05.10.2018
Alþjóðadagur kennara er árviss viðburður á vegum UNESCO 5. október ár hvert. Þá er kennurum fagnað með margvíslegum hætti og vakin athygli á störfum þeirra.
02.10.2018
"Forvarnardagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu."
28.09.2018
Mætingayfirlit hefur verið sent á nemendur og foreldra nemanda yngri en 18 ára.
27.09.2018
Femínistafélagið Embla tók nýlega þátt í Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar. Félagið hefur verið áberandi í jafnréttisumræðunni og er það góð viðurkenning fyrir starf félagsins að vera boðið að vera þátttakandi á Jafnréttisdeginum í Mosfellsbæ.
24.09.2018
Bóas Valdórsson sálfræðingur MH segir í viðtali við Morgunblaðið að svefn sé ódýrasta sálfræðimeðferðin. Í viðtalinu segir Bóas: „Ég reyni að fara yfir þetta allt með þeim og hvað þau geta gert til þess að bæta líðan sína. Þar bendi ég fyrst á ódýrustu sálfræðimeðferðina sem er svefn. Að sofa nægjanlega mikið til þess að geta tekist á við áskoranir daglega lífsins óþreytt er sennilega besta ráðið sem hægt er að gefa ungu fólki.“ Menntaskólinn við Hamrahlíð var einn af fyrstu framhaldsskólum landsins til að ráða sálfræðing til starfa með hagsmuni nemenda að leiðarljósi.
14.09.2018
Aðalfundur foreldraráðs MH verður þriðjudaginn 18. sept kl. 20 í stofu 11.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest , munum að öflugt foreldrastarf styður við börnin okkar í leik og starfi.
10.09.2018
Við í MH eigum fulltrúa í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þau funduðu um daginn í húsakynnum Utanríkisráðuneytisins með formanni Loftslagsráðs, fulltrúa stjórnar Ungra Umhverfissinna og Þróunarsamvinnuskrifstofu um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í lok fundar fengu fulltrúarnir svo plaggöt með sér heim til þess að hengja upp í sínum skólum og kynna Heimsmarkmiðin fyrir samnemendum sínum. Á myndinni má sjá okkar fulltrúa Sigurð Einarsson Mäntylä við markmið 15: Líf á landi.
31.08.2018
Ágætu foreldrar/forráðamenn.
Stjórnendur MH bjóða ykkur velkomin til kynningarfundar í skólanum og óska þess jafnframt að eiga gott samstarf við ykkur um menntun unglinganna sem nú eru að hefja hér skólagöngu. Sjá nánar upplýsingar í dagskrá fundarins sem hefur verið send út til forráðamanna nýnema.
27.08.2018
Miðvikudaginn 29. ágúst fer fram kínverskukeppni framhaldsskólanema og verður hún haldin í MH kl. 8:10 í stofu 45. Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin hér á landi en kínverskukeppni háskólanema hefur verið haldin nokkrum sinnum áður. Sigurvegara keppninnar býðst svo að fara til Kína í tvær vikur í október og taka þátt í alþjóðlegri kínverskukeppni framhaldsskólanema.