07.02.2014
Loksins eru hafnar framkvæmdir hér vestan við húsið þar sem reist verður hjólaskýli fyrir 60 hjól duglegra Hamrahlíðinga.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki síðar í þessum mánuði.
03.02.2014
Óformleg könnun hér á heimasíðunni gefur til kynna að margir hafi dottið í hálkunni undanfarið. Munum því að
það er aldrei of varlega farið þegar veður er svona umhleypingasamt.
24.01.2014
Allir, í dagskóla eða öldungi, sem hyggja á útskrift í vor eru minntir á að tilkynna útskrift sem fyrst til áfangastjóra
eða konrektors. Skráningu til útskriftar lýkur 27. janúar.
23.01.2014
Fræðslufundur undir yfirskriftinni Fikt í framhaldsskólum verður í hátíðarsal MH
kl. 20:00 fimmtudagskvöldið 23. janúar. Fundurinn er haldinn af Heimili og skóla, landssamtökum foreldra, í samstarfi við Menntaskólann við
Hamrahlíð, Flensborg, SAFT og Foreldrahús. Smellið hér til þess að sjá dagskrá
fundarins. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Foreldrar eru hvattir til þess að mæta.
16.01.2014
Nú er umsóknarfrestur vegna P áfanga á enda og þeir sem hafa fengið P heimild verða að hafa samband við kennara sinn sem allra fyrst. Ef
það er ekki gert getur heimildin fallið niður eftir 22. janúar.
14.01.2014
Femínistafélag nemenda MH sýnir kl. 15:30 í dag myndina Miss Representation.
Í frétt á mbl.is segir m.a.: „Þessi byltingarkennda heimildarmynd fjallar um það hvernig konur eru túlkaðar í
fjölmiðlum. Vakti myndin mikla athygli er hún kom út árið 2011 og fær hún 7,6 stjörnur á kvikmyndavefnum imdb.com.
Samkvæmt Karen Björk Eyþórsdóttur, formanni nemendafélags MH, hefur orðið mikil vitundarvakning þegar kemur að
jafnrétti og feminisma innan framhaldsskólanna á undanförnum misserum. „Til dæmis
hafa 400 manns skráð sig í feministafélagið Emblu á Facebook síðan það var stofnað í haust og er fólk mjög duglegt
við að setja inn á síðuna allskyns efni sem tengist feminisma og jafnrétti,“ segir Karen Björk. Jafnframt er núna unnið að því
að stofna Femínistafélag framhaldsskólanna.“
Frétt mbl.is
04.01.2014
Innritun á vorönn 2014 stendur yfir. Smellið hér til að innrita ykkur.
Innritunardagur verður í MH þriðjudaginn 7. janúar kl. 16.00 - 18.00 og í síma: 595-5224.
Námsráðgjafar og matsnefnd verða á staðnum.
Kennsla hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 8. janúar.
20.12.2013
Eftir daginn í dag 20. desember verður skrifstofa skólans lokuð til föstudagsins 27. desember en þann dag verður opið frá 10:00 - 14:00. Svo er
lokað til föstudagsins 3. janúar þegar skrifstofan verður opnuð á hefðbundnum tíma kl. 8:30.
After today the office closes until Friday the 27th when it is open from 10 to 2 pm. After that it opens next on Friday the 3rd of January when it opens at 8:30 as usual.
20.12.2013
Innu hefur verið lokað meðan verið er að vinna stundatöflur dagskóla fyrir vorið 2014. Milli hátíða verður Inna svo opnuð aftur
þeim sem greitt hafa skólagjöldin. Fylgist með upplýsingum hér á heimasíðunni þegar nær dregur.
16.12.2013
Einkunnir verða aðgengilegar í Innu kl. 18:00 16. desember.
Þá geta nemendur einnig staðfest valið sitt og sent valkennara póst (sá kennari sem er skráður sem kennari í P-Val1001 yfir
stundatöflunni). Valkennarar verða til viðtals frá 10:00 - 11:00 þriðjudaginn 17. desember. Allir þurfa að hafa staðfest valið kl. 14:00 þann 17. desember.
Munið prófasýningu 17 des. kl. 11:15 - 12:15. Þetta er besta tækifærið fyrir nemendur og
forráðamenn til þess að sjá prófin því eftir það fara þau í geymslu.
Grades can be accessed in Inna at 6 pm on Monday the 16th of December.
When the grades are available in Inna it is important for all students to confirm or adjust the course selection (staðfesting á vali). This has to
be finished by 2 o´clock (pm) on Tuesday Dec. 17th. The teacher that assisted with course selection will also be available to assist on the same Tuesday here in
school from 10:00 to 11:00.
Students (and their parents or guardians) can view test papers on Tuesday Dec. 17th from 11:15 - 12:15. We
encourage you to use this opportunity to view and discuss the test result because after that the papers go into storage.