Fréttir

Yfirferð og staðfesting á vali

Innan er tilbúin svo næsta skref hjá nemendum er að fara inn og skoða valið vel. Leiðbeiningar er að finna hér á heimasíðunni. Ef allt er eins og það á að vera þá þarf að staðfesta valið. Ef þið hafið spurningar þá sendið þið póst á valkennarann/umsjónakennarann ykkar. Staðfestingu vals þarf að vera lokið fyrir kl. 14:00 á mánudaginn.

Einkunnir og staðfesting á vali/Grades and course selection day

Einkunnir birtast í Innu eftir kl. 16:00, föstudaginn 22.maí kl. 16:00. Þá opnast einnig fyrir að nemendur geti staðfest valið sitt fyrir haustönn 2020. Staðfestingu þarf að vera lokið fyrir kl.14:00 mánudaginn 25.maí. Hægt er að lesa nánar um prófsýningu í pósti sem sendur var á nemendur í dag.

Sumarnám í Klassíska listdansskólanum

Í sumar mun Klassíski listdansskólinn bjóða upp á sumarnám þar sem nemendur geta tekið áfanga á listdansbraut. Klassíski listdansskólinn er einn af þremur samstarfsskólum MH sem kennir áfanga á listdansbraut. Á listdansbraut skólans stunda rúmlega 30 nemendur nám í klassískum listdansi eða nútíma dansi. Sumarnámið er liður í átaki menntamálayfirvalda að koma til móts við nemendur sem vilja stunda nám í sumar og eru án atvinnu. Áætlanir gera ráð fyrir að 20-30 nemendur nýti sér þetta úrræði. Nánari upplýsingar er að finna inn á www.dansgardurinn.is

Síðasti prófdagur

Í dag er síðasti prófdagur skv. próftöflu vorannar. Prófin hafa gengið vonum framar og ótrúlegt að komið sé að síðasta prófdegi. Í dag eru enskupróf kl. 9:15, 11:15 og 13:15 og svo er heimspekipróf kl. 13:15. Sjúkrapróf taka svo við seinna dag og á mánudag og þriðjudag. Gangi ykkur sem best

Útskrift

Útskrift verður 29. maí og erum við ánægð með að geta tilkynnt að hver nemandi getur boðið einum aðstandanda með sér. Útskriftaræfing verður fimmtudaginn 28. maí kl. 17:00 fyrir þá sem útskrifast 29. maí kl. 13. Þeir sem útskrifast 29. maí kl. 15:00 mæta á æfingu fimmtudaginn 28. maí kl. 18:00. Nánari upplýsingar eru í pósti sem rektor sendi út í dag.

Heimsmarkmiðin

Forsætisráðuneytið vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Útskriftarneminn Sigurður Einarsson Mantyla hefur starfað með ráðinu undanfarin ár og væntanlega þarf að fylla hans skarð. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum. Aðalsmerki heimsmarkmiðanna er að þau eru algild og því hafa aðildarríkin skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu heimsmarkmiðanna: https://www.heimsmarkmidin.is/forsida/hagnytt-efni/ungmennarad/umsokn-i-ungmennarad/ Umsóknarfrestur er til og með 24. maí nk.

Framkvæmdir ganga vel

Tíminn frá því nemendur fóru úr húsi í mars hefur verið nýttur til framkvæmda innanhúss. Ýmislegt hefur verið gert og ýmislegt er framundan. Ein breytingin er að innangengt verður úr Norðukjallara yfir í salernin á Matgarði og gerir það alla aðstöðu í Norðurkjallara mun betri.

Fyrsta vikan liðin

Fyrri prófavikan er liðin. Að okkar mati hafa prófin gengið vonum framar og við erum afar stolt af því hversu vel kennarar og nemendur hafa aðlagast nýjum aðferðum við að taka próf. Kennarar eru á Miðgarði og fylgjast með nemendum opna prófin, leysa þau og skila og allt fer þetta fram í gegnum Innu. Þetta er allt annað prófaumhverfi en við erum vön og gaman að sjá það virka svona vel. Gangi ykkur sem best í seinni vikunni og við bíðum spennt eftir að sjá hvernig ykkur gengur.

Prófin hafin

Fyrsta lokpróf skv. próftöflu vorsins 2020 opnaðist í Innu kl. 9:15 í morgun. Nemendur biðu spenntir heima hjá sér og kennarar þeirra biðu spenntir á Miðgarði. Mikil gleði braust út þegar fyrstu nemendur opnuðu prófin og hófust handa við að svara. Mæting var góð og sáu námsráðgjafar til þess að hnippa í nemendur sem ekki voru mættir tímanlega í prófin. Á sama tíma var ráðherra mennta- og menningarmála, Lilja Dögg Alfreðdóttir, í heimsókn og fékk kynningu frá sálfræðingi skólans á líðan nemenda MH á tímum samkombanns. Lilja Dögg fylgdist líka spennt með nemendum streyma í Innupróf. Gangi ykkur öllum sem best í prófunum.

Prófin að byrja

Fyrsti prófdagur er mánudagurinn 4. maí. Á Miðgarði verða kennarar í aðeins öðruvísi yfirsetu en vanalega þar sem próftakar eru ekki á staðnum. Búið er að raða upp borðum fyrir kennara þannig að allir sitja saman, með hóflegt bili á milli, og fylgjast með og leiðbeina nemendum ef eitthvað kemur upp á. Prófstjóri og námsráðgjafar verða einnig tilbúin að aðstoða ef þarf. Kæru nemendur gangi ykkur sem best í prófunum.