Fréttir

Kennsla vorannar hefst

Skólasetning verður klukkan 8:30 mánudaginn 7. janúar og kennsla hefst að henni lokinni. Lesið ritið Áfangar í upphafi annar.

Útskrift

Útskrift verður föstudaginn 21. desember kl 16:00. Reikna má með að útskriftin taki u.þ.b. 2 tíma. Kvöldið áður (20. des.) er æfing stúdentsefna kl. 18:00 á sal. Mikilvægt er að öll stúdentsefni mæti. 

Staðfestingardagur

Nemendur geta séð einkunnir sínar í Innu að kvöldi 17. desember, daginn fyrir staðfestingardag Dagskrá staðfestingardags: Kl. 12:30 Afhending einkunna og staðfesting á vali í dagskóla. Listi yfir umsjónarkennara og stofur hangir á töflu við stofu 34.Kl. 14:00 – 15:00 Prófasýning dagskóla.Kl. 16:30 – 17:30 Afhending einkunna og prófasýning í öldungadeild. Allir nemendur dagskóla sem ætla að stunda nám á vorönn eiga að mæta á staðfestingardegi til þess að fá einkunnablað, skoða próf og staðfesta val sitt. Upplýsingar um staðfestingardag (tímasetningar og fleira) eru í ritinuÁfangar á staðfestingardegi .

Dimissjon

Í morgun buðu stúdentsefni starfsfólki skólans í glæsilegan morgunverð á Matgarði. Þau kvöddu síðan skólann með skemmtun á sal um hádegisbilið og leggja nú í próflestur.Nokkrar myndir frá dimissjónskemmtun má sjá í myndasafni ef smellt er á mynd augnabliksins hér til hægri.

Frá Prófstjóra

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingarPróftafla haustannar 2007 er aðgengileg á heimasíðu skólans undir Námið – Próf – Próftafla. Umsóknir nemenda um breytingar á próftöflu þeirra þurfa að berast Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (gud@mh.is) fyrir 16. nóvember.

Innritun í dagskóla

Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2008 fer fram dagana 1. nóvember til 25. nóvember.Allar umsóknir um nám í dagskóla eru rafrænar. Sótt er um á netinu á skólavef menntamálaráðuneytisins, menntagatt.is.

Vali nemenda er lokið

Nú eiga nemendur dagskóla að hafa lokið innslætti á vali fyrir vorönn 2008.  

Valvika hefst þann 22. október

Umsjónarfundur verður haldinn mánudaginn 22.október kl. 11:10.Nemendum er skylt að koma í umsjónartímann nema nýnemum og stúdentsefnum.Áfangar fyrir val nemenda

Njáluferð mánudaginn 8. október

Njáluferð ÍSL 303 verður mánudaginn 8. okt. Farið verður frá MH kl. 8.30 og komið til baka síðdegis. 

LÍL1112 - Lífsleikniferð eldri nemenda

Farið verður kl. 8:15 miðvikudaginn 5. september Stefnt er að því að fara í lífsleikniferðina til Þingvalla miðvikudaginn 5. september kl. 8:15. Heimkoma er áætluð í síðasta lagi kl. 16:00. Fylgist með upplýsingum á skólaskjá og á Námsnetinu.