Fréttir

Sinfóníutónleikar í Hörpu

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður skólanum á framhaldsskólatónleika fimmtudaginn 1. september  kl. 11:00 í Eldborg í Hörpu þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson mun leika með hljómsveitinni píanókonsert nr. 3 eftir Rachmaninov undir stjórn Daníels Bjarnasonar.

Dagskólinn verður settur 22. ágúst kl. 8:30 og að því loknu hefst kennsla skv. stundaskrá

Stundatöflur haustannar - Timetables

Nú geta þeir nemendur sem greitt hafa skólagjöldin skoðað stundatöflu sínar í Innu. Nýir greiðslulistar eru keyrðir inn að morgni mánudags. Students who have paid their tuition fee can now check their timetable on Inna. Nýnemar geta nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar hér. Þeir sem telja sig nauðsynlega þurfa töflubreytingu eiga að sækja um sem allra fyrst. Breyttar töflur birtast í Innu upp úr þriðjudeginum 16. ágúst. Athugið að ekki er hægt að breyta töflu til fyrra horfs eftir að breytingabeiðni hefur verið send á töflusmiði. Hugsið ykkur því vel um! Til þess að hægt sé að gera nauðsynlegar breytingar á töflum áður en kennsla hefst 22. ágúst verður að sækja um töflubreytingu fyrir kl. 17:00 þann 19. ágúst. If necessary apply for changes to your timetable as soon as possible and at the latest at 5 pm on the 19th of August. Smellið hér til að fá eyðublað sendið það síðan í viðhengi á netfangið tafla@mh.is Click on the line above, fill out the document and send it as an attachment to tafla@mh.is Kennsla hefst kl. 8:45 þann 22. ágúst. Bókalisti er aðgengilegur í Innu. Teaching will start at 8:45 on the 22nd. Your booklist is in Inna.

Skrifstofu lokað vegna sumarleyfa 27. júní

Skrifstofan verður opnuð aftur þriðjudaginn 9. ágúst. Aðgangi allra nemenda að Innu hefur nú verið lokað en hann opnast aftur þegar skólagjöld hafa verið greidd. Stundatöflur þeirra nemenda sem greitt hafa skólagjöldin verða aðgengilegar í kringum 17. ágúst. Nánari upplýsingar verða hér á heimasíðunni þegar nær dregur. Stöðupróf verða haldin 15. til 17. ágúst og er skráning hafin (sjá tengil hér í lista til vinstri). Nýnemar eiga að mæta á fund rektors á MIklagarði, hátíðarsal skólans, föstudaginn 19. ágúst kl. 13:00 stundvíslega . Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 22. ágúst. Hafið það gott í sumar og sjáumst hress í haust!

Innritun umsækjenda úr 10. bekk er lokið.

Umsækjendur geta opnað umsókn sína og séð í hvaða skóla þeir hafa fengið skólavist í föstudaginn 24. júní kl. 11:00. Hægt er að fá sendan týndan veflykil í netpósti. Bréf frá skólanum kemur til umsækjenda eftir 27. júní. Greiðsluseðill fyrir innritunargjöldum mun birtast í heimabanka forráðamanns föstudaginn 24. júní og gildir greiðsla hans sem staðfesting á skólavist. Verði greiðsluseðill ekki greiddur er litið svo á að umsækjandi þiggi ekki plássið og afsali sér rétti sínum til skólavistar.                                                      

Til hamingju stúdentar!

Laugardaginn 28. maí voru brautskráðir 194 stúdentar frá MH. Hæstu meðaleinkunn hlaut Sigtryggur Hauksson stúdent af náttúrufræðibraut með 9,91 og á hæla honum var Helga Margrét Þorsteinsdóttir einnig á náttúrufræðibraut með 9,83. Árangur beggja er með því albesta í sögu skólans. Þá setti  Eva Hrund Hlynsdóttir nýtt einingamet er hún brautskráðist af samtímis af félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut með alls 270 námseiningar.  

Skráning í stöðupróf hefst 1. júní

Upplýsingar um prófin má nálgast hér.

Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta fer fram á Miklagarði, hátíðarsal skólans laugardaginn 28. maí. Athöfnin hefst kl. 14:00 og lýkur um kl. 16:00. Að lokinni útskrift er sameiginleg myndataka stúdenta.

Vorvítamín Hamrahlíðarkóranna í dag sunnudaginn 22. maí

Í dag halda kórarnir í Hamrahlíð upp á prófalok og sumarkomu með skemmtun í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Þetta er hið árlega Vorvítamín, sem kórarnir bjóða til. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Kórfélagar, nú í vor rúmlega 100 talsins, halda tvenna tónleika, kl. 14 og kl. 16. Efnisskrár tónleikanna eiga að vekja með öllum vorhug og sumargleði, þar er að finna blöndu gamalla gersema og nýrra. Kórarnir flytja m.a.tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Misti Þorkelsdóttur og Snorra S. Birgisson. Einnig  verða sungin sumar- og ættjarðarlög og vonast er til að allir gestir taki undir með kórunum. Milli tónleika verður kaffisala og ýmis skemmtiatriði kórfélaga, hljóðfæraleikur, ævintýraheimur fyrir krakka, bangsaspítali, vísindahorn, kennsla í salsa, heilsuhorn, leyniatriði og fl. Þá verða seld sumarblóm og ágóði af sölu rennur í ferðasjóð Hamrahlíðarkóranna. Nú í sumar verður Hamrahlíðarkórinn fulltrúi Íslands á Aberdeen International Youth Festival sem er eina alþjóðlega listahátíðin í Evrópu þar sem flytjendur eru allir ungt fólk. Fögnum björtum dögum og köllum á hlýindin með kórunum í Hamrahlíð í dag.

Einkunnabirting og staðfesting vals.

Nú  eru einkunnir nemenda fyrir vorönn aðgengilegar í Innu. Þá geta nemendur staðfest val sitt ef þeir þurfa ekki að gera neinar breytingar. Öllum nemendum er skylt að staðfesta val sitt fyrir næstu önn ætli þeir sér að stunda nám í skólanum þá. Sjá nánari lýsingu á staðfestingarferli í Áföngum fréttabréfi frá skólanum um val og staðfestingu Prófasýning í Dagskóla og Öldungadeild verður þann 19. maí milli kl. 12 og 13. Ef breyta þarf vali þá er listi yfir þá áfanga sem verða í boði í haust aðgengilegur hér á heimasíðunni.