Fréttir

Hinsegin fræðsla í Norðurkjallara

Þessa dagana er haldin hinsegin vika í MH. Af því tilefni verður fræðslukvöld í Norðurkjallara fimmtudaginn 17. september klukkan 19:30. Foreldrar og forráðamenn eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Hjólum, göngum eða tökum strætó í skólann

Hjólum í skólann árið 2015 stendur frá 9. – 22. september. Skráning á hjolumiskolann.is og velja svo MH. Árið 2014 vann Menntaskólinn við Hamrahlíð gullverðlaun í flokki skóla með yfir  1000 nemendur og starfsmenn.  Gerum jafn vel núna MH-ingar!

Stöðupróf/Placement tests 17. september

Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin 17. september kl. 17:00 í Menntaskólanum við Hamrahlíð í eftirtöldum tungumálum: albönsku, arabísku, bosnísku, búlgörsku, filipísku (tagalog), flæmsku, hollensku, japönsku, ítölsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, serbnesku, taílensku, tékknesku, ungversku og víetnömsku.  Prófgjald, kr. 8000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis 17. september. Nauðsynlegt er að við greiðslu komi fram nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt. Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200. Sýna þarf persónuskilríki með mynd í prófinu. Tengill í (link to) rafræna skráningu í stöðupróf - online registration -  Placement tests (for Secondary School credit) in the following languages will be held on September 17th at 5 pm. Placement tests in Albanian, Arabian, Bosnian, Czech, Chinese, Croatian, Dutch, Filipino (tagalog), Flemish, Hungarian, Italian, Japanese, Lithuanian, Portugese, Polish, Russian, Serbian, Thai and Vietnamese. The fee, kr. 8000 per test, should be paid to the account of the Menntaskólinn við Hamrahlíð bank 323 – 26 – account no. 106, id. 460269-3509 before noon on September 17th. Please provide the name and identification number of the examinee when paying. Only those that have paid can sit the exam. For more information call the school office tel. 595-5200. Everyone sitting the test must show an ID with a picture.

Lokadagur til þess að tilkynna útskrift er föstudagurinn 4. sept.

Allir sem hyggja á útskrift frá MH í desember verða að koma í viðtal hjá áfangastjóra eða konrektor fyrir lok þessarar viku.

Frá umhverfisnefnd

Í skólanum er starfandi umhverfisnefnd, skipuð starfsfólki og nemendum. Hún vinnur með stjórnendum að því að skólinn verði Grænfánaskóli fyrir afmælisárið 2016. Meðal þess sem hefur áunnist er bygging hjólaskýlis við skólann vorið 2014 og uppsetning og kynning á sorpflokkunarkerfi veturinn 2014–2015. Haustið 2015 hófst svo sérstakt átak til að hvetja nemendur til að taka með sér margnota ílát fyrir graut, nesti, kaffi og te. Hugmyndir að breytingum kvikna margar hverjar á skólaþingi á Lagningardögum, en árlega koma þar saman nemendur og starfsfólk til að ræða hvernig megi bæta skólann. Af hugmyndum um umhverfismál eru nokkrar valdar sem leiðarstef umhverfisnefndar hverju sinni.Nemendur og starfsfólk eru ávallt hvatt til þess að nota umhverfisvæna ferðamáta sem gjarnan hefur í för með sér aukna hreyfingu svo sem að hjóla, ganga eða taka strætó. Þannig tengist verkefnið einnig heilsueflandi skóla.Finna má upplýsingar um það sem er á döfinni hjá umhverfisnefnd á fésbókarvegg nefndarinnar. Landvernd stýrir Grænfána-verkefninu á Íslandi og fylgist með framförum skólans í umhverfismálum. Fyrir hönd umhverfisnefndar, Bjarnheiður.

Kennsla hefst þriðjudaginn 18. ágúst/ Teaching start on Tuesday August 18th

Kennsla hefst þriðjudaginn 18. ágúst að lokinni skólasetningu kl 8:30 á Miklagarði hátíðarsal skólans. Teaching starts on Tuesday August 18th following a commencement ceremony  at 8:30 in Mikligarður the school auditorium.

Fundur nýnema með rektor 17.ágúst kl. 13 / New students meet the Principal on August 17th at 1 pm

Allir nýir nemar eru boðaðir í skólann mánudaginn 17. ágúst kl. 13:00.   Að loknu ávarpi rektors kynna kennarar skólann og fara yfir/afhenda stundatöflur. Fundurinn hefst á hátíðarsal skólans. Mætið stundvíslega. New students meet the Headmaster and teachers in the Auditorium at 1 pm on Monday the 17th. The meeting will start in the school Auditorium. Be on time.

Stundatöflur haustannar 2015 - Timetables for autumn 2015

Nú geta þeir nemendur sem greitt hafa skólagjöldin skoðað stundatöflu sína í Innu. Nýir greiðslulistar eru keyrðir inn að morgni dags virka daga. Students who have paid their tuition fee can now check their timetable on Inna. Nýnemar geta nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar hér. Þeir sem telja sig þurfa töflubreytingu eiga að sækja um sem allra fyrst. Breyttar töflur birtast í Innu eftir því sem þær vinnast. Fyrstir koma fyrstir fá! Ef tafla á að vera tilbúin fyrir fyrsta kennsludag þarf breytingabeiðni að berast eigi síðar en kl. 12:00 laugardaginn 15. ágúst. Nýtt stokkakerfi stundatöflu MH má sjá hér. If necessary apply for changes to your timetable as soon as possible and before noon on August  15th. Smellið hér til þess að fá eyðublað og sendið það síðan í viðhengi á netfangið tafla@mh.isClick on the line above, fill it out and send it as an attachment to tafla@mh.is Áfangaframboð haust2015. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 18. ágúst. Teaching will start on Thuesday August 18th. Námsgagnalisti/bókalisti er aðgengilegur í Innu. The booklist/námsgagnalisti is accesible in Inna.

Skráning í stöðupróf í ágúst - Registration for placement tests in August

Stöðupróf 12. - 14. ágúst -Placement tests August 12th -14th. Skráning í stöðupróf í dönsku, ensku, frönsku, ítölsku, stærðfræði (einnig próf á ensku), norsku, spænsku, sænsku og þýsku er hafin. Prófin verða 12. - 14. ágúst. Nánari upplýsingar og tengil í rafræna skráningu má finna hér. Placement test in Danish, English, French, German, Italian, Mathematics, Norwegian, Spanish and Swedish will be held in August. More information and online registration here. Búið er að lagfæra villu í rafrænni innritun. An error in the registration process has been corrected. Upplýsingar um stöðupróf sem haldin verða í öðrum tungumálum um miðjan september verða aðgengileg seinni hluta ágúst. Information on placement tests in other languages that will be held in September  will be available around the end of August.

Skrifstofu lokað vegna sumarleyfa/Office closed for summer holidays

Skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 24. júní. Að loknum sumarleyfum verður skrifstofan opnuð aftur kl. 10:00 mánudaginn 10. ágúst. Our office will be closed for summer holidays from Wednesday, June 24th until 10am on Monday, August 10th.