14.03.2016
Mánudaginn 14. mars kl. 19:00 mun Nemendafélag Menntaskólans
við Hamrahlíð bjóða nemendum í skólanum upp á fræðslu um streitu og kvíða.
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðastöð og fyrrum
nemandi við MH mun koma og fjalla um kvíða, einkenni hans og hagnýtar og góðar
leiðir til að takast á við kvíða. Kvíði hefur aukist meðal framhaldsskólanema
og er kvíði oft nefndur sem ástæða brotthvarfs úr framhaldsskóla. Það er því
mikilvægt að opna umræðuna um kvíða og hvetjum við nemendur til að mæta og
fræðast um kvíða og leiðir til að takast á við hann. Í Norðurkjallara kl. 19 14. mars. Hlökkum til að sjá ykkur!
04.03.2016
Allir nemendur sem ætla að stunda nám í skólanum á haustönn 2016 verða að velja áfanga fyrir næstu
önn. Valið er bindandi og stendur frá 29. febrúar- 6. mars. Þess vegna ættu allir að fara að huga að valinu, fara á heimasíðu skólans
undir: upplýsingar um val áfangar og skoða áfanga í boði, Leiðbeiningar
fyrir val til að glöggva sig á framgangi valsins. Prófdagar haustannar. Einnig eru á heimasíðunni sérstakar leiðbeiningar fyrir þá sem eru að
velja í fyrsta skipti undir:Ábendingar um námsval eftir fyrstu önn. Leiðbeiningar um innslátt á vali eru í handbók forráðamanna á
heimasíðu MH.
It is high time to select courses for the autumn term 2016
Starting February 29th you can enter the courses of your choice for next term. The last day to select is Friday March 6th. Áfangaframboð /available courses for the next term are now to be seen on
our homepage. Guide to course selection in IB. Nemendur
verða skráðir í hóp hjá sérstökum valkennara í áfanga sem
heitir VAL1001. Þessi áfangi ásamt hópnúmeri og nafni valkennara,
birtist með rauðu letri fyrir ofan stundatöfluna ykkar í Innu.
Þessi tiltekni valkennari verður ykkur innan handar við að velja ásamt
því að sjá til þess að þið ljúkið að
velja á réttum tíma. Sláið sjálf inn valið ykkar. Þegar þið hafið
slegið inn valið sendið þá
póst til valkennarans og skrifið bæði nafn og kennitölu þannig að
valkennarinn viti hverjir hafi lokið við að slá inn
valið. Auk þess verða námstjórar og áfangastjóri til
viðtals fyrir alla nemendur um valið.
02.03.2016
Hamrahlíðarkórarnir syngja verk eftir Arvo Pärt með Sinfóníuhljómsveit Íslands fimmtudaginn 3. mars. Eistneska tónskáldið Arvo Pärt hefur heillað heimsbyggðina með einstökum
og undirfögrum tónsmíðum. Á tónleikunum heyrast tvö verka hans Cantus
in memoriam Benjamin Britten og Te Deum sem tónskáldið segist hafa á
varnfærnislegan hátt dregið út úr þögninni og tóminu.
22.02.2016
Við fögnum því nú á afmælisári skólans að fá að flagga
fyrsta Grænfánanum og efnum af því tilefni til umhverfisviku dagana 22.-26.
febrúar 2016. February 22nd to 26th is devoted to environmental issues in celebration of the school being awarded the Green Flag.Dagskráin er fjölbreytt og hefst á því að Landvernd afhendir
Grænfánann og kórinn syngur á mánudaginn. The school will fly the Green Flag today during lunch recess. Come and celebrate with fellow students and staff, just follow the crowd!Grænfáninn er dreginn að húni undir söng kórs Menntaskólans við Hamrahlíð.Þriðjudagur verður helgaður gróðri
með afleggjara-skiptimarkaði og sáningu kryddjurta í potta unna úr dagblöðum. On Tuesday you can plant Basil seeds and exchange young plants and seedlings.Á
miðvikudag mætast kennarar og nemendur í rusl-flokkunarkeppni og sýnd verður
heimildarmynd um umhverfismál í Norðurkjallara í lok skóladagsins. On Wednesday you can watch a recycling competition. After school you can watch a film about environmental issues in Norðurkjallari.Efnt verður
til fata/bóka/hluta-skiptimarkaðar á Matgarði á fimmtudaginn. On Thursday you can swap till you drop in Matgarður. Bring your stuff and get someone elses stuff to take home. Á föstudag
verða afhent verðlaun í samkeppni nemenda um besta veggspjaldið tengt
umhverfismálum. On Friday prizes will be handed out for the best environmental poster.
19.01.2016
Allir nemendur sem hyggja á útskrift í vor eiga að koma í viðtal til áfangastjóra eða konrektors í síðasta lagi 19. janúar. Betra er þó að koma fyrr en seinna.
06.01.2016
Nú er kennsla hafin, töflubreytingum lokið og grautur með mjólk í boði á morgnana. Nemendur eru hvattir til þess að stunda námið af kappi þetta vor á hlaupári.
29.12.2015
Nú geta þeir nemendur sem greitt hafa skólagjöldin skoðað stundatöflu sína í Innu. Einungis greiðslur sem berast fyrir kl. 21:00 í kvöld 30. desember verða keyrðar inn í kerfið fyrir áramót. Students who
have paid their tuition fee can now check their timetable on Inna. Nýnemar geta nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar hér.
Þeir sem telja sig þurfa töflubreytingu eiga að sækja um sem allra fyrst. Breyttar töflur birtast í Innu um
helgina eða eftir því sem þær vinnast. Fyrstir koma fyrstir fá! Ef tafla á að vera tilbúin fyrir
fyrsta kennsludag þarf breytingabeiðni að berast eigi síðar en kl. 18:00
laugardaginn 2. janúar. If necessary apply for changes to your
timetable as soon as possible
and before 6 PM on January 2nd.
Smellið hér til þess að fá eyðublað og sendið það síðan í viðhengi
á netfangið tafla@mh.isClick on the line above, fill it out and send it as an attachment to tafla@mh.is
Áfangaframboð vor 2016.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar. Teaching will start on Thuesday January 5th.
Námsgagnalisti/bókalisti er aðgengilegur í Innu. The booklist/námsgagnalisti is accesible in Inna.
20.12.2015
Skrifstofa skólans verður opin frá 10:00 til 14:00 eftirtalda daga um hátíðirnar:
mánudaginn 21. desember
þriðjudaginn 29. desember
Mánudaginn 4. janúar verður skrifstofan opnuð á hefðbundnum tíma kl. 8:30.
Hafið það gott um hátíðarnar!
The office will be open from 10 am to 2 pm on the following days during the holidays:
Monday December 21st
Thuesday December 29th
On Monday January 4th the office will be open as usual from 8:30.Happy Holidays!
19.12.2015
Útskrift fer fram á Miklagarði hátíðarsal skólans. Athöfnin hefst kl. 14:00 og lýkur upp úr 16:00. Að athöfn lokinni er
sameiginleg myndataka útskrifaðra nemenda og rektors.
Graduation takes place in Mikligarður the school auditorium. The
ceremony starts at 2 pm and last until around 4 pm. Afterwards there
will be a group photograph taken of all the graduates
and the school rektor.