Fréttir

Til hamingju með 100 ára kosningarétt kvenna

Í tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna verður skrifstofa skólans lokuð frá kl. 13:00 í dag 19. júní 2015. Til hamingju með daginn!

Staðfesting á vali og prófasýning / Confirmation of course selection and viewing of test papers

Einkunnir verða aðgengilegar í Innu eftir kl. 16:00  fimmtudaginn 21. maí. Í framhaldi af því er hægt að staðfest val fyrir næstu önn. Hér eru nánari leiðbeiningar fyrir staðfestingu vals,  listi yfir áfanga í boði (available courses) á haustönn og listi  yfir áfanga sem falla niður eða breytast (DANS3CF05 verður DANS3CU01 nánari upplýsingar hjá dönskukennurum). Dagskrá staðfestingardags föstudagsins 22. maí: Viðtalstímar valkennara dagskóla verða frá 9:00 - 11:00 Prófasýning dagskóla og öldungadeildar verður frá 11:15 - 12:15. Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér þetta tækifæri til þess að skoða prófin.  Staðfestingu og nauðsynlegri lagfæringu á vali dagskólanema þarf að vera lokið kl. 14:00 og skila þarf inn P-umsóknum fyrir kl. 11:30. After 4 o´clock on  Thursday May. 21st students can access their grades in Inna and confirm their course selection for next term. List of available courses for spring term Timetable on course selection day Friday May 22nd: Teachers assisting with course selection will be available from 9:00 - 11:00. Viewing of test papers is possible from 11:15 - 12:15. Students are encouraged to use this opportunity to view the test papers. Confirmation or adjustment of the course selection for spring term has to be finished by 2 o´clock.

Alma Ágústsdóttir stúdentsefni MH sigraði ræðukeppni The English Speaking Union

Til hamingju með sigur í þessari erfiðu keppni Alma!   Í frétt á heimasíðu RÚV segir um sigurinn: ,,Alma Ágústdóttir, tvítugur nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, vann í dag í alþjóðlegri ræðukeppni sem the English Speaking Union stendur fyrir. Alma bar sigur úr býtum í forkeppni í Reykjavík fyrr á árinu. Hún varð því fulltrúi English Speaking Union á Íslandi í ræðukeppni sem haldin var í Lundúnum í vikunni. Fulltrúar frá fimmtíu löndum tóku þátt. Ræða Ölmu hét: ,,To be ignorant of the past is to remain a child" eða Sá sem þekkir ekki fortíðina heldur áfram að vera barn. Alma verður stúdent frá MH síðar í vor." Tengill í frétt RÚV

Aðgangi að Innu hefur verið lokað tímabundið / Access to Inna has been temporarily closed

Lokað hefur verið tímabundið á aðgang nemenda að Innu. Opnað verður aftur þegar einkunnir eru tilbúnar síðdegis þann 21. maí. Students access to Inna has been temporarily closed. It will be reopen on May 21st when all grades are in.

Veikindi á prófdegi - Falling sick on exam day

Veikindi á prófdegi verður að tilkynna skrifstofu skólans (S: 5955200) fyrir kl. 14:00 samdægurs. Nemandinn mætir með læknisvottorð í sjúkrapróf.   Students that fall sick during the finals must phone the office (Tf. 5955200) before 2 pm on the exam day. Students need to hand in a doctor’s note  at the start of makeup exams.

Prófatímabil 4. - 18. maí 2015 - Final exams

Próf hefjast mánudaginn 4. maí og standa til mánudagsins 18. des. Veikindi á prófdegi verður að tilkynna skrifstofu skólans (S: 5955200) fyrir kl. 14:00 samdægurs. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn.    Próftafla Skrifstofa er opin alla virka daga kl. 8:30 - 15:30.Bókasafnið er opið alla virka daga kl. 8 - 18 og laugardaginn 9. maí kl. 9 – 16. Harpa Hafsteinsdóttir prófstjóri er með viðtalstíma alla prófdaga kl. 10 - 11 í st. 38. Gangi ykkur vel í prófunum! Final exams start on the 1st of May. and end on the 18th. Students that fall sick during the finals phone the office (Tf. 5955200) before 2 pm on the exam day at which time they will receive  information regarding makeup exams. Students need to hand in a doctor’s note  at the start of makeup exams.  Exam table The School office is open from 8:30 am - 3:30 pm Monday – Friday. The Library is open Monday – Friday from 8 am - 6 pm and Saturday May 9th 9 am - 4 pm. Harpa Hafsteinsdóttir is the administrator in charge of exams.  He can be found in room 38 from 10 – 11 on the mornings of test days. Good luck with your exams!

Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð kynnir með stolti leiksýninguna Stofufangelsi

Sýningin er frumsamin af meðlimum leikhóps MH og hefur því aldrei verið sýnd áður! Sýningin verður sýnd í leikaðstöðu Menntaskólans við Hamrahlíð, Undirheimum. Gengið er inn fyrir aftan skólann í gegnum járnhlið. Takmörkuð sæti í boði á hverja sýningu. Miðapantanir og fyrirspurnir skulu sendast á leikfelag@nfmh.is

HAMRAHLÍÐARKÓRARNIR KALLA Á VORIÐ

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23.apríl, halda kórarnir í Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur upp á sumarkomu með skemmtun í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Kórfélagar halda tvenna tónleika. Þeir fyrri hefjast kl.14.00 og hinir seinni um kl.16.00. Á milli tónleikanna og á eftir verða seldar kaffiveitingar en ágóði af sölu veitinga renna í ferðasjóð Hamrahlíðarkóranna. Þá verða ýmis skemmtiatriði og uppákomur m.a. hljóðfæraleikur og fleira til þess að skemmta yngstu kynslóðinni. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir að syngja inn vorið með kórunum í Hamrahlíð.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í tónleikaferð um Suðausturland

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður í tónleikaferð á Suðausturlandi og víðar dagana 11. - 13. apríl nk.  Laugardaginn 11. apríl heldur kórinn tónleika í félagsheimilinu Hofgarði í Öræfum kl. 15.  Sunnudaginn 12. apríl heldur kórinn tvenna tónleika, í Hafnarkirkju í Hornafirði kl. 14 og í Djúpavogskirkju kl. 20 auk þess sem hann syngur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Hornafirði.  Mánudaginn 13. apríl heldur kórinn þrenna tónleika, skólatónleika fyrir nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar kl.10 í Hafnarkirkju  og kl. 11:30 fyrir Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu. Þá heldur kórinn tónleika á Skógum kl. 20.  Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Á þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð skipaður 83 nemendum á aldrinum 16 - 20 ára. Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsækir Öræfi og Djúpavog en kórinn hefur áður heimsótt Höfn í Hornafirði, árið 1976. Fararstjóri í ferðinni er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Lárus H. Bjarnason.  Á efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni  eru íslensk og erlend tónverk...

Fyrsti kennsludagur eftir páska

Miðvikudagurinn 8. apríl er fyrsti kennsludagur eftir páska.