Fréttir

Skólaþing á lagningardögum

Einn af viðburðum lagningardaga er skólaþing þ.s. nemendur og kennarar ræða ýmislegt er viðkemur starfi skólans. Skólaþingið er haldið miðvikudaginn 18. febrúar  frá 10 - 12 á Miklagarði. Umræðuefnin í ár verða:  1) sorpflokkun, 2) nemendafélagið, 3) forvarnir, 4) borðamenning og uppröðun borða, 5) Sómalía matsala nemenda, 6) grunnþættir menntunar, 7) framhaldskólaeiningarnar nýju, 8) farsímanotkun í tímum, 9) tímarammi stundatöflu og 10) inntak og eðli lagningardaga. Allir skiptast á skoðunum og skólinn verður betri!

Lagningardagar/Open days 18. - 20. febrúar

Lagningardagar verða hér í MH 18., 19. og 20. febrúar. Þá fellur niður hefðbundin kennsla og ýmsir skemmtilegir viðburðir verða, s.s. fyrirlestrar, námskeið og skapandi starf. Mætingarskylda er á þessum dögum. Búinn hefur verið til nýr áfangi, LAGN1AF00, og hann settur í námsferil og töflu hjá öllum nemendum dagskóla. Áfanginn birtist sem 5 kennslustundir í stundatöflu og honum fylgja því 5 mætingarstig, eða ef svo ber undir 5 fjarvistarstig. Þessi áfangi birtist aðeins í töflu á Lagningardögum, en verður þó áfram í ferli nemenda og lýkur með einkunn S (staðið) eða F (fallið). Til þess að fá 5 mætingarstig og S þarf hver nemandi að skila danskorti með 20 punktum, eða fullu húsi stiga, og hér gildir reglan allt eða ekkert. Eins og undanfarin ár skila nemendur danskortum á skrifstofuna þar sem gengið verður frá mætingaskráningu. Nemendur hafa frest til miðvikudagsins 25. febrúar til þess að skila inn danskortinu. Open days on February 18th, 19th and 20th with lectures, workshops, music, dance, drawing, drama and more. Attendance is mandatory during these days. A new course LAGN1AF00 will be added to every student’s curriculum and timetable. This course has five lessons that only appear during the 3 days of Lagningardagar. They carry with them 5 attendance points that the students have to fulfill by attending the equivalent of 20 Lagningardagar points. This means that all students start with 20 attendance points that they have to make up for during Lagningardagar. This they do by attending some of the events and getting the Lagningardagar-card stamped. Here the rule is all or nothing. You have to finish 20 Lagningardagar points to get the 5 attendance points in Inna. Then the card is returned to the office by Wednesday February 25th. A grade of S (=pass) or F (=fail) will be given at the end of the term.

Þrír íslenskukennarar skólans tilnefndir til viðurkenningar Hagþenkis

Bókin  Íslenska fjög­ur. – Kennslu­bók í ís­lensku fyr­ir fram­halds­skóla og höfundar hennar þau Ragn­hild­ur Richter, Sig­ríður Stef­áns­dótt­ir og Stein­grím­ur Þórðar­son   íslenskukennarar hér í MH hafa verið tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis í ár. Í umsögn dómnefndar segir: Vel unn­in og skýr kennslu­bók þar sem eft­ir­tekt­ar­verður metnaður í aðlaðandi fram­setn­ingu auðveld­ar nem­end­um og kenn­ur­um notk­un henn­ar. Frétt á mbl.is       Hér má sjá okkar fólk meðal annarra tilnefndra á mynd af mbl.is

Góðgerðavika NFMH 2. - 6. febrúar

Í þetta sinn er safnað fyrir Fjólu, félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Félagar í Fjólu eru mjög háðir aðstoð við öll ferðalög sem og táknmálstúlkun, slíkt kostar talsverða fjármuni og eru dæmi þess að félagar hafi ekki haft tækifæri til samfélagslegrar þátttöku sökum fjárskorts. Hér viljum við leggja lið. Sjá nánar á http://www.ruv.is/frett/blindir-og-heyrnarlausir-i-einangrun  Í góðgerðavikunni verða ýmsir viðburðir, bæði innan skólans sem utan, þar má nefna dansíóký þar sem nemendur og kennarar koma saman og dansa og styrkja um leið gott málefni með þáttöku sinni. Einnig verða jazztónleikar, hádegistónleikar, ýmiss áheit, lukkuhjól, seld gómsæt súpa  ásamt heitu kakói og margt margt fleira.

Stúdentsefni vorannar

Allir sem stefna að útskrift í vor eiga að mæta til áfangastjóra eða konrektors í viðtal. Þar verður farið yfir ferilinn og útskriftaráætlun staðfest. Þetta þarf að gerast sem allra fyrst en í síðasta lagi þriðjudaginn 26. janúar.

Skólafundur NFMH

Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð heldur skólafund á sal kl. 11:10 - 12:10 í dag 13. janúar. Kennsla fellur niður á sama tíma.

Umsóknir um viðbótaráfanga í stundatöflu

Þeir sem sem luku a.m.k. 17 einingum og voru með yfir 8 í skólasókn á síðustu önn geta sótt um viðbótaráfanga í töflu fram til þriðjudagsins 13. janúar. Yfirlit fyrir framan st. 34.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 6. janúar.