Fréttir

Skráning í stöðupróf er hafin

Nú er hægt að skrá sig í stöðupróf sem haldin verða um mánaðamótin nóvember/desember. Nánari upplýsingar í stikunni hér til vinstri.

„Batinn hefst með kennurum“

Í dag er alþjóðadagur kennara. Hann er haldinn hátíðlegur til að vekja athygli á mikilvægi menntunar og skólagöngu. - Hrósaðu kennurunum þínum eða gleddu þá með öðrum hætti. :-)  

Haustfrí/Autumn break 15. - 18. okt.

Föstudaginn 15. okt. og mánudaginn 18. okt. er haustfrí í MH. Þá er löng helgi og nemendur, kennarar og annað starfsfólk endurhlaða  batteríin og takast að því loknu endurnærð á við seinni hluta annarinnar.

Á slóðum Njálu

Í dag eru tæplega 200 nemendur og 4 kennarar í ÍSL303 á ferð um slóðir Njálu.

Kærar þakkir fyrir komuna!

Foreldrar og forráðamenn nýnema fjölmenntu á kynningarkvöld hér í MH síðastliðið fimmtudagskvöld. Eftir að hafa hlýtt á ávörp Lárusar H. Bjarnasonar rektors og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur formanns foreldraráðs fengu gestir að njóta söngs Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð. Svo var farið í kennslustofur með umsjónarkennurum, fræðst um kerfið hér í MH og skipst á skoðunum. Að öllu þessu loknu var sameinast í kafffi og kökum á Miðgarði. Hlaðborðið sem kórinn bauð upp á (gegn vægu gjaldi) var eins og í almennilegri fermingarveislu og með góðgæti á diski og kaffi í bolla urðu umræður fjörugar og skemmtilegar. Kærar þakkir til allra sem komu og gerðu kvöldið fræðandi og skemmtilegt.

Helmingur nemenda ferðast í skólann með strætó

Samkvæmt vefkönnun hér á heimasíðu skólans ferðast tæpur helmingur nemenda í skólann með strætó, um fimmtungur kemur gangandi eða hjólandi og þriðjungur nýtir einkabílinn.  

Góður árangur MH nemenda í efna og eðlisfræði

Nemendur MH stóðu sig frábærlega í úrslitum í alþjóðlegu ólympíukeppnunum í efnafræði og eðlisfræði sem haldin voru í sumar.  Keppnin í efnafræði var haldin í Japan og þar náði Árni Johnsen bronssæti.  Keppnin í eðlisfræði var haldin í Króatíu og þar náði Sigtryggur Hauksson bronssæti.    Við óskum þeim til hamingju með frábæran árangur.  

Mæting nýnema kl. 13 - New students at 1 pm

Föstudaginn 20. ágúst kl. 13:00 allir nýnemar boðaðir í skólann á fund með rektor, stjórnendum, námsráðgjöfum og kennurum. Friday August 20st at 1 pm: A meeting will be held for new students together with the principal, administrators  school counselors and teachers.

Upphaf annar - Beginning of school

Stundatöflur þeirra sem greitt hafa skólagjöld eru aðgengilegar í Innu. Fylgist með hér á heimasíðunni.  Students who have paid their tuition fees are able to see their schedules on Inna. Further information will be available on this homepage.

Sumarlokun skrifstofu / Summer Closure

Skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá 28. júní til og með 9. ágúst. Hafið það gott í sumar! The General Office is closed for summer holidays. The office will reopen August 10. Have a great summer!