frá dimissjónskemmtun má sjá í myndasafni ef smellt er á mynd augnabliksins hér til hægri.

Frá Prófstjóra

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingarPróftafla haustannar 2007 er aðgengileg á heimasíðu skólans undir Námið – Próf – Próftafla. Umsóknir nemenda um breytingar á próftöflu þeirra þurfa að berast Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (gud@mh.is) fyrir 16. nóvember.

Innritun í dagskóla

Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2008 fer fram dagana 1. nóvember til 25. nóvember.Allar umsóknir um nám í dagskóla eru rafrænar. Sótt er um á netinu á skólavef menntamálaráðuneytisins, menntagatt.is.