Fréttir

MH sigraði í framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, Boxinu

Í sig­urliði MH-inga voru þau Magda­lena Guðrún Bryn­dís­ar­dótt­ir, Jes­sý Jóns­dótt­ir, Ásmund­ur Jó­hanns­son, Unn­ar Ingi Sæ­mund­ar­son og Ívar Dór Orra­son. Boxið felst í því að leysa fjölbreyttar þrautir sem reyna á verklega og bóklega þekkingu, hugvit og verklag þátttakenda. Liðin fara í gegn um þrautabraut með átta þrautum sem eru sérhannaðar af sérfræðingum fyrirtækja úr ólíkum greinum iðnaðarins með aðstoð fræðimanna HR. Auk aðal verðlaunanna fékk lið MH tvenn önnur verðlaun. Guðný Guðmundsdóttir eðlisfræðikennari var umsjónarmaður liðsins hér í MH. Vel gert öll sömul!Vinningsliðið ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni SI og Ara Kristni Jónssyni, rektor HR. Mynd og frétt af ru.isMynd og frétt af mbl.is

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar

Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu. Nemendur mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef: Tvö próf eru á sama tíma Þrjú próf eru á sama degi Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi. Ekki er leyft að breyta próftöflu vegna ferðalaga! Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir föstudaginn 11. nóvember.

Afmælisgjöf sem gleður alla daga

Ein af þeim góðu gjöfum sem skólanum bárust á 50 ára afmælisdaginn 24. september var málverkið Leynigarðurinn eftir Georg Douglas myndlistarmann og fyrrum jarðfræðikennara MH. Gjöfin er frá fyrsta útskriftarárgangi og núverandi og fyrrverandi starfsmönnum MH. Verkið hangir á Miðgarði við inganginn að Miklagarði og auðvitað er best að njóta þess þar. Fyrir þá sem ekki eiga leið þar framhjá er hér mynd af verkinu.  Njótið!

Fjörutíu og eitt ár frá fyrsta kvennafrídeginum 24. október 1975

Á heimasíðu Kvennasögusafnins má meðal annars lesa eftirfarandi um þennan líklega einn stærsta útifund Íslandssögunnar:„Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að árið 1975 skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna. Íslensk kvennasamtök tóku höndum saman í upphafi árs 1975 til að skipuleggja aðgerðir ársins og héldu m.a. fjölsótta ráðstefnu í júní þar sem staða og kjör kvenna voru rædd og fjölmargar ályktanir og tillögur samþykktar. Meðal þeirra var tillaga frá Rauðsokkahreyfingunni þess efnis að konur tækju sér frí frá störfum á degi Sameinuðu þjóðanna, þann 24. október.“„Talið er að um 25.000 konur hafi safnast þar saman. Líklega er þetta einn stærsti útifundur Íslandssögunnar. Fjölmargir fundir voru haldnir um allt land sem voru einnig fjölsóttir. Langflestar konur lögðu niður störf þennan dag og atvinnulífið lamaðist.“Til hamingju með daginn!

Haustfrí/Autumn break 20. og 21. október

Fimmtudaginn 20. og föstudaginn 21. október fara nemendur og starfsmenn skólans í haustfrí. Skólinn er lokaður þessa daga. Mánudaginn 24. október hefst kennsla aftur samkvæmt stundaskrá. Hafið það gott í haustfríinu!An Autumn break will be taken by students and school staff on Thursday the 20th and Friday the 21st of October. The school will also be closed. Teaching will resume at the usual time on Monday the 24th. Enjoy the Autumn break!

Valviku er lokið

Nú eiga allir nemendur sem hyggja á áframhaldandi nám í MH á vorönn 2017 að hafa lokið vali. Ef ekki er síðasta tækifærið til hádegis í dag mánudag.

Valvika 10. - 14. október 2016 - Course selection for spring term

Allir nemendur sem ætla að stunda nám í skólanum á vorönn 2017 verða að velja áfanga fyrir næstu önn. Valið er bindandi og stendur frá 10.-14 október.  Þess vegna ættu allir að fara að huga að valinu, fara á heimasíðu skólans undir:  upplýsingar um val – áfangar og skoða ”áfanga í boði”, ”Leiðbeiningar fyrir val”  til að glöggva sig á framgangi valsins. Einnig eru á heimasíðunni sérstakar leiðbeiningar fyrir þá sem eru að velja í fyrsta skipti undir:Ábendingar um námsval eftir fyrstu önn. Leiðbeiningar um innslátt á vali eru í handbók forráðamanna á heimasíðu MH. Gott er að hafa próftöflu vorannar 2017 til hliðsjónar við val á áföngum fyrir vorið. It is high time to select courses for the spring term 2017 Starting October 10th you can enter the courses of your choice for next term. The last day to select is Friday October 14th. Áfangaframboð /available courses for the next term are soon to be seen on our homepage. Guide to course selection in IB. Nemendur verða skráðir í hóp hjá sérstökum valkennara í P-áfanga sem heitir VAL1001.   Þessi áfangi ásamt hópnúmeri og nafni valkennara, birtist með rauðu letri fyrir ofan stundatöfluna ykkar í Innu.  Þessi tiltekni valkennari verður ykkur innan handar við að velja ásamt því að sjá til þess að þið ljúkið að velja á réttum tíma.  Sláið sjálf inn valið ykkar.  Þegar þið hafið slegið inn valið sendið þá póst til valkennarans og skrifið bæði nafn og kennitölu þannig að valkennarinn viti hverjir hafi lokið við að slá inn valið. Auk þess verða námstjórar og áfangastjóri til viðtals fyrir alla nemendur um valið.

Valið hefst í næstu viku - Course selection for spring term starts next week

Valið hefst í byrjun næstu viku, þess vegna er tímabært fyrir nemendur að fara að huga að því. Hér er hægt að skoða áfangaframboð fyrir vorönn 2017. Course selection for next term will start next week. Now you can see what courses will be offered for your selection here. Courses offered spring 2017.

Aðalfundur foreldraráðs MH 4. okt. kl. 20:00 - 21:30

Foreldraráð þakkar ágæta mætingu 4. október og hér má lesa fundargerðina.Frá foreldraráði: Kæru foreldrar/forráðamenn. Aðalfundur foreldraráðs MH verður haldinn þriðjudaginn 4. október kl. 20-21:30 í stofu 11. Á dagskrá fundarins verður kynning á hlutverki og markmið foreldraráðs MH.  Fríður náms- og starfsráðgjafi og forvarnarfulltrúi, Andrea skólahjúkrunarfræðingur og Bóas sálfræðingur munu kynna stoðþjónustu skólans. Boðið verður upp á köku og kaffi og við fáum tækifæri til þess að spjalla saman. Að lokum mun Fríður leiða okkur um skólann þar sem við fáum tækifæri til þess að kynnast hvernig vinnustaður barnanna okkar lítur út að innan. Við hvetjum alla foreldra og forráðamenn til að mæta. Fyrir hönd foreldraráðsins, Helga Viðarsdóttir.

Skákmót í minningu Guðmundar Arnlaugssonar - MH 50 ára

Sunnudaginn 25. september verður haldið Skákmót í minningu Guðmundar Arnlaugssonar, fyrsta rektors skólans. Mótið er á Miklagarði, hátíðarsal skólans, og er haldið í samvinnu við Skáksamband Íslands. Tefldar verða 11 umferðir með umhugsunartímanum 4+2. Skákmótið hefst kl. 14:00 og er öllum áhugasömum boðið að koma og fylgjast með!