Fréttir

Breytingar á prófatíma

Ákveðið hefur verið að gera tilraun til einnar annar með breyttan próftíma. Allir nemendur eiga kost á auka 30 mínútum í framhaldi af venjulegum próftíma. Ef próftími er 60 mínútur gefst öllum kostur á að sitja í 90 mínútur o.s.frv. Ekki þarf því að sækja sérstaklega til náms- og starfsráðgjafa um lengdan próftíma í vor. Þeir sem þurfa aðra aðstoð eða þjónustu sækja um það hjá námsráðgjöfum fyrir 12. apríl.

Nemendur MH stóðu sig vel í forritunarkeppni framhaldsskólanna

Okkar fólk var í 4. og 5. sæti í Spock deildinni sem var 18 liða deild. Í 4 sæti var liðið "Codebusters" sem í voru Kristófer Montazeri úr MH og Magnús Ágúst Magnússon úr FSu.   Í 5. sæti var liðið "400" sem í voru Bjartur Thorlacius, Ásgeir Valfells og Róbert Björnsson úr MH.       Til hamingju!

Opið hús fyrir grunnskólanema 13. mars kl. 17:00 - 19:00

Miðvikudaginn 13. mars verður opið hús í MH  frá kl. 17:00-19:00 fyrir grunnskólanema og forráðamenn þeirra. Í opnu húsi Menntaskólans við Hamrahlíð verður námsframboð, inntökuskilyrði og félagslíf skólans kynnt.  Deildarstjórar, kennarar, stjórnendur, náms- og starfsráðgjafar, hjúkrunarfræðingur og forvarnafulltrúi munu sitja fyrir svörum um námsframboð og annað sem gestum liggur á hjarta varðandi nám við skólann.  Náms-og starfsráðgjafar verða með glærusýningu um brautir skólans og ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem huga á nám hér í M.H.  Leiðsögn nemenda um skólann verður kl. 17:30 og 18:30. Glæsilegt bókasafn skólans verður opið gestum og einnig gefst tækifæri til þess að kíkja í hinar ýmsu kennslustofur. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð mun bjóða gestum upp á kaffi og með því og syngur nokkur lög kl. 18:00.

Úrslit stærðfræðikeppni

Úrslit í lokakeppni stærðfræðikeppninnar fóru fram Í Háskólanum í Reykjavík um síðustu helgi. Efsti keppandi var með 48 stig af 60. Í fimmta sæti var Ásgeir Valfells með 40 stig. Karl Þorláksson og Stefanía Bergljót Stefánsdóttir urðu í 14.-16. sæti með 21 stig. Þau þrjú eru í 16 manna hópi sem tekur þátt í norrænu stærðfræðikeppninni þann 8. apríl fyrir Íslands hönd. Til hamingju Ásgeir, Karl og Stefanía Bergljót!  

Valvika 4. - 11. mars - valinu er lokið!

Allir nemendur sem ætla að stunda nám í skólanum á haustönn 2013 verða að velja áfanga fyrir næstu önn. Valið er bindandi og stendur frá 4.- 11. mars.  Þess vegna ættu allir að fara að huga að valinu, skoða  ”Upplýsingar um val” og áfanga í boði  til að glöggva sig á framgangi valsins.  Leiðbeiningar um innslátt á vali eru í handbók forráðamanna á heimasíðu MH. Yfirlit yfir brautir og námsferilsblöð skv. nýrri námskrá má nálgast hér. It is high time to select courses for the autum term 2013. Now you can enter the courses of your choice for next term. Áfangar and áfangaframboð are now available on our homepage. Nemendur hafa verið skráðir í hóp hjá sérstökum valkennara í P-áfanga sem heitir VAL1001.  Þessi áfangi ásamt hópnúmeri og nafni valkennara, birtist með rauðu letri fyrir ofan stundatöfluna ykkar í Innu. Þessi tiltekni valkennari verður ykkur innan handar við að velja ásamt því að sjá til þess að þið ljúkið að velja á réttum tíma.  Sláið sjálf inn valið ykkar.  Þegar þið hafið slegið inn valið sendið þá póst til valkennarans og skrifið bæði nafn og kennitölu þannig að valkennarinn viti hverjir hafi lokið við að slá inn valið. Viðtalstímar verða auglýstir síðar fyrir alla nemendur, sem þess þurfa.

Emily Ward sigraði ræðukeppni English Speaking Union á Íslandi (the winner of the 2013 ESU National Public Speaking Competition)

Okkur er ánægja að tilkynna að sigurvegari í ræðukeppni English Speaking Union á Íslandi þetta árið er Emily Ward, nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Aðrir keppendur úr MH voru Aron Eydal Sigurðsson, Hannah Bryndís Proppé-Bailey og Rebekka Rún Mitra. Við óskum þeim öllum til hamingju með þennan góða árangur og Emily allra heilla í London. We are proud to announce that the winner of the 2013 ESU National Public Speaking Competition is our MH student Emily Ward. Congratulations to Aron Eydal Sigurðsson, Hannah Bryndís Proppé-Bailey and Rebekka Rún Mitra for their hard work, and we wish Emily the best of luck in London.

Þorgerður Ingólfsdóttir hlaut heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna

Í frétt á vef Ríkisútvarpsins segir: „Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri Hamrahlíðarkórsins hlaut heiðursverðlaunin á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti henni verðlaunin og sagði að með starfi sínu hefði Þorgerður hleypt birtu og hlýju í líf kórfélaga og þeirra sem á hlýddu. Þorgerður þakkaði fyrir viðurkenninguna og sagði að sér þætti vænst um að með verðlaununum væri athygli vakin á listrænu starfi með ungu fólki. Allt þetta unga fólk sem komið hefði að starfinu hafi gefið hug sinn og hjarta í sönginn. Þau eigi þetta saman. Þá hafi söngurinn sameinað þau í vináttu og gleði sem hafi borist úr Hamrahlíðinni um land allt og víða um lönd. Kórfélagar taki þetta allt með sér út í lífið. Þorgerður sagði jafnframt í þakkarræðu sinni að það væri mikil gæfa að hafa í lífsstarfi sínu unnið með ungu og heilbrigðu fólki. Söngurinn geri menn að vinum, gleðji fólk og lyfti hug í hæðir“ Frétt RÚV Til hamingju Þorgerður og kórmeðlimir fyrr og síðar!

Nemendur MH fengu mannréttindaviðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty

Í frétt á heimasíðu Íslandsdeildar Amnesty International segir: „Í lok síðasta árs efndi Íslandsdeild Amnesty International til samkeppni meðal framhaldsskóla landsins um besta árangurinn á bréfamaraþoni samtakanna í þágu verndar og virðingar mannréttinda, víðs vegar um heiminn. Sex framhaldsskólar skráðu sig til leiks og var árangur skólanna glæsilegur, en samtals skrifuðu menntskælingar 7.267 aðgerðakort til ellefu landa, þar sem mannréttindi eru fótumtroðin. Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð báru sigur úr býtum og skrifuðu þeir 2.971 aðgerðakort þar sem þrýst var á yfirvöld að gera úrbætur í mannréttindamálum.“Frétt á vef Amnesty   Frétt á vef DV

Skytturnar þrjár fá styrk til þess að berjast fyrir aðgengi fatlaðra

Í frétt á mbl.is frá í gær segir: „Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs afhenti Skyttunum þremur styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen fyrrverandi borgarstjóra.  Skytturnar þrjár, eru ungar stúlkur sem berjast fyrir aðgengi fatlaðra og heita Áslaug Ýr Hjartardóttir, systir hennar Snædís Rán Hjartardóttir og Helga Dögg Heimisdóttir.“ Tvær af skyttunum þremur eru nemendur MH, þær Áslaug Ýr og Snædís Rán. Til hamingju ungu konur!

Lagningardagar 6. - 8. febrúar - Open days

Lagningardagar verða hér í MH 6. – 8. febrúar. Þá fellur niður hefðbundin kennsla og ýmsir skemmtilegir viðburðir verða, s.s. fyrirlestrar, námskeið og skapandi starf. Open days with lectures, workshops, music, dance, drawing, drama and more. Nemendur þurfa að mæta í skólann þessa daga samkvæmt eftirfarandi fyrirkomulagi: Attendance during Lagningardagar (February 6th, 7th and 8th):