Fréttir

Staðfestingardagur og prófsýning

Prófum er lokið og einkunnir verða birtar í Innu eftir kl. 16:00 fimmtudaginn 20. maí. Upplýsingar um staðfestingardag og prófsýningu má finna hér á heimasíðunni. Nemendur geta sent umsjónarkennurum sínum tölvupóst ef þeir þurfa aðstoð við valið. Allar upplýsingar um áfangaframboð og staðfestingu er hægt að finna hér á heimasíðunni.

Síðasta próf

Í dag var prófað í sögu og var þetta líka síðasti prófdagurinn skv. próftöflu. Eftir kl. 16:00, miðvikudaginn 19. maí mun Pálmi áfangastjóri hringa í þau stúdentsefni sem gekk ekki nógu vel og láta vita ef möguleiki verður á endurtektarprófi. Vonum að sem fæstir fái það símtal. Opnað verður fyrir einkunnir eftir kl. 16 fimmtudaginn 20. maí og þá geta nemendur einnig staðfest valið sitt fyrir haustönnina. Prófsýning verður milli 10 og 12 föstudaginn 21. maí.

„Opnið Augað og bergið á ljósavatninu“

Fyrsti prófdagur

Í dag er fyrsti prófdagur og erum við mjög spennt að fá loksins að halda lokapróf í MH. Lokapróf hafa ekki verið í húsi undanfarnar annir svo það ríkir mikil spenna í loftinu. Fyrsta prófið er spænskupróf og spænskukennarar eru meira en tilbúnir að taka á móti nemendum í próf. Spænsku prófin eru Innupróf sem nemendur taka í MH. Gangi ykkur vel - Buena suerte.

Dimission

í dag er dimission hjá útskriftarefnum vorannar 2021. Dimission hefur legið niðri síðustu annir en í dag ætlum við að gera okkar besta til að njóta dagsins og leyfa útskriftarefnum að kveðja skólann. Þórunn Arna og Ásta mættu upp á skrifstofu klæddar sem keppendur í þekktri matreiðslukeppni og hver veit hvað þær gera í þeim efnum eftir úskrift. Við vonum að útskrifarefnin okkar eigi góðan dag og njóti hans með sóttvarnarreglur að leiðarljósi. Góða skemmtun.

Umhverfisnefnd

MH tekur þátt í grænum skrefum og hefur nú þegar tekið á móti viðurkenningu fyrir fyrsta skrefið. Umhverfisnefnd nemenda fundaði í gær og mun leggja sitt að mörkum til að grænum skrefum fjölgi og grænfánum verði flaggað. Nemendum datt í hug að hafa samband við Brauð & Co og fengu gefins snúða sem annars hefðu kannski endað í ruslinu. Það er eitt af markmiðum grænna skrefa að minnka matarsóun og naut hópurinn góðs af því.

Prófin framundan

Í dag 28. apríl er síðasti dagur fyrir þá sem telja sig þurfa að sækja um breytingu á próftöflu. Prófin byrja svo á mánudaginn og viljum við hvetja nemendur til að kynna sér próftöfluna vel og vandlega og þær leiðbeiningar sem við bjóðum upp á hér á heimasíðunni. Nýtið einnig tímann vel þessa síðustu daga til að ræða við kennarana ykkar um það sem ykkur liggur á hjarta að vita varðandi prófin í hverjum áfanga fyrir sig.

Gerum þetta saman

Núna eru tæpar tvær vikur eftir af kennslu og þurfum við að standa saman í því að klára þær hér í MH. Við ítrekum því að allir hugsi um sínar persónulegu sóttvarnir því það er það sem skiptir mestu máli og rektor ítrekaði í pósti til allra í dag.

MH-ingur sigrar í þýskuþraut framhaldsskólanna

MH-ingurinn Ragnhildur Björt Björnsdóttir sigraði í þýskuþraut framhaldsskólanna 2021 en um er að ræða landskeppni í þýsku. Verðlaunin eru tveggja vikna dvöl í Þýskalandi þar sem Ragnhildur Björt mun taka þátt í skemmtilegum verkefnum með nemendum víðsvegar að úr heiminum. Við óskum henni innilega til hamingju með árangurinn.

Bjartasta vonin í MH

Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir nemandi á fyrsta ári í MH fékk verðlaunin Bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum sl. laugardag. Guðlaug Sóley sem kemur fram undir nafninu Gugusar var einnig tilnefnd til verðlauna fyrir bestu raftónlistarplötuna. Við óskum Guðlaugu Sóleyju innilega til hamingju með verðlaunin og tilnefninguna.