17.01.2019
Lið MH keppti á móti liði Fjölbrautaskóla Suðurnesja sl. þriðjudag. Leikar fóru þannig að MH sigraði með 28 stigum gegn 6 stigum Suðurnesjamanna. Glæsilegur árangur en næsta viðureign fer fram í febrúar í sjónvarpinu og er andstæðingurinn MR líkt og í fyrra.
Við óskum liðinu til hamingju með sigurinn en það skipa Gunnar Ólafsson, Jenný María Jóhannsdóttir og Tómas Ingi Hrólfsson.
15.01.2019
Í byrjun þessarar viku fjölguðum við ruslatunnum svo hægt væri að flokka m.a. plast og lífrænan úrgang. Búið er að setja tunnur fyrir plastúrgang inn á Matgarð, inn á Miðgarð og í Norðurkjallara. Tunnur fyrir lífrænan úrgang má finna inni á Matgarði og Miðgarði. Einnig verður eftir sem áður hægt að flokka pappír, dósir/plastflöskur og almennt rusl. Athugið að hreinsa matarleyfar eins vel og þið getið úr plastílátum áður en þau eru sett í þar til gerða tunnu.
Verum dugleg að flokka þannig að skólinn sé til fyrirmyndar í umhverfismálum.
15.01.2019
Melkorka Gunborg Briansdóttir sigraði í Smásagnakeppni félags enskukennara, annað árið í röð. Melkorka útskrifaðist frá MH núna um jólin. Við óskum henni til hamingju með árangurinn og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.
11.01.2019
Þann 9. janúar keppti lið MH í MORFÍS á móti Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Eftir hörkukeppni sigraði lið MH með 108 stiga mun og er komið í aðra umferð. Lið MH skipa Ari Hallgrímsson, Elínborg Una Einarsdóttir, Grettir Valsson og Inga Steinunn Henningsdóttir. Þjálfarar eru Tumi Björnsson og Bjartmar Magnússon. Ari Hallgrímsson var jafnframt valinn ræðumaður kvöldsins.
Við óskum liðinu til hamingju með sigurinn.
10.01.2019
Lið MH keppti í vikunni í fyrstu umferð Gettu betur og var andstæðingurinn Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ. Leikar fóru þannig að lið MH sigraði með 26 stigum gegn 9 stigum Mosfellinga. Lið MH skipa í ár þau Gunnar Ólafsson, Jenný María Jóhannsdóttir og Tómas Ingi Hrólfsson. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn. MH keppir næst 15. janúar á móti Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefst viðureignin kl. 20:30 og er útvarpað á RÁS2.
02.01.2019
Skrifstofa skólans opnar 3. janúar kl. 10:00.
Kennsla á vorönn 2019 hefst mánudagurinn 7. janúar samkvæmt stundatöflu. Kynningarfundur fyrir nýja nemendur verður haldinn föstudaginn 4. janúar kl. 13:00 í stofu 11 og er afar mikilvægt að nýir nemendur mæti á þann fund. Stundatöflur nemenda verða aðgengilegar í INNU fimmtudaginn 3. jan eftir kl. 16:00. Nemendur athugið að til þess að sjá heila viku af stundatöflu þarf að skoða vikuna 7.-13. janúar.
The school´s main office will open on 3rd of January at 10:00AM
First day of teaching on new year is 7th of January. An orientation for new students will be 4th of January at 1PM in classroom 11. It is very important for new students to attend the meeting. Student timetables will be accessable in INNA 3rd of January after 4PM.