Fréttir

Skólafundur NFMH

Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð heldur skólafund á Miklagarði 10. nóvember frá kl. 11:35 - 12:35. Kennsla fellur niður á meðan.

Málþing um jafnrétti í nemendafélögum framhaldsskóla

Kl. 19:30 í kvöld verður haldið málþing í hátíðarsal MH um jafnrétti í nemendafélögum framhaldsskóla.  Málþingið spratt upp úr umræðum í Emblu femínistafélagi MH nýlega þegar rætt var um skort á kvenkyns listamönnum á viðburðum í MH. „Af hverju gleymist alltaf að bóka konurnar?“ Já, hvar eru þær? Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur á sér þá ímynd að vera feminískur skóli. En er MH jafn feminískur og aðrir telja hann vera? Steinunn Ólína Hafliðadóttir, formaður femínistafélagsins Emblu, sér um skipulagningu málþingsins og vill að umræður séu opnar öllum svo að aukinn kraftur og athygli færist á málefnið. Allir nemendur framhaldsskóla eru velkomnir.

Lið MH í öðru sæti í Boxinu

Lið MH lenti í öðru sæti í Boxinu, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna sem haldin var um helgina. Á myndinni má sjá Bjart Lúkas, Ívar Dór, Unu Kamillu, Ásgrím Ara og Nínu Leu taka á móti verðlaununum. Þau unnu einnig til fernra af átta aukaverðlaunum frá stuðningsaðilum keppninnar. Hér er tengill í frétt Háskólans í Reykjavík. Vel gert MH-ingar!

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar

Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu.Nemendur mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef: Tvö próf eru á sama tíma Þrjú próf eru á sama degi Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi. Ekki er leyft að breyta próftöflu vegna ferðalaga! Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir föstudaginn 13. nóvember.

Að gefnu tilefni

Enn er ekki ljóst hver tók upp á því á dögunum að teikna typpi sem beint var að andlitsmynd nafngreindrar kennslukonu hér við skólann á miða sem auðkennir pósthólf viðkomandi. Hér er um kynbundið áreiti að ræða sem hlýtur að vera okkur öllum áminning um mikilvægi virkrar jafnréttisáætlunar í skólanum og að við séum sívökul í þessum efnum. Jafnréttisáætlun MH kveður meðal annars á um að kynbundin mismunun og kynbundið ofbeldi eða áreiti sé ekki liðið. Sem betur fer hefur margt áunnist og í skólanum fer fram fræðsla og opinská umræða um þessi mál, meðal annars undir merkjum feminisma og kynjafræði. Gerandinn í þessu máli á sitthvað ólært en fréttir vonandi af þessari frétt og sér að sér.

Valvika 6.- 9. október 2016 - Course selection for spring term

Allir nemendur sem ætla að stunda nám í skólanum á vorönn 2016 verða að velja áfanga fyrir næstu önn. Valið er bindandi og stendur frá 6.- 9. október.  Þess vegna ættu allir að fara að huga að valinu, fara á heimasíðu skólans undir:  upplýsingar um val – áfangar og skoða ”áfanga í boði”, ”Leiðbeiningar fyrir val”  til að glöggva sig á framgangi valsins. Einnig eru á heimasíðunni sérstakar leiðbeiningar fyrir þá sem eru að velja í fyrsta skipti undir:Ábendingar um námsval eftir fyrstu önn. Leiðbeiningar um innslátt á vali eru í handbók forráðamanna á heimasíðu MH. Athugið að fara þarf inn í eldri hluta Innu til þess að velja. It is high time to select courses for the spring term 2016 Starting october the 6th you can enter the courses of your choice for next term. The last day to select is Friday March 9th. Áfangaframboð /available courses for the next term are now to be seen on our homepage. Guide to course selection in IB.

Aðalfundur foreldraráðs MH 8. október kl. 20-21:30

Aðalfundur foreldraráðs MH verður haldinn fimmtudaginn 8. október kl. 20-21:30 í stofu 11. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar og kosning stjórnar. Fræðsluerindi er frá Margréti Sigmarsdóttur, doktor í sálfræði en hún hefur um árabil rannsakað foreldrafærni, erindi hennar heitir: Aðlögunarvandi ungmenna - Verndandi þættir, hlutverk og áhrif foreldra. Allir foreldrar nemenda í MH er velkomnir!

Miðannarmat nýnema

Á tímabilinu 28. september til 2. október fá nemendur á fyrsta ári, fæddir 1999 og síðar, miðannarmat frá öllum kennurum sínum. Miðannarmatið er byggt á liðlega 6 vikna kynnum. Kennarar eru því að meta ástundun nemanda áður en til lokaprófa kemur og leggja mat á hvernig nemandinn hefur unnið í hverjum áfanga hingað til. Umsögn er gefin í eftirfarandi bókstöfum:G = góð(ur), V = viðunandi og O = ófullnægjandi og þarf að bæta. Miðannarmatið birtist í Innu upp úr 6. október.  At this time, September 28th to October 2nd well before the exams, our teachers attempt to evaluate how well our youngest students, born in 1999 or later, are working. We wish to stress the fact that teachers are not giving a grade of the kind students traditionally receive at the end of term after sitting final exams. The intention is rather to convey the teachers’ impressions of how students have been working over the past 6  weeks.  The grades are : G = good (góður), V = acceptable (viðunandi) =  og O = unacceptable and needs improving (ófullnægjandi og þarf að bæta). The midterm evaluation will be accessible in Inna from October 6th.

Kynningarkvöld fyrir forráðamenn nýnema 24. sept. kl. 20 - 21:30

Ágætu foreldrar/forráðamenn Stjórnendur MH bjóða ykkur velkomin til kynningarfundar í skólanum 24. sept. kl. 20 - 21:30 og óska þess jafnframt að eiga gott samstarf við ykkur um menntun unglinganna sem nú eru að hefja hér skólagöngu. 

Sérleg septembervika 21. til 25 september.

 Í þessari viku brjótum við upp hefðbundið skólastarf. Nemendur og kennarar mæta einu sinni í hvern áfanga þessa viku og þá í lengdan langan tíma. Tvöfaldir tímar lengjast, morguntímar teygjast til hádegis (8:30-12:00) og síðdegistímar frá hádegi til fjögur (12:30-16:00) og mæta nemendur og kennarar í þá stofu sem skráð er í stundatöflu í langa tímanum.  Viðvera er skráð í lengdu tvöföldu tímunum og gildir fyrir alla tíma vikunnar. LÍKAMSRÆKT:  Boðið verður upp á aukatíma/uppbótartíma í líkamsrækt.  Hefðbundin líkamsrækt fellur niður. Nemendur mæta þegar þeim hentar.  Ganga vegna aukatíma mánud. 21 sept.  Kl: 8:30 – 12:00.  Munið góða skó, drykk og nasl. Opið hús í íþróttahúsi MH þriðjudag til fimmtudags frá kl: 10:00 til 14:00, og föstudag frá kl: 10:00 til 12:00. Fyrsti tvöfaldi tími vikunnar hefst kl. 12:30 mánudaginn 21. september. Þessi tafla lýsir fyrirkomulaginu. Tími mánudagur þriðjudagur miðvikudagur fimmtudagur föstudagur 8:30 til   Kennari og stofa Kennari og stofa Kennari og stofa Kennari og stofa 12:00   skv. tíma kl. 8:10 skv. tíma kl. 8:10 skv. tíma kl. 8:10 skv. tíma kl. 8:10 matur           12:30 til Kennari og stofa Kennari og stofa Kennari og stofa Kennari og stofa   16:00 skv. tíma kl. 14:15 skv. tíma kl. 14:15 skv. tíma kl. 14:15 skv. tíma kl. 14:15