23.05.2016
Hér eru nánari leiðbeiningar fyrir staðfestingu vals, listi yfir áfanga í boði á haustönn og listi yfir áfanga sem falla niður.
Dagskrá staðfestingardags mánudagsins 23. maí:
Viðtalstímar valkennara dagskóla verða frá 9:00 - 11:00
Prófasýning verður frá 11:15 - 12:15. Nemendur eru hvattir til þess að nýta
sér þetta tækifæri til þess að skoða prófin.
Staðfestingu og nauðsynlegri lagfæringu á vali dagskólanema þarf að
vera lokið kl. 14:00 og skila þarf inn P-umsóknum fyrir kl. 11:30. Athugið að ekki verður hægt að sækja um P-áfanga í haust.
Timetable on course selection day Monday May 23rd:
Teachers assisting with course selection will be available from 9:00 - 11:00.
Viewing of test papers is possible from 11:15 - 12:15. Students are encouraged to use this opportunity to view the test papers.
Confirmation or adjustment of the course selection for spring term has to be finished by 2 o´clock.
05.05.2016
Próf hefjast mánudaginn 2. maí og standa til þriðjudagsins 17. maí. Veikindi á prófdegi verður að tilkynna
skrifstofu skólans (S: 5955200) fyrir kl. 14:00 samdægurs. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í
sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn.
Skrifstofa er opin alla virka daga kl. 8:30 - 15:30. Bókasafnið er opið alla virka daga frá kl. 8:00 - 18:00 og laugardaginn 7. maí frá kl. 10:00 - 15:00.
Prófstjóri er með viðtalstíma alla prófdaga kl. 10 - 11 í st. 38. Gangi ykkur vel
í prófunum!
Final exams start on May 2nd and end on May 17th. Students that fall sick during the finals phone the office (Tf. 5955200) before 2 pm on the exam
day at which time they will receive information regarding makeup exams. Students
need to hand in a doctors note at the start of makeup exams.
The School office is open from 8:30 am - 3:30 pm Monday Friday. The
Library is open Monday Friday from 8 am - 6 pm and on Saturday May 7th from 10 am - 2 pm.
The administrator in charge of exams can be found in room 38 from 10 11 on the mornings of test days. Good luck with your exams!
03.05.2016
Hljómsveitin
Náttsól, skipuð MH-ingum, vann Vodafone FreeZone highschool music contestfyrir stuttu síðan. Keppnin í Istanbúl var tvíþætt. Annars vegar kepptu 25
Tyrkneskar sveitir (fulltrúar ólíkra svæða á Tyrklandi) sín á milli og fengu
ýmis verðlaun og viðurkenningar s.s. skólastyrki og hljóðfærakaupastyrki.
Hinsvegar var alþjóðleg keppni og í henni fengu þrjú lönd viðurkenningar. Malta
og Gana fengu viðurkenningar fyrir sviðsframkomu en Náttsól frá Íslandi (MH) fékk aðal viðurkenninguna sem var "Best
Performance Award". Náttsól vann einnig Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir
stuttu síðan. Til hamingju!
29.04.2016
Útskriftarefni kveðja skólann með skemmtun á sal frá 11:35 til 12:35.
22.04.2016
Nemendur athugið. Próftafla ykkar
er nú aðgengileg á Innu.Nemendur mega sækja um að hliðra
próftöflu sinni ef:
Tvö
próf eru á sama tíma
Þrjú
próf eru á sama degi
Ef
tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi.
Ekki er leyft að breyta próftöflu
vegna ferðalaga!
Nemendur
sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir þriðjudaginn
12. apríl.
Spænskupróf - Nemendur í
spænsku 1AA, 1BB og 1CC athugið. Af óviðráðanlegum orsökum
verður lokaprófið í spænsku haldið 11. maí kl. 11. Þeim
nemendum sem vilja frekar taka prófið á áður auglýstum degi, 17. maí kl. 11,
býðst að gera það. Vinsamlegast látið spænskukennara vita ef þið kjósið þann
möguleika.
19.04.2016
Kórarnir
í Hamrahlíð, Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, kalla á vorið með tvennum tónleikum í hátíðarsal skólans á sumardaginn fyrsta.Þetta er hið árlega VORVÍTAMÍN kóranna, hátíð fyrir alla fjölskylduna með söng,hljóðfæraleik og ýmsum skemmtiatriðum og uppákomum. Það verður líf og fjörallan daginn, leikhorn fyrir börn, vísindastofa, hljóðfærastofa og
kaffiveitingar. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14 og síðari kl. 16 og eru þeir með ólíkum
efnisskrám.Kórarnir hafa valið mörg lög á efnisskrá sem gestir verða hvattir til að taka
undirog fagna sumarkomu. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Kór MH er
nýkominn úr tónleikaferð um Norður- og Norðausturland en þar hélt hann 5 tónleika m. a. í tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit,
Þórshafnarkirkju, Félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði auk skólatónleika fyrir alla nemendur í Langanesbyggð og á Vopnafirði. Þá hafa Hamrahlíðarkórarnir nýlega lokið við upptöku með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónverki Daníels Bjarnasonar "The Isle is Full of Noises".
07.04.2016
Föstudagskvöldið
8. apríl heldur kórinn tónleika í tónlistarhúsinu Laugarborg í
Eyjafjarðarsveit kl. 20:30.
Laugardagskvöldið
9. apríl heldur kórinn tónleika í Þórshafnarkirkju kl. 20:30.
Sunnudaginn
10. apríl syngur kórinn við messu í Skeggjastaðakirkju í Bakkafirði kl. 13 og heldur tónleika í Félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði kl. 17.
Mánudaginn 11.
apríl heldur kórinn tvenna skólatónleika, þá fyrri fyrir nemendur í
Vopnafjarðarskóla kl.9:30og síðan fyrir Grunnskólana á Þórshöfn og
Bakkafirði kl. 13.
Aðgangur
er ókeypis á alla tónleikana.
Á
efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni eru íslensk
og erlend tónverk m. a. eftir J. S. Bach, Carl Orff, Ariel Ramirez, Emil
Thoroddsen, Jón Þórarinsson, Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel
Sigurbjörnsson og Huga Guðmundsson auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Efnisskráin
er svo fjölbreytt að kórinn flytur ólík verk eftir því hvort um er að ræða
t. d. kirkjutónleika eða skólatónleika. Margir hljóðfæraleikarar eru meðal
kórfélaga.
Á
þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð skipaður 85 nemendum á
aldrinum 16 - 20 ára. Stjórnandi
kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Fararstjórar í ferðinni eru rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð, Lárus H.
Bjarnason og Orri Páll Jóhannsson fulltrúi Reykjavíkurborgar í skólanefnd MH.
Þetta
er í fyrsta sinn sem Kór MH heimsækir Langanesbyggð og Vopnafjörð.
04.04.2016
Anna G. Steinsen, tómstunda-og félagsmálafræðingur,
heilsumarkþjálfi og jógakennari, fjallar um álag, streitu og kvíða framhaldsskólanema
og hvernig hægt er að sporna gegn því að þessi líðan verði viðvarandi. Unglingarnir
okkar þurfa að takast á við mikinn hraða og áreiti. Það dynja á þeim allskyns
skilaboð úr öllum áttum um hvernig þeir eiga að vera, hvað þeir eiga að gera og
hvernig þeir eiga að haga sér. Kvíði og streita er ekki eitthvað sem við viljum
að unga fólkið okkar fari með út í lífið og því spurning hvað við getum gert
sem foreldrar. Við hvetjum alla foreldra til að koma og hlusta á áhugaverðan
fyrirlestur miðvikudaginn 6. apríl kl. 20:00 í st. 11 í MH. Foreldraráð MH
30.03.2016
Kennsla samkvæmt stundaskrá hefst aftur miðvikudaginn 30. mars.
17.03.2016
Mánudaginn í dymbilviku, 21. mars, verður skrifstofa skólans
opin frá
kl.10:00 til kl. 14:00. Eftir páska verður skrifstofan opin frá og með
þriðjudeginum 29. mars á auglýstum skrifstofutíma. Kennsla hefst svo
miðvikudaginn 30. mars. The office will be open between 10 am and 2 pm on Monday the 21st. After that it will be closed for Easter holiday until 9:30 on Tuesday the 29th. Teaching will start again on Wednesday March 30th.
Gleðilega páska!