01.11.2011
Góðgerðavika þessarar annar var haldin þann 31.október til 3.nóvember. Gekk hún vonum framar og með góðri
þáttöku nemenda skólans söfnuðust 300.000 þúsund krónur. Rennur það fjármagn til UNICEF í
Austu-Afríku.
Hér má sjá frétt á heimasíðu UNICEF á Íslandi.
Þeir sem stóðu að skipulagningu vikunnar voru meðlimir Góðgerðaráðs NFMH.
31.10.2011
Opnað hefur verið fyrir valið i Innu og því lýkur í dag mánudaginn 31. okt.
Áfangar með lýsingu á framgangi valsins og áfangaframboð hefur nú
þegar verið sett á heimasíðu MH.
You can start choosing courses in Inna for the spring term 2012.
Now you can look at the your choice of courses for next term. Áfangar and áfangaframboð are now available on our homepage.
19.10.2011
Próftafla nemenda fyrir haustönn 2011 er nú aðgengileg í Innu. Hægt er að sjá próftöfluna með því að fara í Innu og smella
á Próftafla á lista vinstra megin. Athugið að próftaflan er einungis aðgengileg í Innu. Dagskólanemar mega sækja um að hliðra
próftöflu sinni ef:
18.10.2011
Frá stjórn Foreldraráðs MH:
Foreldraráð MH heldur aðalfund og fræðslufund í húsakynnum skólans þriðjudaginn 25. október kl 19:30. Á dagskrá eru
m.a. venjuleg aðalfundarstörf, umræður um þátt foreldraráðs í verkefninu MH Heilsueflandi framhaldsskóli og tveir stuttir
fyrirlestrar um vímuefnavarnir. Kaffiveitingar í boði skólans.
Núverandi formaður Foreldraráðs, Viðar Ágústsson...
12.10.2011
Skólinn verður lokaður vegna haustfrís frá kl. 14:00 miðvikudaginn 12. október til kl. 14:00 mánudaginn
17. október.
05.10.2011
Í dag, fimmtudaginn 6.október, verður haldinn hinn árlegi MH-Kvennó dagur. Keppnin byrjar kl. 15:15 á Klambratúni og hringt verður út
úr tíma kl. 15:00. Skólarnir keppa í hinum ýmsu íþróttum. Kl. 19:00 verður síðan ræðukeppni í sal MH.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
-Stjórn NFMH
28.09.2011
Innritun í öldungadeildina/kvöldskólann á seinni lotu haustannar 2011 stendur yfir. Smellið hér til að
innrita ykkur.
Kennsla seinni lotu hefst skv. stundaskrá mánudaginn 24. október.
26.09.2011
Opnunarhátíð verkefnisins MH heilsueflandi framhaldsskóli var í hádegihléi mánudaginn 26. september.
Geir Gunnlaugsson landlæknir (og stúdent frá MH) heimsótti skólann og setti verkefnið formlega af stað.
Nemendur fengu vatnsbrúsa frá Lýðheilsustöð/Landlækni og gulrófur frá Landsambandi gulrófnabænda.
Fáni heilsueflandi framhaldsskóla var dreginn að húni.
Til hamingju með daginn öll sömul!
23.09.2011
Foreldrar og forráðamenn nýnema fjölmenntu á kynningarkvöld hér í MH síðastliðið fimmtudagskvöld. Eftir að hafa
hlýtt á ávörp Lárusar H. Bjarnasonar rektors og Áshildar Arnarsdóttur hjúkrunarfræðings, forvarnarfulltrúa og
verkefnisstjóra MH í heilsueflandi framhaldsskóla fengu gestir að njóta söngs Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð. Svo var farið
í kennslustofur með umsjónarkennurum, fræðst um kerfið hér í MH og skipst á skoðunum.
Að öllu þessu loknu var sameinast í kafffi og kökum á Miðgarði. Hlaðborðið sem kórinn bauð upp á var eins og í
almennilegri fermingarveislu og með góðgæti á diski og kaffi í bolla urðu umræður fjörugar og skemmtilegar. Kærar þakkir til allra
sem komu og gerðu kvöldið fræðandi og skemmtilegt.
05.09.2011
Stöðupróf verða haldin kl. 16:00 15. september í eftirfarandi tungumálum:
Albönsku, bosnísku, eistnesku, filippísku, finnsku, grísku,
hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, serbnesku, sinhala, taílensku, ungversku
og víetnömsku.
Placement tests will be held on September 15th at 4 pm in the following languages: Albanian, Bosnian,
Chinese, Croatian, Dutch, Estonian, Filipino, Finnish, Greek, Hungarian, Japanese, Lithuanian, Portugese, Polish, Russian, Serbian, Sinhala, Thai, and Vietnamese.
Upplýsingar og rafræn skráning - Information and online
registration