22.02.2021
Ákveðið hefur verið að halda samkeppni milli nemenda MH um vegglistaverk á gang milli Norðurkjallara og Undirheima. Nemendur MH eða hópur nemenda getur sent inn skissur af verkum í samkeppnina. Valin verða fjögur verk sem hæfa umhverfinu en í valnefnd verða fulltrúi myndlistarkennara, tveir fulltrúar nemenda og fulltrúi stjórnenda. Skólinn greiðir kostnað vegna efniskaupa, þ.e. málningarkaupa og pensla. Gert er ráð fyrir að verkin á veggina fjóra séu frá mismunandi nemendum/hópum nemenda.
Frestur til að skila inn góðum skissum er til og með 15. mars nk. Stefnt er að því að verkin verði máluð á veggina fyrir annarlok. Hugmyndum skal skila á netfangið rektor@mh.is
19.02.2021
Lagningardögum er lokið og stóðu allir sig með sóma. Margt skemmtilegt var á dagskrá og nemendur nutu þess að vera í skólanum og hittast. Takk öll sem komuð að þessu og gerðuð þetta að veruleika. Góða helgi.
18.02.2021
Lagningardagar eru hafnir og nemendur eru mættir til að taka þátt í dagskránni. Lagningardagaráð, nemendur og starfsfólk bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og vonandi finna allir eitthvað sem þeir geta skemmt sér yfir. Kórinn selur kaffi og með því og matarvagnar mæta fyrir utan skólann. Njótum þess að vera saman í hæfilegri fjarlægð samt. Góða skemmtun
17.02.2021
Lagningardagaráð var að vinna á fullu við að fjölga plássum og bæta við rýmum og fyrirlestrum.
17.02.2021
Til að taka þátt í viðburðum á Lagningardögum þarf að skrá sig fyrirfram. Skráning fer fram á heimasíðu nemendafélagsins og hlekkurinn er einnig undir viðburðir á heimasíðu MH.
16.02.2021
Skráning á viðburði lagningardaga fór af stað með aðeins meiri látum en við bjuggumst við svo við þurftum að enduræsa allt. Búið er að loka aftur fyrir skráningar og allt verður núllstillt. Á morgun kl. 10 opnum við aftur og þá gefst öllum kostur á að skrá sig á viðburði fimmtudagsins eða föstudagsins. Nemendur mega skrá sig á mest þrjá viðburði á fimmtudeginum og 3 á föstudeginum. Allir eiga að komast að.
12.02.2021
Ákveðinn vorboði var í lofti í MH í dag þegar tilvonandi stúdentar mættu og skoðuðu stúdentshúfur til að skarta á útskriftardaginn.
10.02.2021
Á lagningardögum gerum við í MH okkur dagamun. Við leggjum skólabækurnar til hliðar og skellum okkur á fyrirlestra og kynningar af ýmsu tagi. Lagningardagaráð sér um að skipuleggja dagskrána og er nú að leggja lokahönd á að skrá viðburði og annan undirbúning. Nemendur munu þurfa að skrá sig á hvern viðburð og fylgja sóttvarnarreglum. Von er á nánari upplýsingum innan skamms. Hér gefst tækifæri til að skoða kynningarmyndband frá lagningardagaráði og byrja að hlakka til.
27.01.2021
Fullt staðnám hefst 1. feb. nk. með örfáum undantekningum. Nemendur mæta í alla tíma í hús samkvæmt stundatöflu vorannar.
Það er langþráð stund að sækja alla tíma í staðnámi en við minnum á að aðstæður geta breyst mjög skyndilega eins og gerðist á haustönn. Því er mikilvægt að virða sóttvarnarreglur og vera alltaf með grímuna uppi, muna að spritta sig og virða nálægðarmörk. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans undir Kennsla í COVID-19.
18.01.2021
Síðastliðinn föstudag voru nemendur á lokaári í IB með myndlistarsýningu þar sem þau prófuðu að sýna verkin sín í því skyni að undirbúa sig undir að halda stærri sýningu í vor. Sýningin var haldin í einum af íþróttasölum skólans og stóðu listamennirnir sig með prýði.
Thank you for a good show.