Fréttir

Opið hús fyrir grunnskólanema 18. mars kl. 17:30 - 20:00

Fimmtudaginn 18. mars verður opið hús í MH  frá kl. 17:30-20:00 fyrir grunnskólanema og foreldra þeirra. Upplýsingar um umsókn um skólavist, inntökuskilyrði námsbrauta og viðmiðunarreglur MH við inntöku nýnema má finna í valstikunni hér efst til vinstri. Meira um opna húsið...

Nemendur skora kennara á hólm

Lagningardagar verða í næstu viku og nemendur hafa skorað kennara á hólm í nokkrum örkeppnum í þessari viku, svona til þess að hita liðið upp.Fyrsta keppnin var í dag þegar hagyrðingar meðal kennara og nemenda tókust á í spennandi keppni sem sjá má brot úr hér.Á þriðjudegi verður keppt í tvíliðaleik í badminton kl. 15:30, fótbolta á miðvikudegi kl. 15:30, körfubolta á fimmtudegi kl. 15:30 og skák á föstudegi kl. 12:10.

Miðannarmat/Midterm evaluation

Í vikunni 15. til 19. febrúar meta kennarar ástundun nýnema (þeirra sem eru fæddir 1993 eða síðar) og leggja mat á hvernig nemandinn hefur unnið í hverjum áfanga hingað til. Nemandinn og forráðamenn hans/hennar geta skoðað niðurstöður miðannarmatsins í Innu.At this time, well before the exams, Menntaskólinn við Hamrahlíð attempts to evaluate how well our youngest students (born in 1993 or later) are working. The results of the evaluation will be accessible in Inna.  

Lagningardagar 17. til 19. febrúar

Lagningardagar verða hér í MH 17. – 19. febrúar. Þá fellur niður hefðbundin kennsla og ýmsir skemmtilegir viðburðir verða, s.s. fyrirlestrar, námskeið og skapandi starf. Nemendur þurfa að mæta í skólann þessa daga samkvæmt eftirfarandi fyrirkomulagi:Attendance during Lagningardagar (17th, 18th and 19th of February): 

Föstudaginn 29. janúar fellur kennsla niður frá 12:40 vegna kennarafunda

Föstudaginn 29. janúar verða sameiginlegir vinnufundir kennara í MH, BHS, FB og MK frá kl. 13:00 - 15:30. Kennsla fellur því niður frá kl. 12:40 þennan dag.No classes Friday afternoon (from 12:40) because of teachers´ meeting.  

Töflubreytingar - frestur til kl. 14:00 í dag 6. janúar

Nemendur athugið að töflusmiðir taka einungis við beiðnum um töflubreytingar til kl. 14:00 í dag miðvikudaginn 6. janúar.  

Stundatöflur dagskóla aðgengilegar í Innu / Timetable for regular students is available through Inna

Nú geta þeir nemendur sem greitt höfðu skólagjöldin fyrir kl. 13:00 4. janúar skoðað stundatöflu sína í Innu. Students can now check their timetable on Inna. Nýnemar geta nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar hér.New students can get information here leiðbeiningar hér.Þeir sem telja sig þurfa töflubreytingu eiga að sækja um sem allra fyrst. Breyttar töflur birtast í Innu jafnóðum. If necessary apply for changes to your timetable as soon as possible. Smellið hér til að fá eyðublað sendið það síðan í viðhengi á netfangið tafla@mh.isClick on the line above, fill it out and send it as an attachment to tafla@mh.is   Bókalisti er nú aðgengilegur í Innu.  Required books are listed under Bókalisti in Inna.

Skrifstofa MH um jól og áramót

Skrifstofa skólans verður opin mánudaginn 21., þriðjudaginn 29. og miðvikudaginn 30. desember frá 10:00 til 14:00. Mánudaginn 4. janúar verður skrifstofan opnuð á hefðbundnum tíma kl. 8:30. Kennsla hefst í dagskóla þriðjudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár! 

Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta hefst kl. 14:00 og lýkur um kl. 16:00. Athöfnin fer fram á Miklagarði hátíðarsal skólans.Til hamingju með daginn stúdentar! 

Próf haustannar / Fall Exam Schedule

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar Próftafla hvers og eins nemanda er nú aðgengileg í Innu. Tengill á próftöflu birtist í vallista vinstra megin þegar komið er inn í Innu. Einnig er tengill efst til vinstri þegar farið er inn í stundatöflu.  Próftafla haustannar 2009 er einnig aðgengileg á heimasíðu skólans undir Námið – Próf – Próftafla. Umsóknir nemenda um breytingar á próftöflu þeirra þurfa að berast Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (gud@mh.is) fyrir föstudaginn 6. nóvember.