29.08.2012
Hér má nálgast leyfisbréf fyrir busaferð um þessa helgi.
28.08.2012
Vegna breytinga á námskrá eru ný áfangaheiti á fyrstu áföngum í sumum greinum. Nemandi sem t.d. valdi ÍSL1036 er nú
skráður í ÍSLE2LR05 og eru þessir áfangar jafngildir og með jafn margar einingar þ.e. 3.
Hér er listi yfir áfanga sem fengið hafa ný heiti.
27.08.2012
Ef þú hefur lokið a.m.k. 17 einingum á síðustu önn og verið með 9 eða 10 í mætingu getur þú e.t.v. fengið
viðbótaráfanga í töfluna þína. Umsóknareyðublað og yfirlit yfir lausa áfanga er við st. 34 (undir skjánum).
25.04.2012
Innritun í öldungadeildina stendur yfir. Smellið hér til að innrita ykkur.
Kennsla fyrri lotu hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 22. ágúst.
13.08.2012
Að loknu sumarleyfi var skrifstofan opnuð kl. 10:00 mánudaginn 13. ágúst .
Aðgangi allra nemenda að Innu hefur verið lokað. Stundatöflur þeirra nemenda sem greitt hafa skólagjöldin verða aðgengilegar upp úr miðjum
ágúst. Nánari upplýsingar verða hér á heimasíðunni þegar nær dregur.
Stöðupróf verða haldin 16. til 20. ágúst og er skráning hafin.
Kennarafundur verður kl. 10:00 þriðjudaginn 21. ágúst.
Nýnemar eiga að mæta á fund rektors á Miklagarði, hátíðarsal skólans, þriðjudaginn 21. ágúst kl. 13:00
stundvíslega.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. ágúst
22.06.2012
Bréf frá MH var sett í póst fimmtudaginn 21. júní. Greiðsluseðill fyrir innritunargjöldum birtist sama dag í heimabanka
forráðamanns og gildir greiðsla hans sem staðfesting á skólavist.
Velkomnir nýnemar!
17.06.2012
Í frétt á Visir.is segir m.a.:
Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri var í dag útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2012. Útnefningin fór
fram í Höfða þar sem Jón Gnarr borgarstjóri veitti listamanninum af þessu tilefni ágrafinn stein, heiðursskjal og
viðurkenningarfé.
Hér má lesa fréttina í heild
Til hamingju Þorgerður!
25.05.2012
Föstudaginn 25. maí kl. 14 fór fram brautskráning stúdenta í hátíðarsal Menntaskólans við
Hamrahlíð. Brautskráðir voru 188 stúdentar, 103 konur og 85 karlar. Skipting nemenda á brautir var eftirfarandi: 67 af
félagsfræðabraut, 63 af náttúrufræðibraut, 39 af málabraut og 23 af IB-braut, 3 af listdansbraut og 7 nemendur luku námi af
tveimur brautum.
Dúx þetta vorið var Halldór Bjarni Þórhallsson sem brautskráðist af náttúrufræðibraut með meðaleinkunn 9.75.
Semidúx var Elín Broddadóttir sem brautskráðist af félagsfræðibraut og málabraut með meðaleinkunn 9.40. Einingadúx var Hildur
Margrét Jóhannsdóttir sem brautskráðist af náttúrufræðibraut og lisdansbraut til stúdentsprófs og lauk 201 einingu.
Í athöfninni var frumflutt verkið Beisik snilld eftir Halldór Bjarka Arnasson nýstúdent í flutningi hans, Steinunnar Völu
Pálsdóttur og Bergs Þórissonar nýstúdenta. Þetta er einungis í annað sinn sem frumflutt er verk nýstúdents við
útskrift en áður var það árið 1994.
Til hamingju nýstúdentar!
18.05.2012
Helstu tímasetningar frá prófalokum til útskriftar
18. maí, föstudagur kl. 16:00:
Einkunnabirting í Innu bæði fyrir dag og öld. Opnað fyrir staðfestingu vals hjá dagskóla.
21. maí, mánudagur:
Viðtalstími valkennara kl. 9 – 11.
Prófasýning dag og öld kl. 11:15-12:15.
Staðfestingu vals lýkur kl. 14:00.
.ALLIR NEMENDUR VERÐA AÐ STAÐ FESTA VALIÐ SITT
Öllum nemendum skólans er skylt að staðfesta val sitt fyrir næstu önn ætli þeir sér að stunda nám í skólanum
þá. Þeir sem ekki staðfesta val og /eða greiða ekki skólagjöld eiga ekki vísa skólavist á haustönn 2012. Þegar
búið er að birta einkunnir í Innu 18. maí, hafa nemendur tíma fram til kl. 14:00 þann 21. maí til að staðfesta valið. Ef nemendur
þurfa aðstoð við að breyta valinu gera þeir það með valkennara milli klukkan 9 og 11 þann 21. maí.
BREYTINGAR Á VALI
Ef gera þarf breytingar á vali eru forsendur fyrir breytingum eftirfarandi:
Fall í áfanga.
Áfangi fellur út vegna þess að hann er ekki lengur í boði. Fyrsta varaval var sett inn í stað áfanga sem féllu niður, vegna
ónógrar þátttöku.
Synjun P-umsóknar.
Ný hraðferðarheimild.
Nemandi fær ekki hraðferðareinkunn í grein þar sem hann hefur gert ráð fyrir hraðferð, fær t.d. einkunn 7 í ÍSL103 en hefur
valið ÍSL2034. Þá skal hann breyta vali.
Nemandi óskar að fækka tímum í töflu með því að taka burt áfanga án þess að annar komi í staðinn.
Áfangar sem féllu út:
BRI1012,FÉL2236,ÍSL3L36,ÍSL3M36,ÍSK4236,JAP3036,LEI2S36,SAG2M36,SAG2Þ36,SÁL4036,
STÆ3424,STÆ3636.UPP1036,ÞJÓ1436,ÞJÓ1636,ÞJÓ2636,ÞJÓ3636
15.05.2012
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn minnast dr. Róberts A. Ottóssonar með dagskrá í
hátíðarsal MH á uppstigningardag, fimmtudaginn 17. maí kl. 20, en þann dag er öld liðin frá
fæðingu Róberts. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.