Fréttir

Dagskrá 50 ára afmælisdagsins 24. september

Kl. 14:00 - 16:00 - Opið hús! Finndu borðið þitt, skoðaðu leynistaðina og hittu alla hina sem líka voru í MH. Leiðsögn um skólann, sögusýningar, kíkt í kennslustund og óvæntar uppákomur þegar minnst varir.   Kl. 16:00 - 17:00 - Hátíðadagskrá á Miklagarði.  Ávarp rektors Lárusar H. Bjarnasonar. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur. Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt rekur byggingasögu skólans í máli og myndum Wincie Jóhannsdóttir kennari og leiðsögumaður segir frá MH. Skólinn minn - Eiríkur Tómasson fulltrúi fyrsta árgangs skólans og Katrín Helga Ólafsdóttir nýstúdent ræða saman um skólann sinn. Sagt verður frá undirbúningi að stofnun nemendasambands Menntaskólans við Hamrahlíð. Selma Guðmundsdóttir píanóleikari leikur á flygilinn sem hún vígði á fyrsta starfsári skólans. Gjöf frá fyrsta árgangi MH og fyrrverandi- og núverandi starfsmönnum skólans afhjúpuð á Miðgarði. Kl. 17:00 - 18:00 - Kaffi og kökur á Miðgarði.  kl. 20:00 - 22:00 - Tónleikar á Miklagarði þar sem núverandi og fyrrverandi nemendur MH stilla saman strengi og desibel. Fram koma Ragnheiður Gröndal, Pjetur og Úlfarnir, Svavar Knútur, Unnur Sara Eldjárn, Karl Olgeirsson, asdfgh, Snorri Helgason, Högni Egilsson, Páll Óskar og MH-húsbandið.

Sérleg september-/afmælisvika – kennsla, fyrirlestrar og mætingar

Í vikunni 19. - 23. september brjótum við upp hefðbundið skólastarf. Nemendur og kennarar mæta einu sinni í hvern áfanga þessa viku og þá í lengdan langan tíma. Í tilefni 50 ára afmælis skólans verður þetta kerfi aðeins brotið upp og í samráði við kennara gefst nemendum möguleiki á því að mæta á fyrirlestra í boði fyrrum nemenda skólans. Nemendur staðfesta þátttöku í fyrirlestri/viðburði með því að skila miðum í hólf kennara.  Fyrirlestradagskrá - Aftur til framtíðar má nálgast hér og stofur sjást hér á skólaskjá. Hver hópur í áfanga er því annað hvort í: einum löngum tíma 2 ½ klst. (byrjar 8:30 eða 13:30) og einum fyrirlestri/viðburði eða einum löngum tíma í 3 ½ klst. (byrjar 8:30 eða 12:30). Tími MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS 8:30 til 11:00   Kennari og stofa skv. tíma kl. 8:10 Kennari og stofa skv. tíma kl. 8:10 Kennari og stofa skv. tíma kl. 8:10 Kennari og stofa skv. tíma kl. 8:10 11:15   Fyrirlestrar  Fyrirlestrar  Fyrirlestrar  Fyrirlestrar  12:00 Fyrirlestrar  Fyrirlestrar  Fyrirlestrar  Fyrirlestrar  Fyrirlestrar  12:45 Fyrirlestrar  Fyrirlestrar  Fyrirlestrar  Fyrirlestrar  Fyrirlestrar  13:30 til 16:00 Kennari og stofa skv. tíma kl. 14:15 Kennari og stofa skv. tíma kl.14:15 Kennari og stofa skv. tíma kl. 14:15 Kennari og stofa skv. tíma kl. 14:15         KL. 20:00 Leiktu þér enn eða hvað? KL. 20:30 Hamraskáldin  

Aftur til framtíðar - dagskrá hádegisfyrirlestra í boði fyrrum nemenda.

19. - 23. september. Fyrirlestraröð þar sem fyrrverandi nemendur  MH sem hafa getið sér gott orð á ýmsum sviðum þjóðlífsins snúa aftur í skólann og deila þekkingu sinni með núverandi nemendum skólans og öllum sem heyra vilja. Aðgangur ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Smellið hér til þess að sjá yfirlit yfir alla dagana

50 ára afmælishátíð - 50 year anniversary 19. - 25. september

Haldið verður upp á 50 ára afmæli skólans frá mánudeginum 19. september til sunnudags 25. september. Ýmislegt verður sér til gamans gert og er aðgangur að öllum viðburðum öllum opinn. Nánari upplýsingar verða birtar á næstunni hér á heimasíðunni en gamlir og nýir MH-ingar eru auk þess hvattir til þess að láta sér líka við fésbókarsíðu afmælisins.English version Dagskrá: Mánudagur 19.sept - föstudags 23. sept Aftur til framtíðar - dagskrá hádegisfyrirlestra í boði fyrrum nemenda. Gamlir MH-ingar eru hvattir til að taka að minnsta kosti eitt hádegi frá í vikunni til að hlusta á fróðleg erindi í boði eldri MH-inga og prófa að verða nemendur á ný. Dagskrá væntanleg. Miðvikudagur 21.sept kl. 20:00 Leiktu þér meira! Rifjuð upp leiklistarsaga MH og keppt í spuna og stuði. Manst þú eftir Gísl eða Rocky Horror með Palla? Fimmtudagur 22. sept kl. 20:30 Hamraskáldin góðu. Rithöfundar úr hópi fyrrum nemenda skólans lesa úr verkum sínum í Norðurkjallara. Meðal þeirra sem lesa Bragi Ólafsson, Gerður Kristný, Hallgrímur Helgason, Bryndís Björgvinsdóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir. Föstudagur 23. sept kl 11:45 Hádegistónleikar. þar sem Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari, Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona, Berglind María Tómasdóttir þverflautuleikari, Guðrún Dalía píanóleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari snúa aftur að gamla góða flyglinum og gleðja hlustir á Miklagarði. Laugardagur 24. september - afmælisdagurinn sjálfur: kl. 14:00 - 16:00 - Opið hús! Finndu borðið þitt, skoðaðu leynistaðina og hittu alla hina sem líka voru í MH. Leiðsögn um skólann, sögusýningar, kíkt í kennslustund og óvæntar uppákomur þegar minnst varir. kl. 16:00 - 17:00 - Hátíðadagskrá á Miklagarði. kl. 17:00 - 18:00 - Kaffi og kökur á Miðgarði.  kl. 20:00 - 22:00 - Tónleikar á Miklagarði þar sem núverandi og fyrrverandi nemendur MH stilla saman strengi og desibel. Fram koma Húsbandið, Ragnheiður Gröndal, Pjetur og Úlfarnir, Svavar Knútur, Unnur Sara, Karl Olgeirsson, asdfgh, Snorri Helgason, Högni Egilsson og Páll Óskar. Sunnudagur 25. september kl 13 Skákmót í minningu Guðmundar Arnlaugssonar, fyrsta rektors skólans, haldið í samvinnu við Skáksamband Íslands. Tefldar verða 13 umferðir með umhugsunartímanum 3+2 og er mótið öllum opið. Skráning fer fram á www.skak.is. Allir velkomnir!

Menntaskólinn við Hamrahlíð 50 ára

Kæru MH-ingar fyrr og nú, nær og fjær! Gleði gleði gleði mun tengja lönd við strönd! Skólinn okkar ástsæli verður fimmtugur laugardaginn 24. september. Afmælishátíðahöld hefjast eftir réttan mánuð og verður fréttum af undirbúningi og dagskrárliðum deilt á þessari síðu þegar nær dregurl! Því væri gott ef allir myndu bjóða öllum MH ingum í sínum vinahópi að láta sér líka við þessa fésbókarsíðu og endilega deila henni inn í lokaða árgangahópa. Og fylgist spennt með... Afmælisnefndin

Stundatöflur haustannar - Timetables for autumn term

Nú geta þeir nemendur sem greitt hafa skólagjöldin skoðað stundatöflu sína í Innu. Nýir greiðslulistar eru keyrðir inn að morgni dags virka daga. Students who have paid their tuition fee can now check their timetable on Inna. Nýnemar geta nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar hér.  Information for new students how to access INNA can be found here. Þeir sem telja sig þurfa töflubreytingu eiga að sækja um sem allra fyrst. Breyttar töflur birtast í Innu um helgina eða eftir því sem þær vinnast. Fyrstir koma fyrstir fá! Ef tafla á að vera tilbúin fyrir fyrsta kennsludag þarf breytingabeiðni að berast eigi síðar en kl. 12:00 þriðjudaginn 16. ágúst. If necessary apply for changes to your timetable as soon as possible and before 2 PM on August 16th. Smellið hér til þess að fá eyðublað og sendið það síðan í viðhengi á netfangið tafla@mh.isClick on the line above, fill it out and send it as an attachment to tafla@mh.is Áfangaframboð haust 2016. Skólasetning fimmtudaginn 18. ágúst kl. 8:30 og að henni lokinni hefst kennsla.  Teaching will start on Thursday August 18th after a brief comencement ceremony in the school auditorium. Námsgagnalisti/bókalisti er aðgengilegur í Innu. The booklist/námsgagnalisti is accesible in Inna.

Símkerfi í ólagi

Því miður er símkerfi skólans í ólagi þessa stundina og því ráðleggjum við fólki að senda okkur póst með erindum sínum á mh@mh.is.

Stöðupróf í ágúst 2016/Placement tests in August 2016

Rafræn skráning/online registration í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans http://www.mh.is/skolinn/exam/.Stöðupróf á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð kl. 16:00 á eftirtöldum dögum: Danska/Danish (6 einingar/10 fein*), fös. 12. 8. Enska/English (9 einingar/15 fein*),  mán.  15. 8. Franska/French (12 einingar/20 fein*)  fim.  11. 8.  Ítalska/Italian (12 einingar/20 fein*),   fim.  11. 8. Norsk/Norwegian (6 einingar/10 fein*),   fös.  12. 8. Spænska/Spanish (12 einingar/20 fein*),   fös.  12. 8. Stærðfræði/Mathematics (stæ103/5 fein, stæ203/5 fein, stæ263/5 fein)  fim.  11. 8.  Sænska(Swedish (6 einingar/10 fein*),   fös.  12. 8. Þýska/German (12 einingar/20 fein*),   fim.  11. 8. *hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á framhaldsskólastigi.Öll prófin hefjast kl. 16:00. Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans s:595-5200 . Sýna þarf persónuskilríki með mynd í prófinu.Prófgjald, kr. 8000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis á prófdegi. Nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt. (Ensk útgáfa sem hér fer á eftir er erfið aflestrar fyrir talgervil).Placement tests (for Secondary School credit) will be held at Menntaskólinn við Hamrahlíð according to the timetable above. All tests start at 4 pm. On-line registration takes place on the school website http://www.mh.is/skolinn/exam/. For more information call the school office 595-5200. Everyone sitting the test must show an ID with a picture.The fee, kr. 8000 per test, should be paid to the account of the Menntaskólinn við Hamrahlíð bank 323 – 26 – account no. 106, id. 460269-3509 before noon on the day of the test. Please provide the name and identification number of the examinee when paying. Only those that have paid can sit the exam.

Skrifstofu lokað vegna sumarleyfa/Office closed for summer holidays

Skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá kl. 14:00 föstudaginn 24. júní. Að loknum sumarleyfum verður skrifstofan opnuð aftur kl. 10:00 þriðjudaginn 9. ágúst. Our office will be closed for summer holidays from 2 pm on Friday June 24th until 10am on Tuesday, August 9th. Hafið það gott í sumar!  Have a nice summer!

Opnunartími skrifstofu og sumarleyfi

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 14:30 þriðjudaginn 21. júní. Lokun vegna sumarleyfa verður svo frá og með 27. júní.